Íþróttablaðið - 01.05.1978, Síða 41
leikmönnum, þar sem hluti leikmanna
þeirra hafði fengið matareitrun og voru
margir þeirra illa haldnir. Ekki tókst að
ljúka leiknum, þar sem tveir leikmenn
Belga meiddust í leiknum, þannig að
einungis voru 6 orðnir eftir, er líða tók á
síðari hálfleikinn og leikurinn því
flautaður af. Með þessu var þátttöku
Belga lokið, en héldu heim með lið sitt
næsta morgun og var mikil eftirsjá í
þeim. Belgar voru að þessu sinni með
mjög ungt og skemmtilegt lið, sem
gaman hefði verið að leika gegn. Þess
má geta að Belgar unnu þetta mót á s.l.
ári. Allir leikir Belga í keppninni voru
úrskurðaðir tapaðir með 3—0 og unnum
við þar með okkar fyrsta leik í úrslita-
keppni UEFA án þess að leika.
Júgóslavar og Ungverjar gerðu síðan
jafntefli í markalausum leik, þannig að
leikur okkar við Júgóslava, sem fram
fór 9. maí réð úrslitum um það hvort
liðið, þ.e.a.s. Júgóslavar eða Ungverjar
komust áfram í 4. liða úrslitin.
Það er skemmst frá að segja, að leik-
urinn fór fram við mjög slæmar að-
stæður, sem jafnvel að margra dómi
voru þannig, að rétt hefði verið að færa
leikinn á annan völl. Svaðið var slíkt
fyrir framan mörkin, að markverðirnir
stóðu í ökla í drullu og annað var eftir
því.
Framan af var leikurinn jafn, en í
hálfleik var staðan 1-0 fyrir Júgóslava,
en við áttum góð tækifæri í byrjun til að
taka forystuna, sem ekki tókst að nýta.
Júgóslavar bættu við öðru marki í síðari
hálfleik, en á 21. mín. skoraði Benedikt
Merki 31. UEFA keppni unglinga
16—18 ára. (Mynd Helgi Dan.)
Frá leiknum gegn Wales í Reykjavík 4. okt. 1977, en honum lauk með jafntefli 1—1,
en íslendingar sigruðu Wales síðar 1—0 og tryggðu sér rétt til þátttöku í úrslita-
keppninni í Póllandi. Á myndinni er Arnór Guðjohnsen, að reyna „hjólhesta-
spyrnu“, en af örðum leikmönnum íslands má sjá Benedikt Guðmundsson (5) og
Benedikt Guðbjartsson.
Guðmundsson eftir hornspyrnu. Mín.
síðar bættu Júgóslavar við 3ja markinu
og gerði það út um leikinn. Fjórða
markið kom svo nokkru síðar. Ég hef
aldrei séð þreyttara lið ganga af velli, en
íslenska liðið eftir þennan leik. Feik-
menn höfðu barist til síðasta blóð-
dropa, ef þannig má að orði komast og
þeir töpuðu gegn ofurefli með sæmd.
í úrslitakeppninni unnu Júgóslavar
síðan Skota á vítaspyrnukeppni eftir að
leik lauk með jafnvefli 2-2.
Sovétmenn unnu Pólverja 2—0. í úr-
slitum mættust því Sovétmenn og
Júgóslavar og sigruðu þeir fyrrnefndu
með 3—0 og unnu þar með það ein-
stæða afrek að fá ekki á sig mark í allri
úrslitakeppninni. I keppninni um 3ja
sætið unnu Pólverjar Skota með 2—0,
en Pólverjar voru af mörgum taldir vera
með skemmtilegasta liðið í keppninni.
Rétt er að geta þess, að Rafn Hjalta-
lín dómari frá Akureyri var meðal
dómara í keppninni. Var hann einn af 6
dómurum sem valdir voru til að dæma
úrslitaleikina og var hann m.a. línu-
vörður í úrslitaleiknum.
Það er hægt að skrifa langt mál um
þessa keppni, undirbúning íslenska
liðsins, þær aðstæður sem við búum við
og bera þetta síðan saman við það, sem
aðrar þjóðir geta boðið uppá og gera
fyrir sína leikmenn. Allur samanburður
verður að sjálfsögðu mjög neikvæður
fyrir okkur. Það eitt, að komast í 16 liða
úrslit þessarar keppni er meira afrek, en
menn almennt átta sig. Margir forystu-
menn knattspyrnumála í Evrópu hafa
rætt þessi mál við mig, bæði nú og
undanförnum mótum, og látið í ljós
undrun sína yfir þessum einstæða
árangri Islendinga.
Það er ljóst, að ef við ætlum að ná
lengra, verður að gera stórt átak í þess-
um málum. Ekki einungis hjá KSÍ
heldur einnig hjá knattspyrnufélögum
um land allt. I vissum tilfellum stönd-
um við knattspyrnulega langt að baki
þeim þjóðum, sem við leikum gegn,
eins og t.d. í sambandi við knattmeð-
ferð, leikskipulag o.fl., en í sambandi
við baráttu og dugnað mætti margir
læra af okkur.
Undirbúningur undir þessa keppni
var í höndum unglinganefndar KSt, en
þjálfarinn Fárus Foftsson bar hita og
þunga þess starfs. Lárus hefur náð ein-
stæðum árangri með unglingalandslið-
ið, en þetta er 3. liðið sem hann leiðir í
úrslitakeppni á þrem árum. Mér er til
efs að nokkur þjálfari í Evrópu geti
státað af slíku. Keppni þessi fer fram á
mjög óheppilegum tíma fyrir okkar
drengi. Þeir eru velflestir á kafi í próf-
um á þessum tíma og margir þeirra
tóku jafnvel tvö til þrjú próf á dag síð-
ustu dagana áður en farið var út og
sumir höfðu með sér námsbækurnar til
Framhald á bls. 85
41
L