Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1978, Qupperneq 22

Íþróttablaðið - 01.05.1978, Qupperneq 22
íslandsmótið 1978 Margir kallaðir en einn verður útvalinn ^uvmTt íslandsmótið í knattspyrnu — um- fangsmesta og fjölmennasta íþróttamót sem haldið er árlega hérlendis er nú komið á fulla ferð. Næstu þrjá mánuði mun fara fram mikil og sennilega spennandi keppni á mörgum vígstöðv- um um þá íslandsmeistaratitla sem í boði eru í hinum ýmsu deildum og aldursflokkum. Ungir og gamlir taka þátt í þeirri baráttu, bæði innan vallar og utan vallar, og sjálfsagt verður mis- munandi verðlaunafengur hjá hinum ýmsu félögum og íþróttabandalögum, sem taka þátt í keppninni. Stundir gleði og sorgar munu renna upp. Óvænt úr- slit munu setja svip sinn á keppnina, — annað fer eftir bókinni, eins og það er kallað á íþróttamáli. Krydd knattspyrnuvertíðarinnar, eins og alltaf áður verða svo þeir fimm knattspyrnulandsleikir sem íslendingar munu leika í sumar, en þá loks er fé- lagarígurinn og félagametnaðurinn upphafinn, og öll þjóðin stendur með leikmönnunum, sama úr hvaða liði eða félagi þeir koma. íslandsmótið í knattspymu á sér orðið tæplega sjötíu ára sögu. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan frum- herjar knattspyrnunnar hérlendis háðu leiki sína, gjaman klæddir í hnébuxur og hvítar skyrtur með bindi, að ógleymdum derhúfunum, sem þóttu ómissandi, og sennilega á sú knatt- spyrna sem nú er leikin á íþróttavöll- unum fátt skylt við þessa knattspyrnu, nema nafnið. Annars er það svo, að þeir sem voru þátttakendur í baráttu fyrri ára, en hafa nú lagt skóna á hilluna, eru flestir sammála um að knattspyrnan hafi verið miklu betri, þegar þeir voru og hétu — þeir yngri segja hins vegar að fjarlægðin geri fjöllin blá, og mennina mikla.“ Eins og ævinlega mun mest athygli beinast í sumar að keppni þeirra beztu. Að 1. deildar keppninni, en þar eigast nú við tíu lið sem keppa um meistara- titilinn og hinn virðulega bikar sem honum fylgir. Handhafar titils og bik- ars eru nú Akurnesingar, sem hafa allt frá því að þeir komu fyrst fram á sjón- arsviðið í fslandsmótinu sett mjög svo mikinn svip á það. Önnur lið sem leika í 1. deildinni eru Reykjavíkurfélögin Fram, Valur, Víkingur og Þróttur, og síðan Keflvíkingar, FH-ingar, Vest- mannaeyingar og KA frá Akureyri sem leikur nú í fyrsta sinn í 1. deild í fimm- tíu ára sögu félagsins. Öll hafa liðin sem leika nú í 1. deild, að einu undanskyldu — Valsmönnum, orðið að þola það á ferli sínum að leika einhvem tímann í 2. deild. í fyrra féll það lið niður í 2. deild sem lengst hafði þraukað, þegar Vals- mönnum er sleppt, þ.e. KR-ingar, en Þróttarar eru það lið sem oftast hefur farið milli deilda, síðan deildaskipting- in var tekin upp. En hvaða lið verður íslandsmeistari í ár? Hvaða lið falla? Hvemig fer barátt- an? Þessar spurningar brenna á vörum knattspymuaðdáenda um allt land, eins og jafnan áður í upphafi keppnis- tímabils. Og þeim verður ekki svarað fyrr en í haust. Vera má þó, að líkumar taki að skýrast löngu áður en mótinu lýkur, — það er ekki óvanalegt að á- kveðin lið taka snemma móts hlutverk forystusauðsins og halda því mótið út. Þó virðast flestir knattspymuaðdáend- 22
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.