Fjölrit RALA - 10.05.1992, Blaðsíða 35

Fjölrit RALA - 10.05.1992, Blaðsíða 35
JARÐRÆKTARDEILD Kynbœtur grasa fyrir norðurslóðir Norðurlandaráð hóf að styrkja sam- vinnuverkefni grasakynbótamanna á Is- landi og í norðurhéruðum Noregs, Sví- þjóðar og Finnlands árið 1981. Meg- inmarkmið verkefnisins er að kyn- bæta grasstofna sem aðhæfðir eru að- stæðum á norðlægum slóðum. Und- anfarin ár hefur megináhersla verið lögð á sameiginlegar kynbætur á vall- arfoxgrasi enda höfðu stofnaprófanir á þessum stöðum sýnt að vallarfoxgras- stofnar búa yfir breiðri aðlögun. Fimm tilraunastöðvar á Norðurlönd- unum fjórurn taka þátt í verkefninu og hefur hver þeirra lagt til 12 vallarfox- grasarfgerðir, eða 60 arfgerðir í allt. Var þeim víxlað saman í fjölvíxlun í Danmörku og hálfsystkinalínunum 60 sem þannig fengust var sáð út í tilrauna- reiti á öllum stöðvunum 1987-1988. Uppskerumælingum og öðru mati er nú lokið og sýna niðurstöður að all- nokkur munur var á uppskeru hálf- systkinalínanna en jafnframt var upp- skera þeirra nokkuð háð tilraunastað. Valdar voru saman átta arfgerðir til þess að mynda nýjan stofn og gáfu þær allar meiri uppskeru en viðmiðunar- stofnarnir (1. mynd). Nýi stofninn verð- ur síðan borinn saman við eldri stofna í hefðbundnum stofnaprófunum. Aslaug Helgadóttir Nýjar belgjurtir á íslandi Aukinn áhugi er fyrir nýtingu belgjurta til uppgræðslu enda binda þær nitur úr andrúmsloftinu og eru því sjálfbjarga. Sumar belgjurtategundir eru frumherj- ar og ættu því að geta komið gróður- framvindu af stað á gróðursnauðu landi. Á íslandi vaxa einungis fáar tegundir belgjurta og eru athuganirhafn- ar á sumum þeirra, einkum hvítsmára, umfeðmingi og baunagrasi. Jafnframt hefur á síðustu árum borist hingað nokkurt safn erlendra belgjurta og er það að mestu komið frá Alaska, Kanada, Síberíu og N-Noregi. Vorið 1991 var plantað út ýmsum erlendum belgjurtategundum af ætt- kvíslunum Astragalus, Galega, Hedys- arum, Lathyrus, Lotus, Medicago, Melilotus, Onobrychis, Oxytropis og Trifolium. Alls var plantað 50 mis- munandi tegundum og stofnum á tjór- um tilraunastöðum. Markmiðið með prófununum er að finna stofna sem lifa hérlendis og gefa fræ sem hægt er rækta í stórum stíl þannig að unnt sé að nýta stofnana í landgræðslustarfinu. Aslaug Helgadóttir Hvítsmári í túnrœkt Vaxandi áhuga gætir nú, bæði hérlend- is og í nágrannalöndunum, á að nýta belgjurtir í túnrækt. Gæti þar með sparast notkun á tilbúnum nituráburði, auk þess sem betra fóður fengist af túnunum. Vorið 1986 var lögð út tilraun á tilraunastöðinni Korpu þar sem Undrom hvítsmára frá N-Svíþjóð var sáð í blöndu með ýmsum grasteg- undum og var sláttutímameðferð þrenns konar; sláttur á þriggja vikna fresti allt sumarið, tíður sláttur snemm- sumars og hvfld síðsumars, og hvíld snemmsumars en tíður sláttur síðsum- ars. Uppskera hefur verið mæld og greind til tegunda í fimm sumur. Ljóst er að hlutdeild hvítsmárans í uppskerunni hefur sveiflast nokkuð milli ára (2. mynd). Fyrsta sumarið varð smárinn allt að 60% af heyinu en árið eftir hvarf hann næstum úr túninu og hlutdeild hans varð innan við 10%. Síðan hefur hann verið að ná sér á strik og sumarið 1991 varð hann rúm 70% af heyinu þegar mest varð. Heildar- uppskeran hefur að sama skapi sveifl- ast milli ára, varð minnst innan við 20 hestburðir á hektara sumarið 1988 þeg- ar minnst var af smáranum en fór upp í rúma 50 hestburði á hektara sumarið 1991 ogjafnastþaðáviðþannheyfeng sem fæst af túni í góðri rækt við venju- legan skammt af tilbúnum áburði. Áslaug Helgadóttir UPPSKERA I 2. SLÆTTI, T ÞE./HA UPPSKERA ( 1. SLÆTTI, T ÞE./HA --- TÍÐUR SLÁTTUR HVlLD SIÐSUMARS HVÍLD SNEMMSUMARS 1. mynd. Uppskera 60 hálfsystkinalína og fjögurra viðmið- 2. mynd. Hlutdeild Undrom hvítsmára í heildaruppskeru við unarstofna í kynbótaverkefni með vallarfoxgras. Meðaltal þrenns konar sláttutímameðferð árin 1987-1991 á tilrauna- fimm tilraunastaða og þriggja ára. stöðinni Korpu. 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.