Fjölrit RALA - 10.05.1992, Side 22

Fjölrit RALA - 10.05.1992, Side 22
FÓÐURDEILD Ólafur Guðmundsson fóðurfræðingur, deildar- stjóri, aðstoðarforstjóri Bjarni Hjartarson rannsóknarmaður Bragi L. Ólafsson fóðurfræðingur Starfsemi fóðurdeildar var með svip- uðu sniði og undanfarin ár. Þar bar hæst rannsóknir og tilraunir með fóður, fóðr- un og beit og þjónusta við ýmsa aðila. Eins og áður hefur aðaláherslan verið lögð á rannsóknir á fóðri úr innlendu hráefni. Tilraunir með fóður og fóðrun í hefðbundnum búskap voru aðallega gerðar á tilraunastöðvum Rala en beit- artilraunir voru einnig í Gunnarsholti á Rangárvöllum. Dregið hefur úr eigin- legum beitarþolstilraunum en í staðinn lögð áhersla á sérhæfðar tilraunir á láglendi. Nákvæmnistilraunir með melt- ingu hj á minkum og nýtingu alaskalúpínu fyrir sauðfé voru gerðar í nýrri fóður- gerðar- og rannsóknastofu fyrir búfé sem verið er að byggja við aðalstöðv- ar Rala á Keldnaholti. Þá hefur aukin áhersla verið lögð á rannsóknir á fóðri og fóðrun í fiskeldi, aðallega bleikju- eldi, og var sett upp tilraunastöð í fiskeldi í straumfræðihúsi Orkustofnunar á Keldnaholti. Pétur Sigtryggsson búfjárfræðingur Selma H. Eyjólfsdóttir rannsóknarmaður Tryggvi Eiríksson fóðurfræðingur Fóðursýnum, sem bændur senda inn til rannsókna, hefur fækkað en ýmis þjón- usta við rannsóknastarfsemina hefur lítið breyst. Aðallega er um að ræða mat á fóðurgildi sem undanfarna tvo til þrjá áratugi hefur verið gert með glermagaaðferð (in vitro). Nú hefur verið þróuð og tekin í notkun ný aðferð við þessar mælingar, svo og við hefðbundnar efnagreiningar á fóðursýnum. Hún byggist á innrauðri mælitækni og mun verða notuð við mælingar á öllum utanaðkomandi þjónustusýnum í framtíðinni, t.d. sýnum frá bændum. Fóðurdeild hefur einnig séð um ýmsar sérhæfðar mælingar, bæði vegna rannsókna og þjónustu við aðra, svo sem mælingar á sýrustigi og rokgjörnum fitusýrum og vegna eigin tilrauna, t.d. mælingar á n-alkönum. Nokkur tími hefur farið í margvíslega leiðbeiningaþjónustu við bændur og aðra. Samskipti við erlenda vísindamenn hafa verið talsverð, bæði í formi samvinnuverkefna og nefndarstarfa. Má þar nefna samvinnu við vísindamenn í Skotlandi og Kanada um rannsóknir á aðferðafræði við meltanleika- og nýtingarrann- sóknir á bleikju. Einnig hafa starfsmenn fóðurdeildar verið í ýmsum norrænum vinnuhópum, svo sem varðandi orkugildis- og próteinmat á fóðri, og í alþjóðlegum hópum, t.d. um nýtingu á gróffóðri á vegum Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar. Þá vinnur norræn nefnd undir forystu starfsmanns fóðurdeildar að úttekt á steinefnainnihaldi fóðurs og steinefnaþörfum loðdýra. Þetta samstarf var greitt að mestu af erlendu fé og er mjög mikilvægt til að endurnýja og viðhalda sem mestri þekkingu í næringar- og fóðurfræði í landinu. f n , , Olajur Uuðmundsson 20

x

Fjölrit RALA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.