Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1978, Page 5

Íþróttablaðið - 01.05.1978, Page 5
i Maöinu Ferðalög — útilíf: Nú er framundan sá árstími sem flestir Islendingar nota til útilífs og feröalaga. Hluti íþróttablaðsins er helgaður þessum þáttum og er þar m.a. fjallað um þjónustu við ferðamenn á nokkrum stöðum, kynntir skemmtilegir útivistarstaðir og fjallað um náttúru- vernd og umgengni ferðamanna, að því ógleymdu að brugðið er upp svipmynd af þeirri íþróttagrein sem á stöðugt vaxandi vinsældum að fagna hérlendis — laxveiðinni. Islandsmótið: íslandsmótið í knattspyrnu er umfangsmesta íþrótta- mót sem haldið er hérlendis árlega. l’þróttablaðið fjallar um mótið að þessu sinni og þá einkum stöðu og möguleika liðanna sem leika í fyrstu deild, og segja þar þrír kunnir knattspyrnukappar: Guðmundur Þor- björnsson, Diðrik Ólafsson og Friðfinnur Finnboga- son þar álit sitt. Atvinnumennska: Er mögulegt að koma á atvinnuknattspyrnu hérlend- is? Þessi spurning er reyndar ekki ný, en mönnum verður það æ Ijósara að sundur dregur með okkur og öðrum. — íslendingar eru að verða síðustu sönnu áhugamennirnir í knattspyrnuíþróttinni. Fjallað er um mál þetta í blaðinu, m.a. með viðtali við Matthías Hallgrímsson sem lék um tíma með atvinnumannaliði í Svíþjóð, með viðtali við Þorstein Friðþjófsson, þjálf- ara og Pétur Sveinbjarnarson, sem er formaður knattspyrnudeildar Vals. ingi Björn: Hinn kunni knattspyrnumaður Ingi Björn Albertsson ritar grein um menn og málefni knattspyrnuíþróttar- innar í blaðinu og kemur það víða við. Fjallar hann m.a. um 1. deildar keppnina í sumar, um íslenzka áhorfendur og drengjaknattspyrnuna. Friðrik Þór: Friðrik Þór Óskarsson hefur um árabil verið fremstur íslendinga í langstökki og þrístökki og segir hann í viðtali við blaðið að í sumar stefni hann að því að ná langstökksmetinu, sem nú er í eigu Vilhjálms Einars- sonar. Einnig fjallar Friðrik í viðtalinu um aðstöðu og þjálfun frjálsíþróttamanna. HM í Argentínu: Að Olympíuleikunum undanskildum er heimsmeist- arakeppnin í knattspyrnu mesta íþróttahátíð sem haldin er. Nú er úrslitakeppnin að hefjast í Argentínu og þangað mun athygli knattspyrnuunnenda beinast næstu vikurnar. Það er því við hæfi að [þróttablaðið fjalli um þetta mikla knattspyrnumót, kynni það sem áður hefur gerst á þessum vettvangi, og fjalli um nokkra þá sem álitið er aö verði stjörnur keppninnar að þessu sinni. Enska knattspyrnan: Enska knattspyrnan á jafnan miklum vinsældum að fagna hérlendis. Þar hafa nú knattspyrnumennirnir haldið í sumarleyfi, en íþróttablaðið fjallar um þau tvö lið er unnu mestu sigrana í ensku knattspyrnunni á nýafstöðnu keppnistímabili. Notthingham Forest er sigraði í deildarkeppninni og deildarbikarkeppninni og Ipswich Town er varð enskur bikarmeistari.

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.