Fjölrit RALA - 10.05.1992, Blaðsíða 12

Fjölrit RALA - 10.05.1992, Blaðsíða 12
BÚFJÁRDEILD Árlega verða mæld og stiguð öll af- kvæmarannsóknarlömb á búinu, föll hrútlamba skorin og mæld í gálga og tiltekinn fjöldi þeirra tekinn til ná- kvæmra krufninga. Hljóðmyndir, hér eftir nefndar HLM- myndir, eru teknar á tveim stöðum á hrútlömbum, þ.e. á 12. rifi og 3. spjald- hryggjarlið, en aðeins á síðarnefnda staðnum á gimbrum (4. mynd). Myndir eru prentaðar út jafnharðan og þær síðan dregnar upp á glærur með fínum teiknipenna og mældar undir smásjá með sexfaldri stækkun. Haustið 1990voru 1521ambhrútarund- an 12hrútumíafkvæmarannsóknvegnir, mældir (brjóstmál, bakbreidd, legg- lengd), stigaðir (bak, malir, læri, fitu- þykkt á rifjum) og HLM-myndaðir fyr- ir slátrun. Eftir slátrun voru gerðar hinar hefðbundnu útvortismælingar á föllunum (lengd langleggs, klofdýpt, vídd og breidd brjóstkassa og lærastig). Föllin eru því næst skorin sundur við næstaftasta rif og þar er breidd (A) og þykkt (B) bakvöðvans mæld. Þver- skurðarflatarmál bakvöðvans er svo reiknað sem AxB. Við þverskurðinn er einnig mæld fituþykkt á bakvöðva (C) og mesta fituþykkt á síðu (J), 11 sm frá hrygg út á næstaftasta rif. Undan hverjum hrút voru teknir fjórir skrokkar til krufninga. Skrokkarnir eru sagaðir eftir endilangri hryggsúlunni og vinstri helmingurinn hlutaður eftir ákveðnum reglum ílæri, aftur- og fram- hrygg, herðar, háls og bringu, síðu og hupp, og hver hluti krufinn af nákvæmni í fitu, bein og vöðva. Haustið 1991 voru í afkvæmarannsókn átta hrútar og 113 lambhrútar undan þeim voru mældir, stigaðir og HLM- myndaðir og 40 skrokkar teknir til krufninga sem lauk í mars 1992. I afkvæmarannsókn 1991-1992 verða 13 hrútar prófaðir og 52 skrokkar und- an þeim teknir til krufninga. Heildar- fjöldi krufinna skrokka verður því 140 í verkefninu. Bráðabirgðaniðurstöður frá fyrsta ári benda til þess að HLM-mæling á þykkt bakvöðvans sé álitleg til þess að meta vefjasamsetningu skrokksins. Þar kom m.a. fram að HLM-mæling á bak- vöðvaþykkt útskýrði 25% af breyti- leika vöðvaþunga skrokksins þegar leiðrétt hafði verið fyrir þunga á fæti og samanlagt útskýrðu þessir tveir þætt- ir 87,5% af breytileika vöðvaþungans. Það er athyglisvert að þverskurðar- flatarmál bakvöðvans reyndist ámóta góður mælikvarði á vöðvaþungann og HLM-mælingin (23% og 86,5%) og vekur það góðar vonir um að óþarft verði að skera föllin sundur til að meta vefjahlutföll skrokksins. HLM-mæling bakfitu útskýrði 9% af heildarfituþunga skrokksins eftir leiðréttingu fyrir þunga á fæti. Samanlagt útskýrðu HLM-mæl- ingin og þungi á fæti 82,5% af breyti- leika heildarfituþunga skrokksins. Hafa ber í huga að hér er aðeins um eins árs niðurstöður að ræða og ber að líta á þær í ljósi þess. Stefán Sch. Thorsteinsson og Sigurgeir Þorgeirsson Prótein ífóðri tvílembna eftir burð. Ahrifá mjólkurmagn og lambavöxt Tilraunin var gerð á Hesti vorin 1990 og 1991. Tilgangurinn var að kanna áhrif mismunandi magns af fiskimjöli með heygjöf á mjólkurgetu tvflembna og vöxt lamba þeirra fyrstu þrjár vik- urnar eftir burðinn. Vorið 1990 var gefið loðnumjöl (próteininnihald 72%) en 1991 vargef- ið fiskimjöl (próteininnihald 62%). í tilrauninni voru 30 ær hvert ár og var þeim skipt í fimm flokka. í fyrsta flokki fengu æmar ekkert fiskimjöl, í öðrum flokki 75 g á dag, í þriðja flokki fengu þær 150 g, í fjórða flokki 225 g og í fimmta flokki fengu ærnar 300 g af fiskimjöli á dag. Ærnar fengu töðu að vild og voru einstaklingsfóðraðar, þ.e. ein ær í stíu ásamt lömbum sínum. Allt fóður og allar fóðurleifar voru vigtaðar ná- kvæmlega og sýni af öllu fóðri og leifum efnagreind. a) b) 5. mynd. Ahrif misstórra skammta affiskimjöli á heyát og nyt ánna (a), fitu og prótein í mjólk (b) og á vöxt lamba (a og b). 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.