Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1978, Side 11

Íþróttablaðið - 01.05.1978, Side 11
Útilíf — ferðalög 49 staðir friðlýstir Á síðasta áratug hefur vaknað bæði skilningur og áhugi hér- lendis á gildi og nauðsyn nátt- úruverndar. I langan aldur um- gengust íslendingar land sitt af lítilli nærfærni og létu það af- skiptalítið eða afskiptalaust þótt útlendingar færu sínu fram og umgengni þeirra væri stundum miður góð. Máltækið: „Lengi tekur sjórinn við“, var haft að leiðarljósi, og ekki fárast yfir því þótt viðkvæmum gróðri væri spillt með ágangi, þótt sorpi og rusli væri kastað þar sem ferða- maðurinn vildi það við hafa, og þótt fallegum stöðum og sér- kennilegum væri raskað. Þeir sem komnir eru um eða yfir miðjan aldur muna það sennilega, að þegar þeir voru að ferðast á sínum yngri árum, þótti sjálfsagt að slá tjöldum þar sem fallegan blett var að finna, og jjað þótti ekkert tiltökumál þótt menn skildu ýmislegt rusl eftir á tjaldstað, eða urðuðu það aðeins lauslega. Þáttaskil í náttúruverndarmálum hérlendis verða raunar ekki fyrr en rtý lög voru sett um náttúruvernd árið 1971. Áróður fyrir betri umgengni var þó reyndar hafinn alllöngu áður, en um skipulegar náttúruverndaraðgerðir var tæpast að ræða. Síðan farið var að vinna ákveðið að þessum málum hefur margt áunnist. Nú hafa 49 staðir á ís- landi verið friðlýstir og náttúruvernd- arráð mun hafa áhuga á að bæta veru- lega við þá tölu á næstunni - enda mun tæpast af veita. Jafnframt hefur svo verið gert verulegt átak í að bæta al- menna umgengni um landið, og ekki sízt á þeim stöðum sem hvað fjölsótt- astir eru. Mörgu er vitanlega ábótavant ennþá, enda þurfti nánast hugarfars- breytingu í þessum efnum. En sá áróð- ur sem hafður hefur verið í frammi hefur tvímælalaust skilað sér. Nú finnst fólki næstum því eins skammarlegt að skilja eftir rusl á áfangastöðum sínum og það þótti sjálfsagt áður. íslenzk náttúra er á margan hátt sér- stæð og hér er enn margt að finna og 11

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.