Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1978, Side 88

Íþróttablaðið - 01.05.1978, Side 88
Enska knaítspyrnan Myndin Bikarmeistarar Ipswich Town 1978. Efsta röð frá vinstri: Tre- vor Whymark, George Burrey, Robin Turner, John Wark, Kevin Beattie. Miðröð frá vinstri: Cyril Lea, Leslie Tibbott, Dale Ro- berts, Paul Cooper, Laurie Sov- ell, Paul Mariner, Keith Bert- schin (nú með Birmingham), Bobby Robson. Fremsta röð frá vinstri: Mick Lambert, Roger Osbome, Clive Woods, Mick Milis, Brian Talbott, Eric Gates, Colin Harper. Fyrsti sigur Ipswic Kenny Burns — Brían Clough gerði góð kaup er hann keypti hann frá Birmingham. að eru gömul sannindi og ný að allt getur gerst í knattspymu. Það kom enn einu sinni á dag- inn er lið Ipswich Town og Arsenal leiddu saman hesta sína í úr- slitaleik ensku bikarkeppninnar á dög- unum. Fyrir þann leik stóðu veðmálin 10—1 fyrir Arsenal, og að dómi aðdá- enda Lundúnaliðsins var það nánast formsatriði að leikurinn færi fram, svo miklu betri áttu þeirra menn að vera. En Ipswich Town sigraði í leiknum 1—0, og var svo vel að þeim sigri komið, að jafnvel áköfustu fylgjendur Arse- nalliðsins urðu að viðurkenna að Ips- wich hefði verðskuldað sigurinn. Var þetta jafnframt fyrsti sigur Ipswichs í sögu ensku bikarkeppninnar, en mót- herjinn í úrslitaleiknum hafði sigrað í bikarkeppninni eigi sjaldnar en fjórum sinnum. Þegar keppnistímabilið 1977—1978 hófst var nafn Ipswich oft nefnt þegar menn voru að geta sér til um hvaða lið yrðu í toppbaráttunni í vetur. Það hafði staðið sig mjög vel árið áður og þá orðið í þriðja sæti í deildinni. En einhvem veginn var það svo í vetur að liðið náði sér aldrei verulega á strik, og var fjarri því að blanda sér í baráttuna. Það var þó að mestu skipað hinum sömu leik- mönnum og árið áður. Ipswich Town á sér nokkuð sérstæða sögu í ensku knattspyrnunni þar sem liðið var fyrst gert að atvinnumannaliði árið 1936, eða mun seinna en flest önnur ensk lið. Leið ekki á löngu að það 88

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.