Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1978, Side 22

Íþróttablaðið - 01.05.1978, Side 22
íslandsmótið 1978 Margir kallaðir en einn verður útvalinn ^uvmTt íslandsmótið í knattspyrnu — um- fangsmesta og fjölmennasta íþróttamót sem haldið er árlega hérlendis er nú komið á fulla ferð. Næstu þrjá mánuði mun fara fram mikil og sennilega spennandi keppni á mörgum vígstöðv- um um þá íslandsmeistaratitla sem í boði eru í hinum ýmsu deildum og aldursflokkum. Ungir og gamlir taka þátt í þeirri baráttu, bæði innan vallar og utan vallar, og sjálfsagt verður mis- munandi verðlaunafengur hjá hinum ýmsu félögum og íþróttabandalögum, sem taka þátt í keppninni. Stundir gleði og sorgar munu renna upp. Óvænt úr- slit munu setja svip sinn á keppnina, — annað fer eftir bókinni, eins og það er kallað á íþróttamáli. Krydd knattspyrnuvertíðarinnar, eins og alltaf áður verða svo þeir fimm knattspyrnulandsleikir sem íslendingar munu leika í sumar, en þá loks er fé- lagarígurinn og félagametnaðurinn upphafinn, og öll þjóðin stendur með leikmönnunum, sama úr hvaða liði eða félagi þeir koma. íslandsmótið í knattspymu á sér orðið tæplega sjötíu ára sögu. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan frum- herjar knattspyrnunnar hérlendis háðu leiki sína, gjaman klæddir í hnébuxur og hvítar skyrtur með bindi, að ógleymdum derhúfunum, sem þóttu ómissandi, og sennilega á sú knatt- spyrna sem nú er leikin á íþróttavöll- unum fátt skylt við þessa knattspyrnu, nema nafnið. Annars er það svo, að þeir sem voru þátttakendur í baráttu fyrri ára, en hafa nú lagt skóna á hilluna, eru flestir sammála um að knattspyrnan hafi verið miklu betri, þegar þeir voru og hétu — þeir yngri segja hins vegar að fjarlægðin geri fjöllin blá, og mennina mikla.“ Eins og ævinlega mun mest athygli beinast í sumar að keppni þeirra beztu. Að 1. deildar keppninni, en þar eigast nú við tíu lið sem keppa um meistara- titilinn og hinn virðulega bikar sem honum fylgir. Handhafar titils og bik- ars eru nú Akurnesingar, sem hafa allt frá því að þeir komu fyrst fram á sjón- arsviðið í fslandsmótinu sett mjög svo mikinn svip á það. Önnur lið sem leika í 1. deildinni eru Reykjavíkurfélögin Fram, Valur, Víkingur og Þróttur, og síðan Keflvíkingar, FH-ingar, Vest- mannaeyingar og KA frá Akureyri sem leikur nú í fyrsta sinn í 1. deild í fimm- tíu ára sögu félagsins. Öll hafa liðin sem leika nú í 1. deild, að einu undanskyldu — Valsmönnum, orðið að þola það á ferli sínum að leika einhvem tímann í 2. deild. í fyrra féll það lið niður í 2. deild sem lengst hafði þraukað, þegar Vals- mönnum er sleppt, þ.e. KR-ingar, en Þróttarar eru það lið sem oftast hefur farið milli deilda, síðan deildaskipting- in var tekin upp. En hvaða lið verður íslandsmeistari í ár? Hvaða lið falla? Hvemig fer barátt- an? Þessar spurningar brenna á vörum knattspymuaðdáenda um allt land, eins og jafnan áður í upphafi keppnis- tímabils. Og þeim verður ekki svarað fyrr en í haust. Vera má þó, að líkumar taki að skýrast löngu áður en mótinu lýkur, — það er ekki óvanalegt að á- kveðin lið taka snemma móts hlutverk forystusauðsins og halda því mótið út. Þó virðast flestir knattspymuaðdáend- 22

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.