Fjölrit RALA - 10.05.1992, Blaðsíða 40

Fjölrit RALA - 10.05.1992, Blaðsíða 40
JARÐRÆKTARDEILD þess er jarðlægt og þarf helst að byggja ramma undir greinarnar til þess að halda þeim uppi. Jarðarberin voru að mestu ræktuð án plastdúks og gaf danska kvæmið Zephyr að jafnaði mesta uppskeru en önnur uppskerumikil kvæmi eru Toklat og Sivetta frá Hollandi og Glima frá Nor- egi. Bjarni E. Guðleifsson Kartöfluafbrigði Markmið með tilraunum þessum er að finna afbrigði sem henta jafnvel eða betur til ræktunar hér á landi en okkar hefðbundnu afbrigði. Uppskera, stærðardreifing og hundraðshluti þurr- efnis eru mæld. Þeir eiginleikar ákvarða að mestu hæfni afbrigða til suðu en einnig sem hráefni til verksmiðjufram- leiðslu á frönskum kartöflum. Á árunum 1990-1991 voru um 30 af- brigði samanlagt í tilraunum á tilrauna- stöðvunum að Korpu og á Möðruvöll- um. Árið 1990 voru eftirfarandi af- brigði tekin inn: Frá Hollandi:Amazone. Frá Noregi:T-84-3-14, T-84-3-52, T-84-l 1-2, T-84-l 1-39 og T-84-25-26. Öll norsku afbrigðin eru úr nýlegum kynbótum þar sem annað foreldranna er Gullauga. Til þess að hægt sé að mæla með ræktun hér á landi verður afbrigðið að gefa þokkalega uppskeru flest ár með þurrefnisríkum kartöflum. Eftir- farandi afbrigði gáfu góða uppskeru og þurrefnisríka: Á Korpu: Premiere, Ásarkartafla, Ernte- stolz, T-70-22-45 og Gullauga. Á Möðruvöllum: Ásarkartafla, Gull- auga, Lemhi Russet, Premiere og Erntestolz. Sigurgeir Olafsson Stofnrœktun kartöfluútsœðis Rannsóknastofnun landbúnaðarins hóf fyrir nokkrum árum að fjölga þeim veirufríu stofnum af Gullauga og Rauð- um íslenskum sem til voru hjá stofnun- inni. Þegar sjúkdómurinn hringrot var staðfestur á tveimur stofnræktarbæj- um á árunum 1990-1991 ákvað Út- sæðisnefnd að leggja niður stofnrækt- ina í þáverandi mynd og hefja nýja stofnrækt (5. mynd). Vorið 1991 var tveimur ræktendum í Eyjafirði falið að taka við þeim heilbrigðu stofnum af Gullauga og Rauðum íslenskum sem til voru hjá Rala og fjölga á þann veg að sem minnst hætta væri á að þeir sýkt- ust. Samanlagt fengu þeir 278 kg af Gullauga og 78 kg af Rauðum íslensk- um. Haustið 1991 fengu þeir upp rúm 3000 kg af Gullauga og um 1300 kg af Rauðum íslenskum. Ákveðið hefur verið að að taka þriðja ræktandann inn í hina nýju stofnrækt vorið 1992. Sigurgeir Olafsson 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.