Fjölrit RALA - 10.05.1992, Blaðsíða 27

Fjölrit RALA - 10.05.1992, Blaðsíða 27
FÓÐURDEILD 5. mynd. Tilraunafé í átgetutilraun á Hesti í Borgarfirði sumarið 1990. (Ljósm. Ólafur Guðmundsson.) Léttbeitt Þungbeitt Beitarálag, kg/tonn/ha 141 643 Át lamba, g þe./kg lífþ./dag 15 11 Át áa, g þe./kg lífþ./dag 18 16 Vöxtur lamba, g/grip/dag 212 173 Vöxtur áa, g/grip/dag 43 -16 Fallþungi, kg 10,6 9,2 3. tafla. Þrif og át sauðfjár á Hesti sumarið 1990. um yfir sumarið og uppskera jafnframt mæld og sýni tekin til meltanleikaá- kvarðana. Einnig var safnað beitar- sýnum með hálsopsám til ákvörðunar á meltanleika. At áa og lamba í tilraun- inni er sýnt í 3. töflu. Jafnhliða rannsóknum þessum hafa far- ið fram athuganir á mismunandi að- ferðum við beitarrannsóknir, þá eink- um notkun merkiefna til mælinga á áti. Reynt hefur verið að gefa ám og lömb- um krómoxíð í sérstökum hylkjum sem skammta ákveðið magn á hverjum degi og gefa því möguleika á að meta átið á þægilegan hátt. Þær tilraunir hafa hins vegar ekki gefið eins góða raun og vænst var því ýmis vandkvæði eru við mælingar á krómoxíði í saur. Hefur sjónum því verið beint í auknum mæli að notkun n-alkana sem merki- efnis. Verið er að þróa aðferðir til mælinga þeirra í tengslum við fiskeld- isrannsóknir fóðurdeildar. Eru tals- verðar vonir bundnar við að sú að- ferð komi til með að nýtast við beit- arrannsóknir. Einn stór kostur við n- alkana aðferðina er að með henni skapast möguleiki á að meta hlutfall ákveðinna plöntutegunda eða -hópa í fóðri með mælingum á saur. Jóhann Þórsson, Selma Huld Eyjólfsdóttir og Ólafur Guðmundsson Meltanleiki fóðurtegunda og nœringarefna hjá bleikju Fremur lítið er vitað um fóðurþörf og fóðurnýtingu bleikju. Við fóðrun á bleikju nota eldismenn yfirleitt hágæða laxafóður og styðjast við fóðurtöflur sem unnar hafa verið fyrir lax og regn- bogasilung. Því er nauðsynlegt að rann- saka hvort hugsanlegt sé að nýta ódýrt hráefni í fóður fyrir bleikju og lækka þar með fóðurkostnað í bleikjueldi. í verkefni þessu er lögð áhersla á að prófa næringargildi ýmissa íslenskra hráefna. Sumarið 1991 voru blandaðar á Rala lOtilraunafóðurblöndur. Þærvoru sam- settar af staðalblöndu og því hráefni sem mæla átti meltanleikann í. Fjórar fóðurblöndur innihéldu fiskimjöl sem verkað var á mismunandi hátt. Hinar innihéldu Ewos-fóðurblöndu, kjötmjöl, lifrarmjöl, rækjumjöl, sojamjöl og und- anrennumjöl. Við mat á meltanleika fóðursins voru notuð merkiefni. Nú er lokið við að safna sýnum og eru þau í efnagreiningu. Fyrirhugað er að velja úr fóðurblönd- ur og prófa á sama hátt meltanleika þeirra hjá laxi. Síðan verða niður- stöður úr meltanleikarannsóknunum bornar saman. Áætlað er að ljúka verk- efninu sumarið 1992. Kristín Halldórsdóttir og Ólqfur Guðmundsson Aðferðir við meltanleika- mœlingar hjá eldisfiski Markmið þessa rannsóknaverkefnis er að setja upp og þróa aðferð til að meta meltanleika fóðurs fyrir eldisfisk. Meltanleikaákvörðunin er gerð með aðstoð merkiefna en það eru efnasam- bönd sem fara ómelt gegnum melting- arfæri fisksins. Kostur aðferðarinnar er sá að ekki er þörf á nákvæmri vit- neskju um át- eða saurmagn fiskanna. Sýnum af fóðri og saur er safnað og þau efnagreind. Út frá breytingum, sem mælast á hlutfalli merkiefna í fóðri og saur, er hægt að reikna út meltanleika fóðursins. Borin voru saman þrjú mismunandi merkiefni, þ.e. alkön, króm og kísill. 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.