Fjölrit RALA - 10.05.1992, Blaðsíða 34
JARÐRÆKTARDEILD
Sturla Friðriksson
erfðafræðingur,
deildarstjóri
Áslaug Helgadóttir
jurtaerfðafræðingur
Halldór Sverrisson
plöntusj úkdómafræðingur
Óli Valur Hansson
garðyrkjusérfræðingur
Sigurgeir Ólafsson
plöntusjúkdómafræðingur
Borgþór Magnússon
gróðurvistfræðingur
Hólmfríður Sigurðardóttir
jarðvegslíffræðingur
Starfsemi jarðræktardeildar felst í því að leita að leiðum til
þess að bæta og auka uppskeru af plöntum sem notaðar eru bæði
til manneldis og fóðurs. Smám saman hefur þeim nytjajurtum
fjölgað sem teknar hafa verið til ræktunar hér á landi. Árlega er
leitað að nýjum hentugum efniviði og gerðar stofnatilraunir á
grösum og grænfóðri og hafa þær meðal annars verið skipu-
lagðar og gerðar í norrænni samvinnu. Fengist er við athuganir
á ýmsum berjarunnum og matjurtum og reynt að velja tegundir
og stofna sem henta íslenskum aðstæðum. Fylgst hefur verið
með safni trjáa og runna, sem flutt var
inn frá Alaska, og er því viðhaldið og
einstaklingum fjölgað.
Hér á norðurslóðum fer uppskera og
sumarvöxtur mjög eftir vetrarþoli og
ber okkur þess vegna að leita að stofn-
um sem hæfa íslenskri veðráttu. Leita
þarf að plöntum sem hafa ónæmi gegn
sjúkdómum og forðast að flytja inn
sýktar plöntur. Einnig þarf að reyna að
viðhalda útsæði heilbrigðu. Þetta má
til dæmis gera með vefjaræktun á kart-
öflusprotum í glösum.
Athuganir hafa verið gerðar á sníkju-
dýrum og leitað að vörnum gegn skor-
dýrum sem hrjá nytjagróður hér á landi.
Guðni Þorvaldsson
jarðræktarfræðingur
Kristrún Marínósdóttir
rannsóknarmaður
Sigurður H. Magnússon
gróðurvistfræðingur
Tryggvi Gunnarsson
líffræðingur
Úthagi er dýrmæt eign og nauðsynlegt
að viðhalda honum til framtíðaraf-
nota. Rannsóknir hafa verið gerðar á
landeyðingu og rofhraði mældur. At-
huganir eru gerðar á því með hvaða
grösum og belgjurtum helst megi auka
gróður landsins. Unnið er að rann-
sóknum á uppgræðslu með birki, elri,
mel og jafnvel fjöruarfa.
Fylgst er með árangri af starfi Landgræðslunnar og gerð könnun á þeim gróðurbreytingum sem orðið hafa
við uppgræðsluaðgerðir. Einnig eru tilraunir gerðar með uppgræðslu á vegköntum til þess að unnt sé að
leiðbeina með val á plöntum til ræktunar meðfram þjóðvegum landsins.
Vistfræðisvið jarðræktardeildar er orðið þýðingarmikið og nauðsynlegt er að sinnaþví í enn ríkara mæli
til þess að hægt sé að sýna með rannsóknaniðurstöðum að íslenskt umhverfi sé hreint og ómengað og
íslenskar landbúnaðarafurðir séu framleiddar við sérstaklega heilnæmar aðstæður.
Sturla Friðriksson
32