Fjölrit RALA - 10.05.1992, Blaðsíða 9
BÚFJÁRDEILD
Emma Eyþórsdóttir
búfjárfræðingur
Stefán Sch. Thorsteinsson
búfjárfræðingur
Ingi Garðar Sigurðsson
búfjárfræðingur
Þuríður Pétursdóttir
líffræðingur
Verkefni búfjárdeildar Rannsóknastofn-
unar landbúnaðarins falla einkum undir
erfðafræði, lífeðlisfræði og fram-
leiðslutilraunir. Rannsóknir deildarinnar
á árunum 1990 og 1991 fóru ýmist fram
við höfuðstöðvar stofnunarinnar á
Keldnaholti eða á tilraunastöðum utan
Reykjavíkur.
Stefán Aðalsteinsson deildarstjóri lét af störfum snemma árs
1991 og varð forstöðumaður Norræna húsdýragenbankans frá
1. apríl 1991 með aðsetur í Ási, Noregi. Sigurgeir Þorgeirsson
búfjárfræðingur varð aðstoðarmaður landbúnaðarráðherra
og fékk leyfi frá störfum við deildina í maí 1991.
Starfsemi stofnunarinnar á Reykhólum og Skriðuklaustri var
hætt á árinu 1990 og rannsóknir á sauðfé fara nú nær eingöngu
fram á tilraunabúinu á Hesti.
Sigurgeir Þorgeirsson
búfjárfræðingur
Helstu viðfangsefni deildarinnar á þeim tveimur árum sem hér verður fjallað um hafa verið rannsóknir á
sauðfé og í fiskeldi. Sauðfjárrannsóknirnar beinast að hagnýtum eiginleikum fjárins, svo sem frjósemi,
vænleika lamba, vaxtarlagi og kjötgæðum. Er lögð sérstök áhersla á að rækta fé sem gefur vöðvamikil föll
og mikil kjötgæði.
Fiskeldisrannsóknir eru gerðar í tilraunastöð í fiskeldi sem er til húsa í straumfræðihúsi Orkustofnunar á
Keldnaholti auk samvinnustöðva víða um land. Verkefni í fiskeldi á vegum deildarinnar beinast fyrst og
fremst að nauðsynlegum undirbúningstilraunum fyrir skipulegar kynbætur á bleikju og eldislaxi. Auk þess
er unnið að tilraunum með eldi á bleikju við mismunandi aðstæður og meðferð.
Emma Eyþórsdóttir og Stefán Sch. Thorsteinsson
Samanburður á
bleikjustofnum
Mikill áhugi er á því meðal fiskeldis-
manna að reyna hversu hagkvæm
bleikja getur orðið sem eldisfiskur.
Margir hafa þegar hafist handa með
bleikjueldi í nokkrum mæli. Árangur
hefur orðið misjafn. Óljóst er hver
mismunur er á þeim stofnum sem reynd-
ir hafa verið í eldi vegna þess að þeir
hafa hvergi verið bornir saman á sama
stað við sömu aðstæður.
Markmið verkefnisins er að bera sam-
an bleikjustofna úr mismunandi vatna-
svæðum á landinu og kanna hver mun-
ur er á þeim á seiðastigi í vexti og
lífsþrótti. Á síðari stigum eldis er
kannaður munur á vexti, kynþroska-
aldri, útliti og gæðum milli stofna og
milli fiska af sama stofni sem aldir eru
við mismunandi aðstæður.
Haustið 1989 var hrognum safnað og
þeim klakið út. Alls voru teknir 14
stofnar í klak og uppeldi í tilraunastöð
Rala í fiskeldi og 17 stofnar í Hólalaxi.
Þar af eru átta stofnar aldir á báðum
stöðum. Hrognin klöktust í janúar og
febrúar 1990 og voru alin í aðskildum
hópum eftir stofnum þar til hægt var að
merkja þau (um 50 g). Rúmlega 15
þúsund seiði voru merkt með einstakl-
ingsmerkjum í janúar 1991 og þeim
dreift á sex samvinnustöðvar hringinn
í kringum landið. Þar verður fiskurinn
alinn við mismunandi skilyrði þar til
verkefninu lýkur.
Á þriggja mánaða fresti er 10% af fiski
í hverri stöð slátrað, hann veginn,
lengdarmældur og einkunn gefin fyrir
útlit, auk þess sem fiskurinn er krufinn,
kynþroski metinn og kyngreint. Auk
þess eru allir fiskar í hverri stöð vegnir
og mældir einu sinni á ári. Marktæk-
ur munur hefur komið fram á vexti, (1.
mynd) kynþroska (2. mynd) og útliti
milli stofna og einnig milli stöðva.
Líklegt er að valinn fiskur úr verkefn-
7