Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Qupperneq 16

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Qupperneq 16
H J ÁLPARTÆK J A- MIÐSTÖÐIN HEIMSÓTT * rla í janúar hafði forstöðu- maðurHj álpartækj amið- stöðvar Tryggingastofnunar ríkisins, Björk Pálsdóttir, samband við ritstjóra og bar upp við hann það erindi, sem auðsótt var, að fá í Frétta- bréfinu kynntar nýjar reglur Tryggingastofn- unar ríkisins um hlutdeild TR í sér- smíðuðum skóm, bæklunarskóm sem í gildi gengu um áramótin síð- Björk ustu. Ritstjóra Pálsdóttir þetta eins og “ áður sagði kær- komið tækifæri til kynningar á nýjum reglum varðandi skóna, en þótti um leið sjálfgefið að koma fleiri atriðum að og þá fyrst og fremst almennum fróðleik um Hjálpartækjamiðstöð TR. Að samkomulagi varð því að und- irritaður færi á fund Bjarkar í ríki hennar að Smiðjuvegi 28 og svo varð í febrúarmánuði, nánar til tekið þann níunda þess mánaðar. Þangað kominn leit hann inn í salarkynni allrúmgóð, þar sem ægði sarnan ýmiss konar hjálpartækjum sem þar voru til við- gerðar eða þá til vissrar endurnýjunar, en uppi á lofti þar sat Björk yfir tölvu með ókjöri af upplýsingum að ógleymdum ótal möppum. Og svo hófst samtalið, sundurlaust að vísu, en ýmsu þó til skila komið samt. Almennt um Hjálpartœkjamiðstöð TR Björk segir hlutverk Hjálpartækja- miðstöðvar vera það að sjá um úthlut- un hjálpartækja, veita ráðgjöf við val þeirra og svo að endurnýja hjálpar- tæki, annast viðhald og viðgerðar- þjónustu á hjálpartækjum TR en TR á tækin, lánar þau til notenda. Björk skýrir frá því að vel sé fylgst með nýjungum erlendis og upplýsingum komið á framfæri hér heima sem allra best. Sérstaklega sé náið samband við norrænar stofnanir á sama sviði. Nýjar reglur TR um hlutdeild í skóm TR setur svo reglur um tækin og hlutdeild sína í þeim og það gildir um allt, frá hjólastólum og spelkum yfir í skó og bleiur. Þetta gildir um allar einstaklingsafgreiðslur en stofnanir fatlaðra og aldraðra eiga reglugerð samkvæmt að útvega sínu fólki öll hjálpartæki utan hjólastólaþ.e. hjálp- artæki á vegum TR. Ritstjóri skýtur því hér að að hér er um mjög umdeilda skipan mála að ræða, stofnanirnar segjast einfaldlega ekkert sérmerkt fjármagn hafa til hjálpartækjakaupa og Öryrkjabanda- lagið hefur talið það sjálfsagt og eðli- legt að einstaklingsréttur til hjálpar- tækja skv. reglum TR haldist í fullu gildi þó fólk verði að vistast á stofn- unum. En þetta var útúrdúr - bráð- brýnn þó. Björk segir umsóknarbeiðnir um hjálpartæki hafa verið um 13 þús. á sl. ári og þá ber þess að geta að fleiri en ein beiðni um hjálpartæki getur verið í hverri umsókn. Hjálpartækin, smá og stór, eða beiðnir um þau munu því nerna tugum þúsunda. Kostnaður Tryggingastofnunar ríkisins var á liðnu ári um 620 millj. kr. svo ljóst er að hér er um dýr- mæta þjónustu að ræða, hlutdeild sem verulegu máli skiptir fyrir fatlaða. Mikilvægur þáttur þessa er endur- nýtingin og viðgerðarþjónustan enda segir Björk að menn í meira en fjórum stöðugildum séu í vinnu við það að gera við eða gera upp. Varðandi regl- ur TR þá er það tryggingaráð sem samþykkir þær og þær eru síðan gefnar út og má finna þær í handbók TR svo og nú á veraldarvefnum. Þar eru þessar reglur og nákvæm- lega tilgreind öll hjálpartæki og þátt- taka eða hlutdeild TR í kostnaði við þau. Talandi áðan um kostnaðinn sem umtalsverður er þá hefur hann farið vaxandi og kemur ýmislegt til, vax- andi fjöldi umsókna enda fjölgar bæði öryrkjum sem öldruðum og svo er fólk miklu betur upplýst um rétt sinn almennt. A móti aukinni þjónustu hefur svo komið krafan um að halda kostnaði í skefjum og helsta ráðið þar verið litboð á hjálpartækjum og fyr- irtæki sem framleiðendur þannig boð- ið í hina ýmsu þætti og samningar ver- ið gerðir í kjölfarið. Þetta hefur skilað miklu og gert kleift að breyta reglum svo fleiri fengju notið s.s. öryggis- þjónustan (kallkerfið) er kannski best dæmi um. I framhaldi af þessum útboðum hefur verið gengið til samninga um spelkur, gervilimi og skó, hjólastóla (handdrifna), göngutæki, sjúkrarúm 16

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.