Fjölrit RALA - 10.05.1992, Blaðsíða 50

Fjölrit RALA - 10.05.1992, Blaðsíða 50
JARÐVEGSDEILD þessum hafa verið tekin um 70 jarð- vegssnið víðs vegar um land. Flest þeirra hafa verið tekin á heiðum og afréttarlöndum Austurlands og í lágsveitum á Fljótsdalshéraði. Sniðin voru mæld, teiknuð og árleg þykknun milli þekktra, tímasettra öskulaga reikn- uð. Ýmislegt athyglisvert hefur komið í ljós við þessa vinnu. í fyrsta lagi hefur orðið mjög mikil jarðvegsþykknun á Norðaustur- og Austurlandi síðastlið- in 115 ár, þ.e. fráþvíað Askjagaus árið 1875. Jarðvegur hefur ekki þykknað meira í annan tíma frá ísaldarlokum. Rétt er þó að hafa í huga að efsta lag jarðvegs er ekki eins þjappað og þau sem neðar eru. í öðru lagi eru á einstök- um svæðum, eins og t.d. hjá Fossá á Jökuldal, miklar breytingar á jarðvegs- þykknun milli einstakra tímabila. Við Fossá er árleg þykknun á tímabilinu H. (fyrir 2800 árum) til landnáms 0,38 mm á ári sem er mesta þykknun þar til kemur að tímabilinu A 1875-1990. í þriðja lagi virðist í fljótu bragði mega draga þá ályktun af þessu sem hér hefur verið sett fram að rof hafi verið á ýmsum tímum eftir ísöld. Orsaka þess kann að vera að leita m.a. í þremur stórhlaupum í Jökulsá á Fjöllum á forsögulegum tíma, kólnandi veðurfari, einkum á síð- ari hluta 19. aldar, og Öskjugosi árið 1875. Rofhraðamælingarnar sjálfar eru lang- tímaverkefni en einn mælistaður á Mý- vatnsöræfum, sem settur var upp 1989, var mældur síðastliðið sumar. Rof þar reyndist vera 82,4 sm að meðaltali eftir rofjaðrinum, þ.e. 41,2 sm á ári. Grétar Guðbergsson Kortlagning jarðvegseyðingar Á árinu 1991 hófust rannsóknir á jarðvegseyðingu er m.a. miða að kortlagningu hennar í samvinnu við Landgræðslu ríkisins. Ætlunin er að afla haldgóðra upplýsinga um út- breiðslu og eðli jarðvegseyðingar í landinu sem síðan má nota við skipu- lag landgræðslustarfs og verndunjarð- vegs. Stefnt er að því að kortlagningin verði fyrst og fremst í höndum Land- 2. myncL. Gerð rofkorta. Innrauðar myndir (IR), gervitunglamyndir (Landsat) og fleiri gögn eru notuð ásamt vettvangsvinnu og unnið úr þeim í GIS kerfi. græðslunnar en þróun og fagleg ábyrgð hjá Rala. Þegar hefur verið hafist handa um að móta aðferðir við kortlagning- una og að afla tækjabúnaðar. Jarðvegseyðing birtist í mörgum myndum og unnið hefur verið að því að flokka hinar ólíku rofmyndir lands- ins og að móta rofkvarða fyrir hverja rofmynd fyrir sig. Kvarðinn verður í fimm stigum: engin eyðing, nokkur eyðing, talsverð eyðing, mikil eyð- ing og mjög mikil eyðing. Rannsóknir hafa einkum farið fram á svæðum þar sem eyðing er mikil eins og á Norð- austurlandi. I framhaldi af rannsóknunum á Norð- austurlandi var hafist handa við að gera tilraunakort af jarðvegseyðingu. Þessi kort eru gerð með aðstoð tölvu- búnaðar (GIS) þar sem gögn um jarð- vegseyðingu, gróður og aðra lands- lagsþætti eru lögð ofan á gervihnatta- mynd af viðkomandi svæði. Flæðirit er sýnir hugsanlegan feril við gerð korta af jarðvegseyðingu er sýnt á 2. mynd. Vonast er til að skipuleggja megi landgræðslustarf framtíðarinnar á slíkum grunni ásamt skráningu land- græðsluaðgerða. Ólafur Arnalds Rannsóknir á eyðingu Unnið var að rannsóknum á eðlis- og efnaeiginleikum jarðvegsins sem hafa áhrif á jarðvegseyðinguna. Áhersla er lögð á þær rofmyndir sem minnst hafa verið rannsakaðar hingað til. Frost og þíða móta umhverfi landsins í miklum mæli og ekki síst jarðveginn sem rneðal annars skríður hægt og sígandi undan halla af þessum sökum. Ferlið hefur verið nefnt jarðskrið eða jarðsil og á drjúgan þátt íjarðvegseyð- ingu í landinu en hefur lítið verið rannsakað. Á árinu 1991 hófust rann- sóknir á jarðskriði víða um land með styrk frá Vísindasjóði. Önnur algeng rofmynd, sem lítið hefur verið rann- sökuð, eru svonefndir áfoksgeirar. Áfoksgeirar á Norðausturlandi voru kannaðir á árinu, m.a. hvaðan áfoks- efnin bárust ásamt eðli sandburðarins. Föstum mælipunktum til mælinga á rofhraða var komið upp víða um land árin 1988 og 1989. Allmargir þessara punkta voru mældir aftur 1991 og kom í ljós að mikið rof hefur átt sér stað á Norðausturlandi á þessum tíma. Ólafur Arnalds 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.