Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Blaðsíða 53

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Blaðsíða 53
Fáránleg heimsmet Hann Gísli Helgason segir að á veraldarvefnum sé að finna ótrúlegustu hluti s.s. vefsíðu með fá- ránlegustu heimsmetum sem sett hafa verið án þess að menn ætluðu sér það. Sendi hann blaðinu eitt slíkra dæma svohljóðandi: Fjórir náungar ákváðu að fara á jeppa og dorga í gegnum ís á vatni einu í grenndinni. Þeir tóku með sér byssur til öryggis og einn hafði veiðihundinn sinn með sér og svo voru þeir auðvitað með alls kyns hafurtask í bílnum. Þegar þeir voru búnir að vera dá- góða stund úti á ísilögðu vatninu voru þeir orðnir leiðir á að höggva vakir í ísinn og ákváðu að auðvelda sér leikinn og sprengja með dýnamiti. Einn sótti dýnamittúbu í jeppann og kastaði henni eins langt og hann gat. Um leið tók veiðihundurinn á rás og náði í túpuna. Mennirnir sáu sér til skelfingar hvar hundurinn kom hlaup- andi með túpuna í kjaftinum og stefndi hann beint á jeppann. Þeir stukku allir upp í jeppann og gripu til byssanna og miðuðu þeim á hundinn og ætluðu að skjóta hann. Þegar hundurinn sá hvað til stóð, herti hann sprettinn og faldi sig undir jeppanum. Ekki hefur síðan spurst til mannanna, hundsins eða jeppans. Og hæfir hér amen eftir efninu. Frá Umsjónar- félagi einhverfra Hún Astrós Sverrisdóttir fyrrver- andi formaður Umsjónarfélags einhverfra sendi hingað hlýjar kveðjur á vörmum vordögum og urn leið greindi hún frá nýrri stjórn félagsins sem kjörin var á aðalfundi félagsins 30. maí sl. Hana skipa: Formaður Eiríkur Þorláksson, gjaldkeri Sigrún Birgisdóttir, ritari Rakel Garðarsdóttir og meðstjórnendur þau Kristín Asta Halldórsdóttir og Þröstur Sverrisson. I varastjórn eru Sabine Marth og Helga Björg Jónasardóttir. Aðsetur félagsins er að Tryggvagötu 26 eins og hér hefur áður komið fram. Nýrri stjórn er alls velfarnaðar árnað. H.S. Gigtarfélagsmenn ráða ráðum síniim. Frá Gigtarfélagi , íslands Amildum maídögum liðins vors kom mæt skýrsla hingað á borð frá Gigtarfélaginu, ársskýrsla félagsins fyrir árið 1999. Þar kennir margra mætra fróðleiksmola, sem full ástæða er til að fyrir fleiri sjónir fái komið en félaganna einna og verður þó hér aðeins á stærstu molunum stiklað. Félögum fjölgaði um rúm 9% á árinu og nú eru félagar 4105, enda annað stærsta aðildarfélag ÖBÍ. Deildir eru í þrem landshlutum; Norðurlandi eystra, Austurlandi og Suðurlandi. Sagt er frá nýjum áhugahóp er stofnaður var á árinu, Sjögren hópurinn svokallaður og í gangi er undirbúningur að stofnun áhugahóps um barnagigt. Samkvæmt sérstökum samningi við Samvinnuferðir Landsýn nýttu þau ferðatilboð nokkuð á þriðja hundrað félaga. Sagt er frá styrkjum úr Þor- bjargarsjóði, en tilgangurinn að styrkja ungt fólk til menntunar. A rannsóknar- stofu í gigtarsjúkdómum eru stærstu verkefnin varðandi rauða úlfa og iktsýki. Grein er gjörð fyrir aðild að erlendu samstarfi s.s. að Norræna gigtarráðinu sem varð 10 ára á síðasta ári. Málþing urn gigtarsjúkdóma var haldið á alþjóðagigtardeginum 12. október og tókst afar vel. Getið er afar góðra gjafa sem félaginu hafa borist og þakkaðar eru hlýjum huga. í öðru lagi er svo fróðleikur um gigtarmiðstöðina en gigtlækninga- stöðin hefur verið starfrækt í 15 ár. I sjúkraþjálfun á stöðinni voru ríflega 12.000 meðferðir á árinu en í iðjuþjálfun 4450 svo umfangið er gífurlega mikið. Stefnt er að því að iðjuþjálfar verði á Akureyri mánaðarlega í ár og í undir- búningi að þjónustan verði veitt í öðrum landshlutum. Gigtarlína G.í. - símaráðgjöf fyrir gigtarsjúka tók til starfa í september 1999 og fyrir áramót höfðu 200 manns samband við línuna, en þar situr teymi fag- fólks fyrir svörum. Greint er frá afliendingu gullmerkja félagsins en frá því sagt hér áður. Að lokuni er sagt frá 10 fræðslufundum og 11 námskeiðum, flest um vefja- gigt, en einnig um slitgigt, sjálfshjálp og slökun. Svo er frá því greint að tíma- ritið Gigtin hafi komið út tvisvar á árinu. Þekkur fróðleikur er þakkaður framkvæmdastjóranum, Emil Thóroddsen og ljóst að félagið er vel vakandi og virkt í málefnum gigtsjúkra , það er ekki bara fjallað um hlutina, það er fram- kvæmt. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.