Fjölrit RALA - 10.05.1992, Blaðsíða 54

Fjölrit RALA - 10.05.1992, Blaðsíða 54
LANDNÝTINGARDEILD og nýjum gróðurlendum eða hvort hin áunnu gróðurskilyrði jarðvegsins rýrna að nýju til fyrra horfs. Efnagreiningar, sem gerðar voru á jarð- vegi úr tilraunareitum á uppgræðslu- svæðunum, sýndu að áhrif áburðar- gjafar í níu ár voru nær eingöngu bund- in við efstu fimm sentímetrajarðvegs- ins. Áburðargjöf hafði aukið nokkuð magn hans af leysanlegu kalíum og fosfór. Hins vegar höfðu stærstu áburð- arskammtar leitt til nokkurrar útskol- unar næringarefna, sýringar jarðvegs og minna heildarmagns katjóna. Líf- ræn efni og köfnunarefni höfðu ekki aukist merkjanlega en hugsanlegt er að vegna lítillar blöndunar jarðvegsefna hafi þessi efni aukist eitthvað alveg efst við yfirborð jarðvegs. Rætur grasanna, sem urðu ríkjandi í gróðurfari á uppgræðslusvæðunum, eru grunnstæðar og er langmestur hluti þeirra í efstu fimm sentímetrum jarð- vegsins. Áburðargjöf á mikinn þátt í því að ræturnar fara ekki dýpra. Smádýralíf, eins og það endurspeglast í fjölda stökkmora (Collembola), var einnig aðallega í efstu fimm sentí- metrum jarðvegsins. Fjöldinn var meiri á friðuðu landi en beittu og hann jókst við áburðargjöf. Ingvi Þorsteinsson Staða og nýjungar í gróðurkortagerð Gróðurkortagerð hefur verið stunduð frá árinu 1955. Kortlagðir hafa verið ítarlega um 2/3 hlutar landsins og gefin út um 120 kortblöð með hefðbundn- um hætti, bæði af hálendi og byggð. Á meginhluta þeirra svæða sem voru kort- lögð hefur verið gerð gróðurfarsleg úttekt, byggð á flatarmáli gróðurlenda og áralöngum rannsóknum á fram- leiðslugetu og beitarþoli landsins. Erfitt er að gera breytingar á venjuleg- um kortum nema með ærinni vinnu og tilkostnaði. Það útheimtir nýjar filmur með áorðnum leiðréttingum og síðan endurprentun á kortunum. Þannig hefur þetta verið fram á síðustu ár en nú er að verða breyting á. Hafin er stafræn gróðurkortagerð sem er fólgin í því að kortin eru teiknuð í tölvu og varð- veitt þar sem samsafn af punktum, lín- um, svæðum og texta (sjá mynd á baksíðu). Til að vinna úr þeim upplýs- ingum sem á kortinu eru og fá fram tilætlaðar niðurstöður, án þess að kort- ið þurfi nokkurn tíma að komast á blað, hefur verið þróaður sérstakur hugbúnaður. Hugbúnaðurinn nefnist á ensku GIS er stendur fyrir Geograp- hical Information System sem hefur verið útlagt á íslensku landfræðilegt upplýsingakerfi, LUK. Miðað við hefðbundin kort má segja að stafrænu kortin séu lifandi og það er jafnauðvelt að gera breytingar á þeim og á orðalagi á texta. Hægt er að færa til línur, letur eða tákn og þurrka út eða bæta við einstaka hluta. Allar breytingar sem verða á landinu er jafn- harðan hægt að færa inn á kortið, svo sem nýjar byggingar, vegi, raflínur, nýræktuð tún og skóglendi. Þessi eig- inleiki kerfisins kemur ekki síst að gagni þegar ákvarða á tap á gróður- lendi vegna uppblásturs eða öskufalls. Aukmyndarinnar afkortinu semsjámá á tölvuskjá er í tölvunni gagnagrunnur sem tengist kortinu og geymir allar nauðsynlegar upplýsingar um hvert ein- stakt svæði áþví. Upplýsingar erhægt að kalla fram á skjáinn eftir þörfum. Síðla árs 1991 lauk fyrsta hagnýta kortagerðarverkefninu sem unnið var á stafrænan hátt hjá Rala og má segja að það marki tímamót hérlendis. Verk- efnið, sem var unnið í samvinnu við fyrirtækið ÍSGRAF hf. og með búnaði frá Intergraph, er gróður- og jarðakort af Fljótsdalshéraði. Það var unnið vegna skógræktaráætlunar fyrir Hér- aðsskóga og nær til 74 jarða. Lokaaf- urð þeirrar vinnu var Jarðabók af hluta Fljótsdalshéraðs. í henni eru tölvuteiknuð kort af hverri jörð undir 300 m hæð ásamt tölulegum upplýs- ingum um eignarhald, stærð og gróð- urfarsleg einkenni. Við þessi gögn má síðan bæta við hvers konar upplýsing- um öðrum sem má telja að eigi heima í slrkri jarðabók. Minna má á áform Búnaðarfélags íslands og Framleiðslu- ráðs landbúnaðarins um útgáfu jarða- bókar en æskilegt er að höfð verði samvinna milli stofnana um gerð slíkr- ar bókar. Guðmundur Guðjónsson Umhverfisþœttir og asparrœktun Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins að Mógilsá hóf árið 1989 umfangsmiklar rannsóknir á áhrifum umhverfisþátta á vöxt aspar. Rannsóknirnar fara fram í stórum asparreit í Gunnarsholti og eru unnar í samvinnu við Rannsóknastöð skógræktarinnar á Nýfundnalandi og Labrador, Queen’s háskóla í Kanada, Rala og Landgræðsluna. Snemma árs 1990 varð að samkomulagi að Rala tæki þátt í stjórn verkefnisins og hefði umsjón með þáttum sem lúta að mæl- ingum á umhverfisþáttum og lífeðlis- fræðilegum viðbrögðum plantnanna við umhverfinu. Samstarfið hefur gengið mjög vel og hefur gagnlegra upplýsinga um um- hverfisþætti þegar verið aflað. Fyrstu mælingar á trjánum, sem plantað var sumarið 1990, voru gerðar haustið 1991. Sérfræðingar Mógilsárstöðvar- innar sjá um trjámælingarnar. Á miðju svæðinu er sjálfvirk veðurstöð sem tengist Keldnaholtinu um síma. Þessi stöð mælir heildarsólgeislun og nettó inngeislun, lofthita, loftraka, vindhraða, vindátt, jarðraka, jarðvegshita, varma- flæði til jarðvegs og úrkomu. Fallandi í loftraka og lofthita frá yfirborði er einnig mældur með þar til gerðum nemum og niðurstöðurnar notaðar til að meta heildaruppgufun frá svæðinu og varmaburð með vindi (2. mynd). Niðurstöður mælinga á umhverfisþátt- um, ásamt mælingum á vexti og lífeðl- isfræði trjánna, verða notaðar til að prófa vaxtarlíkön, m.a. SPAC- 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.