Fjölrit RALA - 10.05.1992, Blaðsíða 29
FÓÐURDEILD
8. rnynd. Skipting afkvœmahópa eftirfitu á hrygg í afkvæma- 9. mynd Skipting afkvœmahópa eftirfitu á bóg íafkvœma-
rannsókn 1990 og 1991. rannsókn 1990 og 1991.
Markmið afkvæmarannsókna er að
lækka framleiðslukostnað á svínakjöti
og samtímis að koma til móts við óskir
neytenda um fitulítið, bragðgott svína-
kjöt á viðráðanlegu verði. Rétt er að
minna á að ekki er hægt að velja
verðmætustu kynbótadýrin nema með
afkvæmarannsóknum. Þar af leiðandi
verður stöðugt að gera afkvæmarann-
sóknir.
Niðurstöður afkvæmarannsókna hafa
sýnt að mikill munur er á vaxtarhraða
og fitusöfnun grísa undan hinum ýmsu
göltum og gyltum (7.-9. mynd) og
auðvelt er að velja eingöngu bestu
dýrin til undaneldis. Einnig sýna nið-
urstöður afkvæmarannsókna að all-
mikill munur er milli svínabúa. Til
dæmis er allt að 30-40 daga munur á
meðalaldri álíka þungra grísa við slátr-
un undan hinum ýmsu göltum og gylt-
um. Ef fóðurkostnaður, vinna og fjár-
magnskostnaður er áætlaður 100 kr. á
eldisskeiðinu verður framleiðslu-
kostnaður sláturgrísa undan bestu gölt-
unum og gyltunum um 3000-4000 kr.
lægri en framleiðslukostnaður grísa
undan lökustu göltunum og gyltunun.
Þær miklu framfarir sem hafa verið í
íslenskri svínarækt síðustu 5-6 árin eru
fyrst og fremst að þakka afkvæma-
rannsóknum, mælingum í sláturhúsum
og síðast en ekki síst dugnaði og áhuga
einstakra svínabænda að koma til móts
við óskir neytenda um fitulítið og
bragðgott svínakjöt á viðráðanlegu
verði.
Pétur Sigtryggsson
Rannsókn á streitu í svínum
og áhrif streitu á kjötgœði
Allt frá árinu 1986 hefur sýrustig í
hrygg og læri sláturgrísa verið mælt
(10. mynd) samtímis fitumælingum og
lengdarmælingum. Niðurstöður hafa
sýnt að tíðni streitu eða vatnsvöðva
(pH<5,60) hefur aukist með árunum og
allmikill munur er á tíðni vatnsvöðva
hjá sláturgrísum frá hinum ýmsu svína-
búum. Streita eða vatnsvöðvi er háð
erfðum og orsakast af víkjandi erfða-
vísi. Þar af leiðandi kemur þessi erfða-
galli einungis fram í grísum sem eiga
foreldra með erfðavísinn í arfhreinu
eða arfblendnu ástandi. Með afkvæma-
rannsóknum er hægt að koma í veg
fyrir að dýr með þennan erfðagalla
séu notuð til undaneldis. Það er mjög
mikilvægt þar sem kjöt með streitu-
eða vatnsvöðvaeinkenni er slepjulegt,
seigt og ólystugt. í nágrannalöndunum
er streita eða vatnsvöðvi mikið vanda-
mál og mikil áhersla er lögð á að
útrýma þessum erfðagalla.
Pétur Sigtryggsson
%
ABCDEFGH I K
112 88 97 86 73 72 155 66 156 73
GELTIR OG FJÖLDI GRlSA
■1 pH < 5,60 I HRYGG Y/A pH < 5,60 I LÆRI
10. mynd. Skipting afkvœmahópa eftir sýrustigi í afkvœmarannsókn 1990 og 1991.
27