Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1978, Side 47

Íþróttablaðið - 01.05.1978, Side 47
Langstökksmetið takmarkið í ár — sagði Friðrik Þór Óskarsson í viðtali við Iþróttablaðið ÍR-ingurinn Friðrik Þór Óskarsson hefur um árabil borið höfuð og herðar yfir aðra íslenzka lang- og þrístökkvara og oft haft slíka yfirburði á mótum hérlendis að hann hefði getað tekið sig upp hálfum meter fyrir aftan plankann, og sigrað samt! Þótt Friðrik Þór hafi verið einvaldur hér í þessum stökk- greinum undanfarin ár, hefur honum enn ekki tekist að slá Islandsmetin, enda þar við ramman reyp að draga. Þau eru í eigu þess íslendings sem lengst hefur náð í frjálsum íþróttum, Vilhjálms Einarssonar, silfurmanns frá Olympíuleikunum í Melbourne og bronsmanns frá Evrópumeistaramót- inu í Stokkhólmi. Reyndar munaði litlu meiru en hársbreidd að Friðrik Þór næði íslandsmetinu í langstökki í fyrravor, en þá stökk hann 7,41 metra, en met Vilhjálms er 7,46 metrar. Lengra er hins vegar í land í þrístökkinu, enda nafn Vilhjálms enn á lista þeirra beztu í þeirri grein í heiminum. - Ég hafði mikinn iþróttaáhuga þegar ég var strákur, sagði Friðrik Þór í viðtali við Iþróttablaðið nýlega, og auðvitað var ég í knattspyrnu eins og flestir strákar voru á þessum árum. Ég lék með Fram í 5. og 4. flokki, en mér gekk ekki vel, — var í C og B-liðum. Svo æxluðust mál þannig að ég tók þátt í 600 metra hlaupi á innanfélagsmóti vorið 1967, og vann sigur, sennilega engum meira á óvart en sjálfum mér. Þar með kviknaði áhuginn á frjálsum íþróttum. I fyrsta skipti sem ég keppti í langstökki og þrístökki var á 17. júní mótinu 1967. Þá varð ég annar í þrí- stökki á eftir Ólafi Unnsteinssyni og fyrstur í langstökki, enda hafði ég þar 47

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.