Fjölrit RALA - 10.05.1992, Blaðsíða 26

Fjölrit RALA - 10.05.1992, Blaðsíða 26
FÓÐURDEILD 3. mynd. I37Cs virkni á mismunandi tímum sumars. Flutingur á sesíum úr jarðvegi í lambakjöt S umarið 1990 hófust rannsóknir á flutn- ingi geislavirks sesíums (Cs) úr jarð- vegi um plöntur og yfir í lambakjöt. Þær eru gerðar í samvinnu við Geisla- varnir ríkisins og eru hluti af samnor- rænu verkefni sem allar Norðurlanda- þjóðirnar taka þátt í. Áætlað er að rannsóknirnar standi í fjögur ár. Þær hafa farið fram á tveimur stöðum, í beitarhólfum Rala á Auðkúluheiði og á Hesti í Borgarfirði. Notaðar hafa verið tvílembur og hefur verið safnað saur frá ám og lömbum, auk þess sem tekin hafa verið kjötsýni við slátrun lamba. Einnig hafa verið tekin jarð- vegssýni, uppskerusýni og einstökum beitarjurtum verið safnað í beitarhólf- unum. Þáttur Rala hefur fyrst og fremst falist í söfnun og frágangi sýna ásamt því að leggja til tilraunaaðstöðu úti á landi. Geislavarnir hafa séð um allar sesíummælingar og samskipti við er- lenda samstarfsaðila. Mælingarnar eru afar tímafrekar og er þeim einungis lokið að hluta. Þær niðurstöður sem nú liggja fyrir eru frá Hesti sumarið 1990. Þær benda til þess að hér sé að finna samsætuna 137Cs, sem rekja má til kjarnorkutil- rauna í andrúmslofti fyrr á árum. Ann- arrar samsætu sesíums, 134Cs, sem barst frá Chernobyl við slysið þar árið 1986, hefur ekki orðið vart. Flutningsstuð- ull 137Cs frá gróðri í kjöt reyndist 0,48 sem er mjög svipað og mælist annars staðar í Evrópu. Sesíummagn er breyti- legt yfir sumarið (3. mynd) og einnig er nokkur munur á sesíuminnihaldi plantna eftir því hvort þær vaxa á þurrum svæð- um eða votum, votlendisplönturnar hafa mun meira af sesíum. Miðað við niðurstöður frá hinum Norðurlanda- þjóðunum er hægt að fullyrða að magn sesíums hér sé afar lítið. Sem dæmi má nefna að 137Cs innihald lín- gresis mældist 4,6 Bq/kg hér, 6 Bq/kg í Finnlandi, 38,4 Bq/kg í Færeyjum, 815 Bq/kg í Svíþjóð og 2045 Bq/kg í Nor- egi. 137Cs innihald í lambakjöti mældist 56,1 Bq/kg hér, 15 Bq/kg í Finnlandi, 32,7 Bq/kg í Færeyjum, 1200 Bq/kg í Svíþjóð og 963,5 Bq/kg í Noregi. Hættumörk til neyslu eru dregin við 1000 Bq/kg. Jóhann Þórsson og Olafur Guðmundsson Rannsóknir á átgetu sauðfjár Sumarið 1990 fóru fram rannsóknir á áti beitarfjár á Hesti í Borgarfirði á vegum fóðurdeildar Rala. Voru þær framhald átgeturannsókna sem verið hafa á Auðkúluheiði í nokkur ár. Er ætlunin að bera saman þrif fjár á lág- lendi og hálendi. Tilraunahólfin voru tvö, 6 ha og 12 ha, bæði á láglendis- mýri. Þrettán tvílembur gengu í hvoru hólfi og var því um tvenns konar beitar- þunga að ræða, léttbeitt og þungbeitt (4. mynd). Þrif voru mæld reglulega, át var mælt með saursöfnun fjórum sinn- ÁT, G ÞE/KG LtFÞ./DAG —- ÆR, LfTID BEITT -+~ ÆR, MIKID BEITT LÖMB, LÍTIÐ BEITT -B“ LÖMB, MIKID BEITT 4. mynd. Áhrif beitartíma og beitarþunga á át áa og lamba á óframrœstri mýri á tilraunabúinu Hesti sumarið 1990. 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.