Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Side 32

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Side 32
Helgi Hróðmarsson, starfsmaður Samvinnunefndar Landssamtakanna Þroskahjálpar og Öryrkjabandalags íslands: Heimsókn umboðsmanns fatlaðra hjá Sameinuðu þjóðunum vegna kynningar á meginreglum Sameinuðu þjóðanna MEGINREGLUR SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA f MÁLEFNUM s FATLAÐRA Aallsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna árið 1992 fór fram umræða sem markaði enda- lok áratugs fatlaðra. Á þinginu var m.a. samþykkt ályktun þess efnis að 3. desember ár hvert skyldi helgaður umræðu um málefni fatlaðra. Á þinginu voru einnig samþykkt- ar reglur sem miða að jöfnum tækifærum fatlaðs fólks á við aðra þjóðfélagsþegna. Þær hafa verið nefndar megin- reglur Sameinuðu þjóðanna. Regl- ““ urnar voru kynnt- ar í fyrsta skipti opinberlega í júní 1994 á alþjóðlegri ráðstefnu sem Landssamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag íslands stóðu að í samstarfi við Sameinuðu þjóðirnar. Reglurnar eru ekki lög en eru hins- vegar tilmæli Sameinuðu þjóðanna til aðildarlanda sinna um áherslur í mál- efnum fatlaðra. Þannig eru settar sið- ferðilegar skyldur á aðildarlöndin. Samtök fatlaðra víða um heim hafa síðan vænst þess að reglurnar séu und- anfari alþjóðalaga eða öðlist stöðu alþjóðasáttmála líkt og Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna. Þáhvetjaregl- urnar ennfremur til þess að litið sé á málefni fatlaðra sem mannréttindamál og beri að fara með sem slík. Helgi Hróðmarsson EMBÆTTI UMBOÐSMANNS FATLAÐRA 1 meginreglunum er sérstakur kafli um eftirlit með reglunum. Þar segir að skipa eigi sérstakan umboðsmann til starfa í þrjú ár. í mars 1994 bauð Boutros Boutros-Ghali, þáverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, Bengt Lindqvist að taka starfið að sér. Bengt hélt síðan sína fyrstu ræðu sem umboðsmaður fatlaðra hjá Sameinuðu þjóðunum á alþjóðlegu ráðstefnunni í Reykjavík í júní 1994. Bengt er fyrrverandi félagsmálaráð- herra Svíþjóðar og hefur mjög viða- mikla reynslu og þekkingu á alþjóð- legu samstarfi og málefnum fatlaðra. Með umboðsmanni starfar fastanefnd sérfræðinga, en í nefndinni eiga sæti fulltrúar samtaka fatlaðra. Hlutverk umboðsmanns er að fylgjast með framgangi meginreglnanna og vera framkvæmdastjóra til ráðgjafar um stöðu fatlaðs fólks. RÁÐSTEFNA UM MEGINREGLURNAR Blindrafélagið, Landssamtökin Þroskahjálp, Mannréttindaskrifstofa Islands og Öryrkjabandalag Islands stóðu að komu Bengt Lindqvist hing- að til lands í desember síðastliðnum. Eftirtaldir áttu sæti í undirbúnings- nefnd: Ásta B. Þorsteinsdóttir fyrr- verandi formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar, Bjarney Friðriksdóttir frá Mannréttindaskrifstofu Islands, Friðrik Sigurðsson framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar, Garðar Sverrisson varaformaður Öryrkjabandalags Islands, Gísli Helgason forstöðumaður, Helgi Hjörvar formaður Blindrafélagsins, og Helgi Hróðmarsson starfsmaður Samvinnunefndar Þroskahjálpar og Öryrkjabandalags. I tilefni af komu Bengts héldu ofangreind samtök ráðstefnu um meginreglur Sameinuðu þjóðanna þriðjudaginn 9. desember sl. á Hótel Sögu þar sem Bengt Lindqvist var aðalfyrirlesari. Bengt fjallaði um reglur Sameinuðu þjóðanna í mál- efnum fatlaðra; bakgrunn, hug- myndafræði og framkvæmd. Eftir hádegi sama dag var framlag íslend- inga. Margrét Margeirsdóttir, deildarstjóri málefna fatlaðra í félags- málaráðuneytinu, fjallaði um hvað íslensk stjórnvöld hafa gert til að uppfylla reglurnar; Ragnar Aðal- steinsson, hrl. fjallaði um reglurnar og mannréttindi og Helgi Hjörvar, formaður Blindrafélagsins fjallaði um reglurnar og hagsmunasamtök fatlaðra. Ráðstefnustjóri var Ásta B. Þorsteinsdóttir. Þá störfuðu einnig á ráðstefnunni eftirtaldir vinnuhópar: Frá heimsókninni á Bessastöðum. 32

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.