Fjölrit RALA - 10.05.1992, Blaðsíða 5

Fjölrit RALA - 10.05.1992, Blaðsíða 5
INNGANGUR Sú skýrsla sem hér birtist um starfsemi Rannsóknastofnunar landbúnaðarins fyrir árin 1990 og 1991 er með svipuðu sniði og síðasta skýrsla. Áfram er leitast við að lýsa markverðustu verkefnunum og stöðu þeirra án þess þó að kafa of djúpt í fræðin þannig að skýrslan gefi aðgengilega yfirsýn um starfsemina. Það er von okkar að hún geti nýst vel í þeirri umræðu sem nú á sér stað um hlutverk rannsókna í að laga landbúnaðinn að þeim miklu breytingum sem nú eru að verða. Vel hefur miðað í því að bæta tilraunaaðstöðu stofnunarinnar samfara nokkrum skipulagsbreytingum á rekstrinum. Rekstri tilraunastöðvanna á Reykhólum í Reykhólasveit og á Skriðuklaustri í Fljótsdal hefur verið hætt en starfsemin efld annars staðar. Stofnunin hefur notið meðbyrs frá fjárveitingavaldinu, sem og Framleiðnisjóðs og Byggingasjóðs Rannsóknaráðs ríkisins til uppbyggingar enda stuðningur hags- munaaðila í atvinnuveginum ótvíræður. Þannig var á síðasta ári að mestu lokið byggingu tilraunafjósanna á Möðruvöllum í Hörgárdal og á Stóra Ármóti í Hraungerðishreppi. I kjölfarið hefur tilraunastarfð á sviði nautgriparæktar eflst. Nýtt hús undir starfsemi bútæknideildar á Hvanneyri varð fokhelt á síðasta hausti og er áætlað að taka það fullbúið í notkun á þessu ári. Á Keldnaholti hillir undir að tilraunaaðstaða fyrir lífeðlisfræðirannsóknir og fóðurrannsóknir verði fullbúin á þessu ári og í samstarfi við nokkrar aðrar stofnanir er nú komin upp mjög góð aðstaða til nákvæmnisrannsókna í fiskeldi í straumfræðihúsi Orkustofnunar. Einnig hefur verið unnið að því að bæta aðstöðu vegna hinnar mikilvægu starfsemi fæðudeildar á Keldnaholti. Fleiri atriði má nefna, svo sem uppbyggingu á frærækt í Gunnarsholti sem stofnunin hefur tekið þátt í með Landgræðslu ríkisins. Einnig má nefna ákvörðun landbúnaðarráðherra að stefna að því að koma upp góðri tilrauna- og kennsluaðstöðu á tilraunabúinu á Hesti í Andakílshreppi. Þessar framkvæmdir benda til ótvíræðs stuðnings við rannsóknastarfsemina þótt nokkuð hafi dregið úr beinum fjárframlögum til reksturs. Er það von stofnunarinnar að hún njóti stuðnings til að fylgja þessari ágætu uppbyggingu eftir með kröftugu rannsóknastarfi. Umhverfismál voru ofarlega á baugi á því tímabili sem þessi skýrsla nær til og verða fyrirsjáanlega í brennidepli á næstu árum. Stofnunin gaf út kynningarrit um umhverfisrannsóknir árið 1991 og sýnir það glöggt hve snar þáttur þessi málaflokkur er í starfseminni. Stofnunin hefur verið í fararbroddi í umhverfis- rannsóknum á landi og líklegt er að mikilvægi þessara rannsókna eigi eftir að aukast. Síauknar kröfur eru gerðar til eðlilegs samspils umhverfis og allrar atvinnustarfsemi og er þetta sérstaklega mikilvægt í landbúnaði, bæði hvað varðar gæði búvara svo og áhrif landnýtingar á umhverfið. Af nýjum verkefnum, sem stofnunin hefur tekist á við á tímabilinu, er sérstaklega vert að nefna bleikjurannsókir þær sem unnið hefur verið að í góðri samvinnu við aðrar stofnanir og með góðum stuðningi Framleiðnisjóðs og Rannsóknasjóðs. Er vonast til þess að rannsóknaáætlunin geti rennt stoðum undir skynsamlega uppbyggingu þessarar nýju búgreinar. Helstu niðurstöður voru kynntar á ráðstefnu sem haldin var á Flúðum, en hún var jafnframt fyrsta verkefnið sem Comett-áætlunin studdi á Islandi. Líklegt er að ýmsar slíkar Evrópu-áætlanir verði mikilvægur vettvangur fyrir erlent samstarf á næstu árum. Rétt er að leggja mikla áherslu sem fyrr á norrænt samstarf sem hefur reynst íslenskum landbúnaðarrannsóknum mjög mikilvægt. Hér er þó vert að leiða hugann að því að því aðeins verður okkur kleift að nýta okkur þá möguleika sem í þessu samstarfi felast að hægt verði að halda uppi öflugu og skilvirku rannsóknastarfi á íslandi. Þorsteinn Tómasson 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.