Fjölrit RALA - 10.05.1992, Blaðsíða 60

Fjölrit RALA - 10.05.1992, Blaðsíða 60
TILRAUNASTOÐVAR Haustið 1990 voru fluttar fjörutíu lambgimbrar og fimm lamb- hrútar frá Reykhólum að Hesti og er það síðasti hópurinn sem fluttur verður að Hesti. Alls hafa 120 lambgimbrar og 15 lambhrútar verið flutt að Hesti. Árið 1990 voru afkvæmapróf- aðir 12 lambhrútar og 1991 voru þeir átta. I dætrahópum voru, sömu ár, 110 ær á 1 .-3. vetri undan 10 feðrum og 118 undan níu feðrum. Stærstu verkefnin sem unnið var að þessi ár eru: Notkun hljóðmynda við ákvörðun vefjahlutfalla og til kynbóta á kjöti og tilraun með mismunandi magn af próteini í fóðri tvflembna eftir burð (sjá bls. 10). Auk þess var haustið 1991 farið af stað með rannsókn á áhrifum gæðamunar rúllubundins heys á þrif og afurðir ánna. 1990 1991 Ær 523 537 Ásetningsgimbrar 172 157 Fullorðnir hrútar 20 17 Lambhrútar 23 11 Alls 738 722 I. tafla. Fjárfjöldi á Hesti í árslok 1990 og 1991. Eins og undanfarin ár hefur góð samvinna verið við Tilraunastöð Háskóla íslands í meinafræði að Keldum. Allur fénaður búsins, sem misferst og næst í, er þangað sendur til rannsóknar. Sigvaldi Jónsson MÖÐR UVELLIR Þóroddur Sveinsson Bjarni E. Guðleifsson jarðræktarfræðingur, jarðræktarfræðingur tilraunastjóri Árið 1989 voru samþykktar skipulagsbreytingar á Rala sem fólu m.a. í sér fjölgun starfsmanna á Möðruvöllum í þeim tilgangi að efla og bæta þann rannsóknakjarna sem þar hafði myndast. Flest þau markmið sem þar voru sett fram hafa náðst þótt enn vanti nokkuð upp á. Á undanförnum árum hefur Ræktunarfélag Norðurlands (RN) verið með búreksturinn á Möðruvöllum á leigu samkvæmt sérstökum samstarfssamningi við Rala. Þann 1. septem- ber 1991 sagði RN upp samningnum og tekur uppsögnin gildi sumarið 1992. Þegar þetta er ritað er verið að skoða nýtt rekstrarform. I upphafi ársins 1991 tók Þóroddur Sveinsson við starfi tilraunastjóra af Jóhannesi Sigvaldasyni. Bjarni E. Guðleifsson, sem áður vann að kalrann- sóknum í hálfu starfi, kom síðari hluta sumars 1991 aftur til starfa eftir árs rannsóknardvöl í Norður-Noregi og er hann nú í fullu starfi við stöðina. María Guðmundsdóttir Líndal var haustið 1991 ráðin til að sinna fóður- tilraunum en um sumarið gegndi Guðrún J. Stefánsdóttir því starfi. Þá hefur Stefán Magnússon bústjóri verið í hálfu starfi við rannsóknir. Fjárstuðningur frá Landssambandi kúabænda árið 1991 gerði kleift að ljúka að mestu innréttingasmíði og tækjakaupum í tilraunafjósið og er nú hægt að gera þar tilraunir með smákálfa, ungneyti og mjólkurkýr við allgóðar aðstæður. í fjósinu eru 47 kúabásar og 36 básar sem notaðir eru í einstaklingsfóðrunartilraunir á ungneytum. Þá hefur fjárhúsum verið breytt í geldneytafjós og er það notað þegar rýma þarf pláss í tilraunafjósi vegna fóðurtilrauna. Sumarið 1991 var tilraunafjósið málað að utan í fyrsta sinn og þá var unnið við lagfæringar á hlöðu við svonefnt Eggertsfjós en hana á að nota sem verkstæði og vélageymslu. Enn er þó talsvert verk óunnið þar og er á meðan notast við gamlan bragga til viðgerða. María G. Líndal búfjárfræðingur Stefán Magnússon bústjóri Allgóð aðstaða er að skapast fyrir jarðræktartilraunir í Eggertsfjósi en þar er bæði kalstofa og fræstofa auk þess sem verið er að innrétta herbergi fyrir vigtun, meðhöndlun og geymslu á tilraunasýnum. Uppbygging í Eggertsfjósi hefur verið kostuð af Vísindasjóði og verkefnapeningum. í desember 1991 var í samvinnu við Veðurstofu Islands komið upp hálfsjálfvirkri veðurathugunarstöð. Veðurmælar eru tengdir tölvu og upplýsingarnar eru sóttar gegnum síma. Stöðin gefur nánast ótakmark- aða möguleika á skráningu ýmissa veðurfarsgagna. 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.