Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1978, Side 36

Íþróttablaðið - 01.05.1978, Side 36
úr áramótum, og keppnistímabilinu lýkur í september. Hálf milljón eða svo, væri því ekki nema lágmarkslaun til ís- lenskra knattspyrnumanna fyrir leik- tímabilið. Ef reiknað er með sextán leikmönnum, gera það átta milljónir auka í reksturskostnað, og ljóst er að eins og málum er háttað í dag ræður engin knattspyrnudeild við það. En hvað þarf til? „Til að hér komi svokölluð „semi-at- vinnumennska“ verður margt að breytast“, sagði Pétur. „Til að byrja með verður áhorfendum að fjölga. Og þeim fjölgar ekki nema aðstaða við vellina verði bætt. Eldra fólk, og jafnvel einnig það yngra, veigrar sér við að standa uppá endann í tvo tíma, þegar allra veðra er von, við að horfa á knattspyrnuleiki.“ „Fjármögnun yrði einnig að verða með nokkuð öðrum hætti en nú er. Þetta þyrfti sennilega að verða þannig að hvert félag hafði nokkur stór fyrir- tæki, sem fjármögnuðu þau að miklu leyti. Hitt er svo annað að það eru ekki mörg fyrirtæki á íslandi sem hafa þá stærð sem til þarf. Ég er hinsvegar viss um að fæst fyrirtæki gera sér grein fyrir að þau geta fengið mjög góða auglýs- ingu út úr slíku. Þeim finnst sjálfsagt að núna gefi þetta lítið í aðra hönd, en erlendis eru gerðir um þetta flóknir samningar, og þar fá fyrirtækin mikla og góða auglýsingu“, sagði Pétur. Áhorfendafjöldi að leikjum fyrstu- deildar hefur farið heldur minnkandi síðastliðin þrjú ár. Sjálfsagt er ekki til nein einhlít skýring á því hvað veldur, en ef tillit er tekið til þess að á þessum þremur árum hefur landsliðið staðið sig frábærlega vel, og knattspyrnan yfir- höfuð batnað, er fækkun áhorfenda dálítið undarleg. Sú skýring sem lang- flestir hafa á takteinum er að fjölgun liðanna í fyrstu og annarri deild hafi orðið þess valdandi að þótt áhorfend- um hafi í heild ekki fækkað, hafi með- altalið á leik lækkað því sem fjölgun- inni nemur. Þeir hinir sömu eru því fylgjandi að stofna hér úrvalsdeild með um það bil 6 liðum, og segja að gæði knattspyrnunnar í þeirri deild yrði miklu meiri en nú er í fyrstu deildinni. Og áhorfendunum myndi fjölga. Og um leið skapist skilyrði fyrir atvinnu- mennsku í einhverri mynd hjá þeim fé- lögum sem í úrvalsdeildinni lékju. En yrðum við eitthvað bættari með atvinnumennsku? og vilja þeir strákar sem nú leika knattspyrnu af miklum áhuga verða atvinnumenn? Þorsteinn Friðþjófsson, þjálfari fyrstudeildarliðs Þróttar var spurður hvort hann teldi að gæði íslenskrar knattspyrnu ykjust ef tekin yrði upp atvinnumennska hér í einhverri mynd. „Ég held að það sé nokkuð ljóst“, sagði Þorsteinn, „eins og málum er háttað hér á landi, að hér verður aldrei nema hálf-atvinnumennska i mesta lagi. Jafnvel bara kvart-atvinnu- mennska, ef svo má að orði komast. Ég er á þeirri skoðun að þó að slíkt yrði tekið upp kæmi árangurinn ekki nærri því strax í Ijós. Jafnvel ekki fyrr en eftir 2 eða 3 ár. Og það er líka ómögulegt að segja til um hvernig málin myndu þró- ast. Kannski yrði þetta eins og t.d. í Skotlandi, þar sem tvö lið, Rangers og Celtic, eru langsamlega fjárhagslega sterkust, og hafa sigrað svotil öll mót þar til skiptis. Mér finnst reyndar ekki ótrúlegt að einmitt svoleiðis yrði þetta hér, vegna þess hve breiddin er lítil“, sagði Þorsteinn. Lítill vafi leikur á því að knatt- spyrnumenn á íslandi, eins og annars- staðar, vilja gjarna fá eitthvað fyrir sinn snúð. Þeir eru flestir á „versta“ aldri — að stofna heimili, að byggja, í lang- skólanámi eða einhverju öðru. Þeir myndu fæstir slá hendinni á móti smá aukapening. Það er einnig lítill vafi á því að fé- lagaskipti leikmanna myndu aukast til muna. Félagsbönd eru að vísu sterk, þar sem leikmenn hafa gengið upp í gegnum alla yngri flokkana saman, en á móti kemur að flestir sterkustu leik- menn okkar búa á Reykjavíkursvæð- inu, og þurfa því ekki að taka sig upp og flytja þótt þeir skipti um félag. Reyndar er það spurning hvort kaup á leikmönnum tíðkist ekki nú þegar á íslandi. Gjaldmiðillinn sé að vísu ekki peningar, heldur loforð um góða íbúð fyrir slikk, þægilega vinnu, og vinnu fyrir konuna — eða eitthvað álíka. Við þessu er í rauninni lítið að segja og á- hugamannalögin íslensku ná ekki yfir slíkt. Það má líka ljóst vera að þó tekin verði upp atvinnumennska hér á landi í einhverri mynd, þá munum við áfram missa okkar bestu knattspyrnumenn úr landi. Atvinnumennska á íslandi verð- ur aldrei uppgripavinna, og knatt- spyrnumenn munu alla tíð verða lág- launamenn. Þeir sem efnilegastir eru munu sem hingað til fara út í heiminn stóra í frama og fjárvon. Og það verður erfitt fyrir félögin að halda í leikmenn- ina, vilji þeir í burt. Þau gætu sjálfsagt fengið meira en 25 bolta, eins og ís- lenskir landsliðsmenn virðast verð- lagðir á núna, en þau gætu aldrei lifað á því að selja efnilega leikmenn. írska liðið Glentoran, $em var mótherji Vals í Evrópukeppni í fyrra, notar það einmitt sér til framfæris að selja. Margir leik- menn sem nú gera garðinn frægan í Framhald á bls. 85 Danskir knattspyrnumenn hafa ástæðu til þess að brosa við framtíðinni. Þar hefur nú verið tekin upp ódulbúin atvinnumennska. 36

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.