Fjölrit RALA - 10.05.1992, Blaðsíða 18
EFNAGREININGASTOFA
«r á
Arngrímur Thorlacius
efnafræðingur,
deildarstjóri
Guðríður Þórhallsdóttir
meinatæknir
Kristín Hlíðberg
lyfjafræðingur
Baldur J. Vigfússon
matvælafræðingur
Gunnar B. Ólason
efnafræðingur
Sigurður Ingason
efnafræðingur
Meginviðfangsefni efnagreiningastofu er að þjónusta aðrar
deildir stofnunarinnar. Sú þjónusta hefur fyrst og fremst verið
fólgin í því að efnagreina sýni úr tilraunum með þeim aðferð-
um sem settar hafa verið upp fyrir reglubundna þjónustu en í
minna mæli að leita nýrra aðferða eða þróa þær þegar þörf
hefur krafið. Viðfangsefnum frá utanaðkomandi aðilum hefur
farið fjölgandi undanfarin tvö ár. Þar hefur einkum verið um að
ræða sýni frá ýmsum aðilum í landbúnaði og þjónustugreinum
hans og frá matvælaiðnaðinum.
Aukin eftirspurn virðist vera eftir efnagreiningum sem sýna
fram á ómengaðar landbúnaðarafurðir. Sem dæmi má nefna
lyfjaleifar og þungmálma.
Þróaðar hafa verið aðferðir til að mæla lyfjaleifar í eldisfiski.
Það verkefni, svo og aukin eftirspurn, hefur orðið hvati að
áframhaldandi starfi við aðlögun aðferða til lyfjaleifamælinga
í vefjum annarra dýra og einnig í mjólk. Nýtast þar vel verkefni
nemenda á lokaári í lyfjafræði við Háskóla Islands sem fengið
hafa aðstöðu á stofnuninni. Unnið er að því að koma upp góðri
aðstöðu til mælinga á þungmálmum og er þegar farið að mæla
kadmíum og blý. Aðlöguð hefur verið aðferð til að draga út
kínólínalkalóíða úr lúpínu til mælinga í gasgreini. Þetta er angi
af sama lúpínuverkefni og aðrar deildir stofnunarinnar eru að
vinna að. A Stóra Armóti er unnið að framleiðslutilraunum
með mj ólkurkýr. V erkefnið nýtur aðstoðar efnagreiningastofu
sem gleypnimælir nokkra efnaþætti í blóði mjólkurkúa með
hj álp ensíma. Mælt er þvagefni, 6-OH smj örsýra og fríar fitusýrur.
Fest voru kaup á sjálfvirkum sýnaskammtara fyrir atómgleypnimælingar á steinefnum. Verið er að þróa
svokallaða FIA (flow injection analysis) tækni við þær mælingar. Með því er vonast til að mælingar verði
miklu hraðvirkari og öruggari, jafnframt því sem niðurstöður þeirra eru sendar beint til tölvu og flýtir það
úrvinnslu. Keyptur var nýr og endurbættur sjálfvirkur FIA litmælir. Reynslan af gamla tækinu sýndi að þetta
var nákvæm, einföld og afkastamikil tækni.
Tekin var upp efnagreiningaþjónusta við garðyrkjubændur í byrjun sumars 1991. Bændur senda sýni af
plöntum og áburðarlausnum til að stilla áburðargjöf. Ef vanhöld koma upp er hugsanlega hægt að rekja þau
til skorts eða ofgnóttar af einhverju steinefni. Þjónusta þessi hefur farið rólega af stað, um það bil 1-2 sýni
að meðaltali á mánuði.
Bcildur J. Vigfússon og Kristín Hlíðberg
16