Fjölrit RALA - 10.05.1992, Síða 50

Fjölrit RALA - 10.05.1992, Síða 50
JARÐVEGSDEILD þessum hafa verið tekin um 70 jarð- vegssnið víðs vegar um land. Flest þeirra hafa verið tekin á heiðum og afréttarlöndum Austurlands og í lágsveitum á Fljótsdalshéraði. Sniðin voru mæld, teiknuð og árleg þykknun milli þekktra, tímasettra öskulaga reikn- uð. Ýmislegt athyglisvert hefur komið í ljós við þessa vinnu. í fyrsta lagi hefur orðið mjög mikil jarðvegsþykknun á Norðaustur- og Austurlandi síðastlið- in 115 ár, þ.e. fráþvíað Askjagaus árið 1875. Jarðvegur hefur ekki þykknað meira í annan tíma frá ísaldarlokum. Rétt er þó að hafa í huga að efsta lag jarðvegs er ekki eins þjappað og þau sem neðar eru. í öðru lagi eru á einstök- um svæðum, eins og t.d. hjá Fossá á Jökuldal, miklar breytingar á jarðvegs- þykknun milli einstakra tímabila. Við Fossá er árleg þykknun á tímabilinu H. (fyrir 2800 árum) til landnáms 0,38 mm á ári sem er mesta þykknun þar til kemur að tímabilinu A 1875-1990. í þriðja lagi virðist í fljótu bragði mega draga þá ályktun af þessu sem hér hefur verið sett fram að rof hafi verið á ýmsum tímum eftir ísöld. Orsaka þess kann að vera að leita m.a. í þremur stórhlaupum í Jökulsá á Fjöllum á forsögulegum tíma, kólnandi veðurfari, einkum á síð- ari hluta 19. aldar, og Öskjugosi árið 1875. Rofhraðamælingarnar sjálfar eru lang- tímaverkefni en einn mælistaður á Mý- vatnsöræfum, sem settur var upp 1989, var mældur síðastliðið sumar. Rof þar reyndist vera 82,4 sm að meðaltali eftir rofjaðrinum, þ.e. 41,2 sm á ári. Grétar Guðbergsson Kortlagning jarðvegseyðingar Á árinu 1991 hófust rannsóknir á jarðvegseyðingu er m.a. miða að kortlagningu hennar í samvinnu við Landgræðslu ríkisins. Ætlunin er að afla haldgóðra upplýsinga um út- breiðslu og eðli jarðvegseyðingar í landinu sem síðan má nota við skipu- lag landgræðslustarfs og verndunjarð- vegs. Stefnt er að því að kortlagningin verði fyrst og fremst í höndum Land- 2. myncL. Gerð rofkorta. Innrauðar myndir (IR), gervitunglamyndir (Landsat) og fleiri gögn eru notuð ásamt vettvangsvinnu og unnið úr þeim í GIS kerfi. græðslunnar en þróun og fagleg ábyrgð hjá Rala. Þegar hefur verið hafist handa um að móta aðferðir við kortlagning- una og að afla tækjabúnaðar. Jarðvegseyðing birtist í mörgum myndum og unnið hefur verið að því að flokka hinar ólíku rofmyndir lands- ins og að móta rofkvarða fyrir hverja rofmynd fyrir sig. Kvarðinn verður í fimm stigum: engin eyðing, nokkur eyðing, talsverð eyðing, mikil eyð- ing og mjög mikil eyðing. Rannsóknir hafa einkum farið fram á svæðum þar sem eyðing er mikil eins og á Norð- austurlandi. I framhaldi af rannsóknunum á Norð- austurlandi var hafist handa við að gera tilraunakort af jarðvegseyðingu. Þessi kort eru gerð með aðstoð tölvu- búnaðar (GIS) þar sem gögn um jarð- vegseyðingu, gróður og aðra lands- lagsþætti eru lögð ofan á gervihnatta- mynd af viðkomandi svæði. Flæðirit er sýnir hugsanlegan feril við gerð korta af jarðvegseyðingu er sýnt á 2. mynd. Vonast er til að skipuleggja megi landgræðslustarf framtíðarinnar á slíkum grunni ásamt skráningu land- græðsluaðgerða. Ólafur Arnalds Rannsóknir á eyðingu Unnið var að rannsóknum á eðlis- og efnaeiginleikum jarðvegsins sem hafa áhrif á jarðvegseyðinguna. Áhersla er lögð á þær rofmyndir sem minnst hafa verið rannsakaðar hingað til. Frost og þíða móta umhverfi landsins í miklum mæli og ekki síst jarðveginn sem rneðal annars skríður hægt og sígandi undan halla af þessum sökum. Ferlið hefur verið nefnt jarðskrið eða jarðsil og á drjúgan þátt íjarðvegseyð- ingu í landinu en hefur lítið verið rannsakað. Á árinu 1991 hófust rann- sóknir á jarðskriði víða um land með styrk frá Vísindasjóði. Önnur algeng rofmynd, sem lítið hefur verið rann- sökuð, eru svonefndir áfoksgeirar. Áfoksgeirar á Norðausturlandi voru kannaðir á árinu, m.a. hvaðan áfoks- efnin bárust ásamt eðli sandburðarins. Föstum mælipunktum til mælinga á rofhraða var komið upp víða um land árin 1988 og 1989. Allmargir þessara punkta voru mældir aftur 1991 og kom í ljós að mikið rof hefur átt sér stað á Norðausturlandi á þessum tíma. Ólafur Arnalds 48

x

Fjölrit RALA

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.