Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1978, Page 13

Íþróttablaðið - 01.05.1978, Page 13
Útilíf — ferðalög skoða sem önnur lönd bjóða ekki upp á. Margir íslendingar sem jafnvel fara til sólarlanda á hverju ári þekkja landið sitt í raun og veru afskaplega lítið. All- margir þeystu þó hringveginn þegar hann var opnaður og nutu þess sem var að sjá út um bílgluggana á þeirri ferð, en hinir sem farið hafa um landið vítt og breitt — skoðað óbyggðirnar og farið á afskekkta staði sem fyrirhöfn kostar að komast á, eru á hinn bóginn ótrúlega fáir. Hvernig stendur á ásókn íslendinga í sólarlandaferðir, á sama tíma og ferða- lög innanlands aukast ekki að mun? Helzta ástæða þess er augljós. Veðurfar hérlendis er þannig að fólk bókstaflega þyrstir í betra veður og sól. Einnig kemur fleira til. Fólki finnst það ekki neitt ævintýralegt að ferðast um eigið land, það er viss spenningur sem fylgir því að fara til framandi landa, jafnvel þótt viðkomandi fari lítt út af bað- strandarsvæðinu. Á sama tíma og fjöldi íslendinga sem ferðast til útlanda fer vaxandi, fjölgar erlendum ferðamönnum hérlendis að mun. Árið 1950 voru erlendir ferða- menn hérlendis um 3% af fjölda lands- manna. Áratug síðar, 1960 var hlutfall- ið komið upp í 7%, og árið 1977 var það komið upp í hvorki meira né minna en 36%. (Samtals 72.690). Og það sem merkilegast er, miklar líkur eru á því að þorri þeirra er ferðast hér um hálendið ár hvert séu útlendingar. Nýlega sendi félagsskapur þeirra manna er annast skálavörzlu og land- gæzlu á vegum Ferðafélags íslands og Náttúruverndarráðs frá sér mjög svo athyglisverða greinargerð, um gæzlu lands og ferðamál. Telja þeir nauðsyn- legt að auka verulega gæzlu lands bæði með því að fjölga gæsluliði á fjölsóttum stöðum og eins með því að færa gæslu- svæðin út. Þá telja þeir að dreifa þurfi ferðamönnum um landið, miklu meira en nú er gert, og álíta að unnt sé að beina hluta ferðamannastraumsins á ný og lítt notuð útivistarsvæði. Þeir telja einnig að sæluhús eigi ekki að reisa í viðkvæmum gróðurvinjum á hálend- inu, heldur fremur einhvers staðar ekki allfjarri þeim, og ennfremur álíta þeir nauðsynlegt að auka verulega upplýs- ingar til ferðamanna, og gera fólki ljóst hvað það má gera og hvað það eigi að gera. Svo sem áður er að vikið hafa nú 49 staðir á landinu verið friðlýstir og skiptast þeir þannig: Reykjanes; — Reykjavík: Fólkvangur: Bláfjallasvæðið Reykjanesfólkvangur. Friðlönd: Eldey, Ástjörn við Hafnar- fjörð, Grótta á Seltjarnarnesi. Náttúruvætti: Eldborg. VESTURLAND: Friðlönd: Húsafellsskógur í Borgar- firði, Búðarhraun á Snæfellsnesi, Mel- rakkaey á Breiðafirði. Náttúruvætti: Steðji i Hvalfirði, Grábrókargígir í Borgarfirði, Eldborg á Mýrum. Vestfirðir: Friðlönd: Flatey á Breiðafirði, Hrísey á Breiðafirði, Vatnsfjörður á Barða- strönd, Homstrandir. Náttúruvætti: Surtarbrandsgil á Barðaströnd. NORÐURLAND VESTRA: Fólkvangur: Hrútey í Blöndu. Friðlönd: Miklavatn í Skagafirði. Náttúruvætti: Kattarauga í Húna- vatnssýslu. NORÐURLAND EYSTRA: Þjóðgarður: Jökulsárgljúfur Friðlönd: Friðland Svarfdæla í Svarfaðardal, Vestmannsvatn í Þing- eyjarsýslu. Náttúruvætti: Skútustaðargígar. AUSTURLAND: Fólkvangar: Álftaborg, Fólkvangur Neskaupsstaðar og Hólmanes. Náttúruvætti: Helgustaðanáma við Reyðarfjörð, Teigahorn og Díma í Lóni. SUÐURLAND: Þjóðgarðar: Skaftafell í Öræfum og Þingvellir. Friðlönd: Salthöfði í Skaftafellssýslu, Ingólfshöfði, Dyrhólaey, Surtsey. Náttúruvætti: Háalda í Skaftafells- sýslu, Álftaversgígar, Geysis-svæðið. ÓBYGGÐIR: Friðlönd: Herðubreiðarsvæðið, Hvannarlindir, Kringilsárrani, Lónsör- æfi, Esjufjöll í Vatnajökli. Náttúruvætti: Hveravellir, Lakagíg- ar, Askja. Auk áðurnefndra staða er svo Mý- vatns- og Laxársvæðið í Þingeyjarsýslu friðlýst, og tekur það yfir mjög víðáttu- mikið svæði allt inn á Mývatnsöræfin. Benzín- og olíustöð ESSO OLÍS SHELL við Aðalgötu, Stykkishólmi Sími 93-8254 93-8286 Alhliða ferðamannaverzlun SALA Á BENZÍNI OG OLÍUM ALLS KONAR FERÐAVÖRUR ÖL, SÆLGÆTI, ÍS, HEITAR PYLSUR OG FL. FERÐAMENN! VERIÐ VELKOMIN 13

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.