Íþróttablaðið - 01.05.1978, Síða 23
ur sammála um það núna, að mótið
kunni að verða tvísýnna en oft áður —
að það verði jafnvel ekki fyrr en í síð-
ustu leikjum þess sem úrslitin verða
ráðin.
íþróttablaðið fjallar nú til gamans
um hvert og eitt lið sem leikur í 1.
deildinni og hugleiðir möguleika
þeirra.
Akranes
Sami maður þjálfar nú Akranesliðið
og tvö undanfarin ár, Englendingurinn
George Kirby. Er þetta raunar fjórða
árið sem Kirby þjálfar Skagamenn, og
ætlar sér örugglega að leika sama leik
og jafnan áður — að skila þeim af sér að
hausti sem íslandsmeisturum. Gamalt
máltæki segir að allt sé þegar þrennt sé,
og örugglega verður róðurinn erfiður
fyrir Akurnesinga í ár. Það er fremur
sjaldgæft að liði, bæði hérlendis sem og
ytra, takist að halda meistaratitli mörg
ár í röð.
Akranesliðið hefur þó alla burði til
þess að ná langt í sumar. Það er að
mestu skipað sömu mönnum og léku
Guðmundur í landsleik í fyrra.
Tvísýnt íslandsmót
— sagöi Guðmundur Þorbjörnsson
Ég á von á því að mótið verði tví-
sýnna nú en oftast áður, sagði hinn
marksækni miðherji Valsliðsins,
Guðmundur Þorbjörnsson, í viðtali
við fþróttablaðið. — Ég á t.d. alls
ekki von á því að eitt eða tvö lið skeri
sig fljótlega úr og nái afgerandi for-
ystu í mótinu, eins og verið hefur
undanfarin ár, heldur er líklegt að
flestir leikir mótsins verði miklir
baráttuleikir og úrslitin stundum á
annan veg, en menn hafa ef til vill átt
von á fyrirfram. Þannig eru nú topp-
liðin í deildinni aiis ekki viss um sigur
í leikjum við hin neðri, og báðir ný-
Iiðamir: Þróttur og KA verða örugg-
lega erfiðir viðfangs — fyrsti leikur
Þróttaranna, er þeir tóku stig af fs-
landsmeisturum Akraness staðfestir
þetta.
Guðmundur sagði að mikill áhugi
væri ríkjandi meðal Valsmanna. —
Við vorum búnir að ná okkur mjög
vel á strik í vor, en urðum þá fyrir
óhöppum, er tveir af fastamönnunum
í liðinu meiddust, þeir Magnús Bergs
og Hálfdan Örlygsson. Við þetta
kom smáafturkippur, en ég held, að
nú séum við komnir á skriðinn aftur.
Við eigum í raun og veru nógan
mannskap, sérstaklega varnarmenn.
Valsmenn hafa nú ungverskan
þjálfara og var Guðmundur að því
spurður, hvort miklar breytingar
hefðu orðið á þjálfun liðsins er hann
tók við því.
— Það hefur ekki orðið nein
meginbreyting, sagði Guðmundur. —
Ungverjinn og Yuri, sem við höfum
haft undanfarin tvö ár, virðast leggja
sömu atriði til grundvallar við þjálf-
unina, en því er ekki að neita, að
Ungverjinn nálgast markmiðin eftir
nokkrum öðrum leiðum en dr. Yuri
gerði. Ég er mjög ánægður með hann
sem þjálfara — hann gengur beint til
verks og afskaplega lítill tími fer til
spillis við æfingarnar.
Þegar leitað var álits Guðmundar
á því hvaða lið myndu berjast um fs-
landsmeistaratitilinn í sumar vitnaði
hann til þess sem fram kom í upphafi,
að baráttan yrði tvísýn. — Ætli það
verði ekki Valur, Akranes og Vík-
ingur, sagði hann, — en fleiri lið, t.d.
Vestmannaeyjar og Fram eiga einnig
góða möguleika á að blanda sér
verulega í baráttuna.
23