Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1978, Page 54

Íþróttablaðið - 01.05.1978, Page 54
HM í knattspyrnu leiknum um miðjan seinni hálfleik, en þegar sjö mínútur voru til leiksloka tókst ítölum að jafna og stóð þannig 1—1 að leikslokum. Varþá framlengtog tókst þá Schiavio að skora sigurmark ítala, og varð að vonum þjóðhetja fyrir. UNDANÚRSLIT: Tékkóslóvakía—Þýzkaland 3-1 (1-0) Ítalía — Austurríki 1-0 (1-0) ÚRSLIT: Um 3. sætið: Þýzkal.-Austurríki 3-2 (3-1) Um 1. sætið: Ítalía—Tékkósl. 2-1 (0-0) Frakkland 1938 egar heimsmeistarakeppnin var haldin í þriðja sinn árið 1938 var skuggi komandi styrjaldar tekinn að grúfa yfir. Argentínumenn ákváðu t.d. að taka ekki þátt í keppn- inni, á Spáni lá knattspyrnan niðri vegna borgarastyrjaldarinnar og Austurríki átti ekki neitt knattspyrnulið lengur. Fjórir Austurríkismenn tóku þó þátt í keppninni — léku með liði Þjóð- verja. Ýmislegt gerðist í keppni þessari sem kom mjög á óvart. Þannig veittu t.d. hollenzku Austur-Indíur, sem tóku þátt í keppninni í fyrsta sinn Ungverjum harða keppni, Kúba sigraði Rúmeníu og ítalir lentu í mesta baksi með Norð- menn og þurfti framlengingu í þeim leik til þess að fá úrslit. Mikið var skor- að af mörkum og má nefna sem dæmi að Brasilíumenn sigruðu Pólverja í keppninni með sex mörkum gegn fimm, og að Svíar sigruðu Kúbubúa 8-0. Til úrslita léku Ítalía og Ungverja- land, og var þess leiks minnzt sem ein- vígi miðvarða liðanna, Piola frá Ítalíu og Sarosi frá Ungverjalandi, sem báðir voru yfirburðamenn í liðum sínum. Ítalía náði snemma forystu í leiknum, og hafði tvö mörk yfir í hálfleik, en Ungverjar börðust af gífurlegum dugnaði og áttu hvert tækifærið öðru betra í byrjun seinni hálfleiks. Upp- skeran varð þó aðeins eitt mark, og undir lokin náði Ítalía aftur öllum tök- um á leiknum og bætti tveimur mörk- um við. Heimsmeistaratitillinn varð þeirra og hinn frægi bikar sem keppt var um, var geymdur á Ítalíu tólf næstu árin. 54 UND ANÚRSLIT: ftalía — Brasilía 2-1 (2-0) Ungverjaland — Svíþjóð 5-1 (3-1) ÚRSLIT: Um 3. sætið: Brasilía— Svíþjóð 4-2 (1-2) Um l.sætið: Ítalía— Ungverjal. 4-2 (3-1) Brasilía 1950 uttugu árum eftir að fyrst var efnt til heimsmeistarakeppni í knattspyrnu var hún haldin öðru sinni í Suður-Ameríku. Enn voru blikur á lofti eftir heimsstyrjöldina og þátttaka í keppninni lítil — svo lítil að menn voru í vafa um hvort hún ætti rétt á sér. Indverjar sem öðluðust þátttöku í lokakeppninni ákváðu t.d. að fara ekki til Brasilíu, sömuleiðis Skotar, og Aust- urríkismenn töldu sig ekki eiga nógu gott lið til þess að geta verið meðal þátttakenda, jafnvel þótt þeir hefðu nokkru fyrir keppnina sigrað Itali sem voru meðal þátttökuþjóða. Ungverjar og Sovétmenn vildu ekki keppa, Frökkum fannst alltof langt og kostn- aðarsamt að fara til Brasilíu, Argen- tínumenn lentu í deilum við brasilíska knattspyrnusambandið og hættu við þátttöku og Vestur-Þjóðverjar voru enn ekki viðurkenndir af FIFA — alþjóða- samtökum knattspyrnumanna. Þátt- tökuliðin í Brasilíu voru því ekki nema þretttán - eða jafnmörg og verið hafði í Uruguay tuttugu árum áður. Ákveðið var að breyta keppnisfyrirkomulaginu, skipta liðunum niður í fjóra riðla, og ítölsku heimsmeistararnir 1938.

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.