Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1978, Blaðsíða 54

Íþróttablaðið - 01.05.1978, Blaðsíða 54
HM í knattspyrnu leiknum um miðjan seinni hálfleik, en þegar sjö mínútur voru til leiksloka tókst ítölum að jafna og stóð þannig 1—1 að leikslokum. Varþá framlengtog tókst þá Schiavio að skora sigurmark ítala, og varð að vonum þjóðhetja fyrir. UNDANÚRSLIT: Tékkóslóvakía—Þýzkaland 3-1 (1-0) Ítalía — Austurríki 1-0 (1-0) ÚRSLIT: Um 3. sætið: Þýzkal.-Austurríki 3-2 (3-1) Um 1. sætið: Ítalía—Tékkósl. 2-1 (0-0) Frakkland 1938 egar heimsmeistarakeppnin var haldin í þriðja sinn árið 1938 var skuggi komandi styrjaldar tekinn að grúfa yfir. Argentínumenn ákváðu t.d. að taka ekki þátt í keppn- inni, á Spáni lá knattspyrnan niðri vegna borgarastyrjaldarinnar og Austurríki átti ekki neitt knattspyrnulið lengur. Fjórir Austurríkismenn tóku þó þátt í keppninni — léku með liði Þjóð- verja. Ýmislegt gerðist í keppni þessari sem kom mjög á óvart. Þannig veittu t.d. hollenzku Austur-Indíur, sem tóku þátt í keppninni í fyrsta sinn Ungverjum harða keppni, Kúba sigraði Rúmeníu og ítalir lentu í mesta baksi með Norð- menn og þurfti framlengingu í þeim leik til þess að fá úrslit. Mikið var skor- að af mörkum og má nefna sem dæmi að Brasilíumenn sigruðu Pólverja í keppninni með sex mörkum gegn fimm, og að Svíar sigruðu Kúbubúa 8-0. Til úrslita léku Ítalía og Ungverja- land, og var þess leiks minnzt sem ein- vígi miðvarða liðanna, Piola frá Ítalíu og Sarosi frá Ungverjalandi, sem báðir voru yfirburðamenn í liðum sínum. Ítalía náði snemma forystu í leiknum, og hafði tvö mörk yfir í hálfleik, en Ungverjar börðust af gífurlegum dugnaði og áttu hvert tækifærið öðru betra í byrjun seinni hálfleiks. Upp- skeran varð þó aðeins eitt mark, og undir lokin náði Ítalía aftur öllum tök- um á leiknum og bætti tveimur mörk- um við. Heimsmeistaratitillinn varð þeirra og hinn frægi bikar sem keppt var um, var geymdur á Ítalíu tólf næstu árin. 54 UND ANÚRSLIT: ftalía — Brasilía 2-1 (2-0) Ungverjaland — Svíþjóð 5-1 (3-1) ÚRSLIT: Um 3. sætið: Brasilía— Svíþjóð 4-2 (1-2) Um l.sætið: Ítalía— Ungverjal. 4-2 (3-1) Brasilía 1950 uttugu árum eftir að fyrst var efnt til heimsmeistarakeppni í knattspyrnu var hún haldin öðru sinni í Suður-Ameríku. Enn voru blikur á lofti eftir heimsstyrjöldina og þátttaka í keppninni lítil — svo lítil að menn voru í vafa um hvort hún ætti rétt á sér. Indverjar sem öðluðust þátttöku í lokakeppninni ákváðu t.d. að fara ekki til Brasilíu, sömuleiðis Skotar, og Aust- urríkismenn töldu sig ekki eiga nógu gott lið til þess að geta verið meðal þátttakenda, jafnvel þótt þeir hefðu nokkru fyrir keppnina sigrað Itali sem voru meðal þátttökuþjóða. Ungverjar og Sovétmenn vildu ekki keppa, Frökkum fannst alltof langt og kostn- aðarsamt að fara til Brasilíu, Argen- tínumenn lentu í deilum við brasilíska knattspyrnusambandið og hættu við þátttöku og Vestur-Þjóðverjar voru enn ekki viðurkenndir af FIFA — alþjóða- samtökum knattspyrnumanna. Þátt- tökuliðin í Brasilíu voru því ekki nema þretttán - eða jafnmörg og verið hafði í Uruguay tuttugu árum áður. Ákveðið var að breyta keppnisfyrirkomulaginu, skipta liðunum niður í fjóra riðla, og ítölsku heimsmeistararnir 1938.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.