Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1978, Side 31

Íþróttablaðið - 01.05.1978, Side 31
Aðeins tímaspursmál hve lengi við getum keppt við aðra á jafnréttis- grundvelli Er möguleiki á atvinnu- knattspyrnu hérlendis? „Annars er það að mínum dómi mál málanna í íþróttunum hérna, að byrja einhverskonar atvinnumennsku. Það er tómt mál að tala um að ætla að keppa í íþróttum við aðrar þjóðir nema við get- um búið við svipaðar aðstæður og þær. Ef ekki verður eitthvað gert í þeim mál- um verðum við orðnir áhorfendur aðeins eftir nokkur ár. Og þjóðarrembingurinn er svo mikill hér að það viljum við ekki. Æfingaálagið á okkar bestu íþrótta- mönnum er orðið slíkt að það er ekki hægt að ætlast til að nokkur standi undir því til lengdar. Nú þegar erum við farin að missa leikmenn í knattspyrnu og handknattleik út, jafnvel í þriðjudeild- arlið í Danmörku. Það þarf enginn að segja mér að slík félög hafi meiri tekju- möguleika en okkar bestu félagslið.“ Þannig komst Hermann Gunnarsson, fréttamaður útvarpsins, að orði í blaða- viðtali fyrir skömmu. Hermann er þarna að ræða mál sem mönnum í íslensku íþróttahreyfingunni hefur orðið á síð- ustu árum æ meira áhyggjuefni, — að aðstöðumunur okkar bestu íþrótta- manna og erlendra sé orðinn svo geig- vænlegur, að það sé, eins og Hermann sagði, aðeins tímaspursmál hvenær við hættum að geta keppt við önnur lönd á jafnréttisgrundvelli. En er atvinnumennska í knattspyrnu á íslandi í dag raunhæfur möguleiki? Þýðir nokkuð að gera sér vonir um að hún eigi eftir að verða að veruleika? íþróttablaðið fór á stúfana og ræddi við nokkra aðila til að kynna sér málið, meðal annars Matthías Hallgrímsson, sem þekkir til aðstæðna 2. deildar fé- 31

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.