Fjölrit RALA - 10.05.1992, Blaðsíða 14

Fjölrit RALA - 10.05.1992, Blaðsíða 14
BÚTÆ KNIDEILD Við bútæknideild er sem fyrr fengist við verkefni sem tengjast notkun hvers kyns tæknibúnaðar við bústörf. Reynt er að laga nýjungar á sviði tækni og framleiðsluþátta að íslenskum að- stæðum svo og rannsaka vinnubrögð og tækni við jarðrækt, fóðuröflun og hirðingu búfjár. Inn í starfsramma bútæknideildar falla einnig rannsóknir á búrekstrarbyggingum og vinnuumhverfi þeirra er búskap stunda. Gerður K. Guðnadóttir Af augljósum ástæðum er ekki hægt að sinna nema litlum hluta þeirra verkefna sem vitað er að þörf er fyrir og eftirspurn er eftir. A síðustu misserum hefur umræðan um samkeppnisstöðu ís- lensks landbúnaðar og lækkun framleiðslukostnaðar skerpst mjög. Þau atriði tengjast með beinum hætti notkun og beitingu tækni við framleiðsluna og því er mikilvægt að rannsóknastarf- semin leggi sitt af mörkum til þess að laga búreksturinn að kröfum þessum. I því augnamiði var komið á fót verkefnaráði í bútækni í ágúst 1990. Að því eiga aðild Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Stéttarsamband bænda, Búnaðarfélag Islands og Bændaskólinn á Hvanneyri. Hlutverk verkefnaráðsins er að vera vettvangur faglegrar umræðu og samræmingar á sviði fræðslu, leiðbeininga, rannsókna og þróunar í bútækni. í tengslum við hagræðingu í búrekstri hefur verið fengist við að safna gögnum um vélvæðingu í íslenskum landbúnaði og vinna að útreikningum og setja upp reiknilíkön til að meta hagkvæmni ýmissa tækniferla í búrekstrinum. Á síðustu árum hefur átt sér stað umbylting í fóðuröflun hér á landi með tilkomu rúllubaggatækninnar en ætla má að um 45-50% af heyforða landsmanna sé nú verkaður á þennan hátt. Út frá þeim athugunum sem nú liggja fyrir má ætla að öryggi við fóðuröflun hafi aukist, heygæðin séu að jafnaði meiri og að tilkostnaður við fóðuröflun hafi ekki aukist. Megninu af starfsgetu bútæknideildar hefur verið varið til að sinna verkefnum tengdum breytingum þessum. Þar má nefna að verulegur hluti búvélaprófana er tengdur þessari tækni svo og verkunar- og fóðrunartilraunir. Þá hefur töluverð vinna verið lögð í að kanna plastfilmuefni sem notuð eru við verkunina og einnig hvernig standa má að eyðingu plastefnanna að notkun lokinni. Ennfremurhafa verið haldin námskeið fyrirbændur og fræðslufundirheima íhéruðum. Jafnframt eru í undirbúningi samnorræn verkefni á þessu sviði og síðastliðið haust stóð bútæknideild fyrir norrænni ráðstefnu hér á landi um verkunaraðferðina. Mjög mikilvægt er að slíkum umbreytingum í búskapnum verði fylgt vel eftir með öflugu rannsókna- og leiðbeiningastarfi. Á þann hátt má draga úr líkum á óheppilegri fjárfestingu í tækjabúnaði og mistökum við fóðurframleiðslu. Grétar Einarsson Bú vélaprófan ir Markmiðið með búvélaprófununum er að reyna verkhæfni og almennt nota- gildi nýrra eða endurbættra landbún- aðarverkfæra við hérlendar aðstæð- ur. Prófun fer fram að beiðni fram- leiðanda eða umboðsmanns hans og greiðir hann nokkurt gjald fyrir. Einstakir þættir prófananna eru breyti- legir eftir vélagerðum en eru að jafn- aði mæling og/eða mat á verkgæðum, afköstum og aflþörf, ennfremur þjálni vélanna í vinnu og könnun á slitþoli þeirra. Leitast er við að nota vélarnar í það langan tíma að samsvari tveggja til þriggja ára notkun á meðalbúi. Próf- anir fara að mestu fram á Hvanneyri og í næsta nágrenni og taka venjulega 3-6 mánuði. Niðurstöður prófananna eru birtar í opinberum skýrslum, þó því aðeins að Grétar Einarsson bútæknifræðingur, deildarstjóri Gísli Sverrisson bútæknifræðingur 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.