Fjölrit RALA - 10.05.1992, Blaðsíða 22

Fjölrit RALA - 10.05.1992, Blaðsíða 22
FÓÐURDEILD Ólafur Guðmundsson fóðurfræðingur, deildar- stjóri, aðstoðarforstjóri Bjarni Hjartarson rannsóknarmaður Bragi L. Ólafsson fóðurfræðingur Starfsemi fóðurdeildar var með svip- uðu sniði og undanfarin ár. Þar bar hæst rannsóknir og tilraunir með fóður, fóðr- un og beit og þjónusta við ýmsa aðila. Eins og áður hefur aðaláherslan verið lögð á rannsóknir á fóðri úr innlendu hráefni. Tilraunir með fóður og fóðrun í hefðbundnum búskap voru aðallega gerðar á tilraunastöðvum Rala en beit- artilraunir voru einnig í Gunnarsholti á Rangárvöllum. Dregið hefur úr eigin- legum beitarþolstilraunum en í staðinn lögð áhersla á sérhæfðar tilraunir á láglendi. Nákvæmnistilraunir með melt- ingu hj á minkum og nýtingu alaskalúpínu fyrir sauðfé voru gerðar í nýrri fóður- gerðar- og rannsóknastofu fyrir búfé sem verið er að byggja við aðalstöðv- ar Rala á Keldnaholti. Þá hefur aukin áhersla verið lögð á rannsóknir á fóðri og fóðrun í fiskeldi, aðallega bleikju- eldi, og var sett upp tilraunastöð í fiskeldi í straumfræðihúsi Orkustofnunar á Keldnaholti. Pétur Sigtryggsson búfjárfræðingur Selma H. Eyjólfsdóttir rannsóknarmaður Tryggvi Eiríksson fóðurfræðingur Fóðursýnum, sem bændur senda inn til rannsókna, hefur fækkað en ýmis þjón- usta við rannsóknastarfsemina hefur lítið breyst. Aðallega er um að ræða mat á fóðurgildi sem undanfarna tvo til þrjá áratugi hefur verið gert með glermagaaðferð (in vitro). Nú hefur verið þróuð og tekin í notkun ný aðferð við þessar mælingar, svo og við hefðbundnar efnagreiningar á fóðursýnum. Hún byggist á innrauðri mælitækni og mun verða notuð við mælingar á öllum utanaðkomandi þjónustusýnum í framtíðinni, t.d. sýnum frá bændum. Fóðurdeild hefur einnig séð um ýmsar sérhæfðar mælingar, bæði vegna rannsókna og þjónustu við aðra, svo sem mælingar á sýrustigi og rokgjörnum fitusýrum og vegna eigin tilrauna, t.d. mælingar á n-alkönum. Nokkur tími hefur farið í margvíslega leiðbeiningaþjónustu við bændur og aðra. Samskipti við erlenda vísindamenn hafa verið talsverð, bæði í formi samvinnuverkefna og nefndarstarfa. Má þar nefna samvinnu við vísindamenn í Skotlandi og Kanada um rannsóknir á aðferðafræði við meltanleika- og nýtingarrann- sóknir á bleikju. Einnig hafa starfsmenn fóðurdeildar verið í ýmsum norrænum vinnuhópum, svo sem varðandi orkugildis- og próteinmat á fóðri, og í alþjóðlegum hópum, t.d. um nýtingu á gróffóðri á vegum Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar. Þá vinnur norræn nefnd undir forystu starfsmanns fóðurdeildar að úttekt á steinefnainnihaldi fóðurs og steinefnaþörfum loðdýra. Þetta samstarf var greitt að mestu af erlendu fé og er mjög mikilvægt til að endurnýja og viðhalda sem mestri þekkingu í næringar- og fóðurfræði í landinu. f n , , Olajur Uuðmundsson 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.