Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Qupperneq 48

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Qupperneq 48
Klúbburinn Geysir egar við vorum í heimsókn hjá Geðhjálp í fyrra, s.s. frá var greint hér í Fréttabréfinu, þá upplýsti fram- kvæmdastjórinn, Ingólfur H. Ingólfs- son, okkur um merkilegt fyrirbæri, upprunnið í Bandaríkjunum fyrir um 50 árum - nefnist það Fountain House og hefur breiðzt bærilega út um heim- inn. Ingólfur kvað þá ætlunina að festa þetta fyrirbæri í sessi hérlendis og að því unnið í fullri alvöru. Hingað barst svo á góu kynningar- blað kynngimagnað: Til þín frá okkur í Klúbbnum Geysi, undirritað af tólf einstaklingum á forsíðu þ.e. sjálfri postulatölunni. Fremst skrifar Guðmundur Pétur Jónsson reynslusögu sína, lýsir á glöggan og næman hátt basli sínu og baksi við að fá vinnu og þá ekki síður að halda vinnu. Hann hefur verið veikur í 15 ár, reyndi stöðugt í 5 ár að útvega sér vinnu, gafst síðan upp. Guðmundur Pétur segir orðrétt: “Sannleikur um örorku / andlegan sjúkdóm fælir flestalla atvinnurek- endur frá ráðningu einstaklings, skiljanlega vegna hugsanlegrar langr- ar fjarveru frá vinnumarkaði og nægu framboði umsækjenda. Hin eina leið fyrir öryrkja er að þegja yfir sínum sjúkdómi.” Hann bindur miklar vonir við Klúbbinn Geysi og segir svo: “ Allir þurfa á uppbyggingu og trausti að halda, eigi þeir að fá að sanna sig. En til þess þurfa menn tækifæri.” Þá er rifjuð upp í stuttu máli saga þessara klúbba, upphafið það að fyrir nær 50 árum tóku sjúklingar sem ver- ið höfðu á geðdeild í New York sig saman um að hjálpa hverjir öðrum að finna vinnu og húsnæði - verða virkir þátttakendur í samfélaginu. ✓ Idag eru 340 klúbbar starfandi í 22 löndum. Áhugahópur hér stofnað- ur í janúar sl. og hittist vikulega í hús- næði Geðhjálpar. Grundvallarhug- myndin er að brúa bilið milli stofnun- ar og samfélags, skrefið út í samfélag- ið er mörgum óyfirstíganlegt. I klúbbnum er rekin vinnumiðlun, þar er haft samband við vinnuveit- endur, ráðningarsamningur gerður, María Skagan rithöfundur: SNILLIN GURINN Einu sinni var snillingur og það var hann vegna þess, að hann var ástfanginn af fegurðinni. Spekingur var hann einnig, því að hann skildi manneskjurnar. En svo bágt sem það var, þá skildi hann enginn. Orðin voru fyrir löngu svo gatslitin af of- notkun, að fæstir tóku mark á þeim lengur. Snilling- urinn andvarpaði, því flosgrænar skýhörpur undu logastrengi yfir sæn- um um sólarlagsbil, og veröldin var töfrandi eins og prinsessa, sem fól alla sína fjársjóði í ástvinarhjarta. En til hvers var að segja fólki, sem trúði, að ævintýrin væru bara sjónvarpsaug- lýsingar um bingó ellegar sólarlanda- ferðir, eða kanske æsimynd í bíó. Já, til hvers var þessi svokallaða snilligáfa, þegar enginn lagði að orð- um manns eyra? Uti á öskuhaugum lá gamall og fúinn kassi, sem einhver hafði fleygt. Svo forljótur var hann, að gamli mað- urinn, sem að jafnaði hirti allt fémætt af haugunum, lét hann eiga sig án þess að hafa fyrir að gá, hvað í honum væri. Einu sinni, þegar snillingurinn var á gangi þarna niður við sjóinn, rak hann augun í kassann, og hvernig sem á því stóð, tók hann þetta rifrildi og bar heim á leið. Á götunni mætti hann lítilli stúlku, sem var að gráta. Stóru krakkarnir höfðu skemmt brúðuna hennar, hana Rósu. Þau höfðu plokk- að úr henni augun, svo að nú var hún orðin blind. Vesalingurinn gat ekki lengur séð blóm eða fugl, ekki fólk á gangi og sólina, sem skein í heiði. Litla stúlkan var óhuggandi, og tár hennar féllu á kassann og þvoðu hann hreinan. I rauninni var snillingurinn í vandræðum með barnið, og því var það, að þau settust á bekk niður við Tjörnina, þar sem hann fór að reyna að opna kassann, en tókst ekki, hvaða brögðum sem hann beitti. - Má ég reyna, heyrðist allt í einu sagt að baki þeim, og þegar þau litu við sat þar drengur í hjólastól með stóra lyklakippu um hálsinn. Fyrr en varði flaug lokið af kassanum - og innan í honum lá reyndar rykfallið hljóðfæri. Það var fagurlega skorin flauta úr ljósum viði. Snillingurinn bar hana að vörum sér og hóf að leika, því í æsku hafði hann numið hljóð- færaleik hjá frægum meistara. Tón- arnir gáfu brúðunni Rósu sýn án augna, og litla drengnum færðu þeir fögnuð þess að hlaupa og finna vind- inn í fangi, þar sem hann sat hreyfing- arlaus með lamaða fætur. Fyrr en varði flykktist að fólk, sem gat ekki að sér gert að hlusta. - Þessi maður leikur ekki bara á hljóðfæri, sagði fögur kona og þurrk- aði sér um augun. - Hann “improviserar” hjartaslög allífsins, sagði listamaður með marg- litar hendur. Jafnvel unga fólkið varð frá sér numið. Það gleymdi aðjapla á tyggj- óinu sínu og draga upp “glymskratt- ana” varð þögult og fallegt, því þetta var eins og að vakna í draumi. annig gerðist það, að fólk fann sinn snilling á bekk niður við Tjörn, þar sem hann lék fyrir tvö lítil börn á flautu. Og hann hélt áfram að leika allt til kvölds - leika svo jafnvel fuglarnir hlustuðu og kaupmaðurinn neyddist til að loka Glæsikauphöll- inni, því þangað kom enginn þann dag. Upp frá þessu hlýddi fólk á það, sem snillingurinn hafði að segja, því hann hafði fundið orðum sínum hljóm. María Skagan María Skagan 48

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.