Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Page 14

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Page 14
Ástrós formaður og Andri Hilmarsson 13 ára. Sjá viðtal við móður hans Guðrúnu Valdísi. þar sem helmingur barna virðist taka umtalsverðum, alhliða framförum. Sigríður Lóa skiptir meðferð í þrjú stig: I. Áhersla á að ná stjórn á hegð- un. 2. Kennt að taka þátt í einföldum samræðum og aukin þátttaka í leik og starfi jafnaldra. 3. Læra að fylgjast með hvernig önnur börn læra. Aðaláherslan á lítil skref og keðj- un, að byggja upp, móta og auka atferli sem barnið hefur ekki vald á. Greininám gegnir veigamiklu hlut- verki. Þátttaka foreldra skiptir mjög miklu máli. Ungum börnum þarf að standa til boða heildstæð atferlis- meðferð. Samfélagið þarf að gegna margvíslegum skyldum við einhverfa á öllum aldursskeiðum þeirra. Valgerður Jónsdóttir músíkþera- pisti á greinina: Músíkþerapía og ein- hverfir. T ækið sem nýtt er er tónlistin, um- vefur, vekur samkennd, gerir um- hverfið aðlaðandi, veitir sköpunarþrá útrás svo dæmi um áhrif tónlistar séu tekin. Músíkþerapía er skipulögð notkun tóna, hljóða og hreyfmga, beitt til að auka vellíðan m.a. Einhverf börn hafa djúpstæðan áhuga á tónlist. Tónlistin hefur fjöl- þættan áhrifamátt og aðlögunarhæfni. Tónlistin er notuð til að vekja með- vituð og ómeðvituð viðbrögð, virkjar andlega starfsemi. Valgerður segist mega fullyrða að músíkþerapía hafi reynst árangursríkt tæki í meðferð einhverfra. Suzukitónlistaruppeldi nefnist grein Lilju Hjaltadóttur fiðlukennara. Áherslan í fiðlunámi er samhæfing hugar og handar. Einbeitingu nem- anda beint að fáum hlutum í Suzuki- kennslunni, námið byggt á mikilli kennslu og herminámi. Markmiðið að þróa og þroska alla hæfileika barnsins. Kenningar Suzukis gilda um allt nám, segir Lilja. Myndlist einhverfra er grein eftir Sjöfn Guðmundsdóttur list- meðferðarfræðing. Myndverk ein- hverfra um margt sérstök, mjög per- sónuleg túlkun t.d. Sá einhverfi getur þartjáð sig óhindrað og milliliðalaust. Einhverfir á myndlistarsviði einkar rausnarlegir gefendur, segir Sjöfn. Ólafur H. Sigurjónsson líffræðing- ur og stjórnarmaður í Öryrkjabanda- lagi Islands nefnir grein sína og spyr um leið: Er líffræðileg ástæða fyrir einhverfu? Hann gerir þar grein fyrir líffræðilegri þekkingu á orsökum einhverfu. Hann nefnir afar víðfeðma rannsókn sem nú er í gangi í Banda- ríkjunum og kostar um tvo milljarða íslenskra króna. Sem dæmi um hug- myndir nefnir Ólafur: ofvirkni end- orphinkerfis (endorphin= ópíumlík efni sem líkaminn framleiðir) virðist vera til staðar, leiðir af sér sérkennileg þroskafrávik í skipulagi heilans. Ólafur nefnir einnig truflanir á peptíð- jafnvægi - peptíð starfa í líkamanum sem hormón og taugaboðefni. Ólafur segir einhverf börn hafa sérkennilega fæðunámssiði s.s. matvendni. Hann minnir einnig á að meðal einhverfra eigi sér stöku sinnum stað alvarlegar sjálfsmeiðingar. Heilaskurðaðgerðir gefið þar góða raun. Ólafur leggur að lokum áherslu á auknar erfðarann- sóknir m.a. í ljósi þeirrar byltingar- kenndu þróunar sem þar hefur orðið. Sigríður Ólafsdóttir yfirfélagsráðgjafi hjá T.R. á þarna greinina: Samskipti foreldra við T.R. Hún sýnir þar með glöggum hætti hve margir aðilar á misjöfnum sviðum geta komið að málum fatlaðs bams. Hún nefnir svo þá þætti helsta sem T.R. kemur að: umönnunargreiðslur, lyfja- og lækn- isþjónusta, þjálfun, hjálpartæki o.m.fl. Hún rekur svo innra skipulag T.R. m.a. hinar fjölmörgu deildir þar sem og útibú úti um allt land. Stefnan er að gera Tryggingastofnun aðgengi- legri fyrir alla, segir Sigríður. Rætt er svo við Guðrúnu Valdísi Ingimarsdóttur móður Ingimars - 7 ára einhverfs drengs. Fyrirsögnin er: Hann vildi aldrei neina snertingu. Guðrún Valdís segir að allt frá fæð- ingu Ingimars hafi ekkert verið eðli- legt við hann. Hann var svo greindur einhverfur fjögurra ára. Allt okkar líf gengur út á að aðlagast lífi Ingimars, segir Guð- rún Valdís, en segir jafnframt eðlilega að þetta sé gríðarlegt álag á heimilis- lífið. Hún ræðir fordóma opinskátt m.a. út frá því að hún er gift útlend- ingi. Niðurstaðan, erfið og sár, sú að Ingimar verði að fara á meðferðar- heimili. Þar fengi hann þjálfun til að taka þátt í umhverfinu. Gullkornin eru svo hér og þar, brosleg mörg hver, en umhugsunar- verð um leið s.s. þetta: Það var kennslustund í myndmennt.“Nú skul- um við mála blóm”, sagði kennarinn við bekkinn. Þegar kennslustundinni lauk var einhverfi nemandinn búinn að mála burknann í gluggakistunni fagurrauðan.” Umsjónarfélagi einhverfra er sann- ur sómi að þessu afmælisriti sínu sem gefur okkur svo ágæta innsýn í ein- hverfuna og allt sem henni fylgir. Hlýjar afmælisóskir héðan fylgja þessu ófullkomna ágripi af ágætu riti. H.S. 14

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.