Fjölrit RALA - 10.05.1992, Side 35

Fjölrit RALA - 10.05.1992, Side 35
JARÐRÆKTARDEILD Kynbœtur grasa fyrir norðurslóðir Norðurlandaráð hóf að styrkja sam- vinnuverkefni grasakynbótamanna á Is- landi og í norðurhéruðum Noregs, Sví- þjóðar og Finnlands árið 1981. Meg- inmarkmið verkefnisins er að kyn- bæta grasstofna sem aðhæfðir eru að- stæðum á norðlægum slóðum. Und- anfarin ár hefur megináhersla verið lögð á sameiginlegar kynbætur á vall- arfoxgrasi enda höfðu stofnaprófanir á þessum stöðum sýnt að vallarfoxgras- stofnar búa yfir breiðri aðlögun. Fimm tilraunastöðvar á Norðurlönd- unum fjórurn taka þátt í verkefninu og hefur hver þeirra lagt til 12 vallarfox- grasarfgerðir, eða 60 arfgerðir í allt. Var þeim víxlað saman í fjölvíxlun í Danmörku og hálfsystkinalínunum 60 sem þannig fengust var sáð út í tilrauna- reiti á öllum stöðvunum 1987-1988. Uppskerumælingum og öðru mati er nú lokið og sýna niðurstöður að all- nokkur munur var á uppskeru hálf- systkinalínanna en jafnframt var upp- skera þeirra nokkuð háð tilraunastað. Valdar voru saman átta arfgerðir til þess að mynda nýjan stofn og gáfu þær allar meiri uppskeru en viðmiðunar- stofnarnir (1. mynd). Nýi stofninn verð- ur síðan borinn saman við eldri stofna í hefðbundnum stofnaprófunum. Aslaug Helgadóttir Nýjar belgjurtir á íslandi Aukinn áhugi er fyrir nýtingu belgjurta til uppgræðslu enda binda þær nitur úr andrúmsloftinu og eru því sjálfbjarga. Sumar belgjurtategundir eru frumherj- ar og ættu því að geta komið gróður- framvindu af stað á gróðursnauðu landi. Á íslandi vaxa einungis fáar tegundir belgjurta og eru athuganirhafn- ar á sumum þeirra, einkum hvítsmára, umfeðmingi og baunagrasi. Jafnframt hefur á síðustu árum borist hingað nokkurt safn erlendra belgjurta og er það að mestu komið frá Alaska, Kanada, Síberíu og N-Noregi. Vorið 1991 var plantað út ýmsum erlendum belgjurtategundum af ætt- kvíslunum Astragalus, Galega, Hedys- arum, Lathyrus, Lotus, Medicago, Melilotus, Onobrychis, Oxytropis og Trifolium. Alls var plantað 50 mis- munandi tegundum og stofnum á tjór- um tilraunastöðum. Markmiðið með prófununum er að finna stofna sem lifa hérlendis og gefa fræ sem hægt er rækta í stórum stíl þannig að unnt sé að nýta stofnana í landgræðslustarfinu. Aslaug Helgadóttir Hvítsmári í túnrœkt Vaxandi áhuga gætir nú, bæði hérlend- is og í nágrannalöndunum, á að nýta belgjurtir í túnrækt. Gæti þar með sparast notkun á tilbúnum nituráburði, auk þess sem betra fóður fengist af túnunum. Vorið 1986 var lögð út tilraun á tilraunastöðinni Korpu þar sem Undrom hvítsmára frá N-Svíþjóð var sáð í blöndu með ýmsum grasteg- undum og var sláttutímameðferð þrenns konar; sláttur á þriggja vikna fresti allt sumarið, tíður sláttur snemm- sumars og hvfld síðsumars, og hvíld snemmsumars en tíður sláttur síðsum- ars. Uppskera hefur verið mæld og greind til tegunda í fimm sumur. Ljóst er að hlutdeild hvítsmárans í uppskerunni hefur sveiflast nokkuð milli ára (2. mynd). Fyrsta sumarið varð smárinn allt að 60% af heyinu en árið eftir hvarf hann næstum úr túninu og hlutdeild hans varð innan við 10%. Síðan hefur hann verið að ná sér á strik og sumarið 1991 varð hann rúm 70% af heyinu þegar mest varð. Heildar- uppskeran hefur að sama skapi sveifl- ast milli ára, varð minnst innan við 20 hestburðir á hektara sumarið 1988 þeg- ar minnst var af smáranum en fór upp í rúma 50 hestburði á hektara sumarið 1991 ogjafnastþaðáviðþannheyfeng sem fæst af túni í góðri rækt við venju- legan skammt af tilbúnum áburði. Áslaug Helgadóttir UPPSKERA I 2. SLÆTTI, T ÞE./HA UPPSKERA ( 1. SLÆTTI, T ÞE./HA --- TÍÐUR SLÁTTUR HVlLD SIÐSUMARS HVÍLD SNEMMSUMARS 1. mynd. Uppskera 60 hálfsystkinalína og fjögurra viðmið- 2. mynd. Hlutdeild Undrom hvítsmára í heildaruppskeru við unarstofna í kynbótaverkefni með vallarfoxgras. Meðaltal þrenns konar sláttutímameðferð árin 1987-1991 á tilrauna- fimm tilraunastaða og þriggja ára. stöðinni Korpu. 33

x

Fjölrit RALA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.