Fjölrit RALA - 10.05.1992, Blaðsíða 58

Fjölrit RALA - 10.05.1992, Blaðsíða 58
TÖLFRÆÐIDEILD talið á Islandi, bregst hann. Stofnarnir Korpa og Engmo eru í röð hinna norð- lægustu en að undanskildum nyrstu héruðunum eru aðrir stofnar uppskeru- meiri, t.d. hinn nýlegi sænski stofn Saga. A 2. mynd sést uppskera vallarfoxgrass og mismunur þessara stofna í tilraunum á íslandi, í suðurhluta Norður-Sví- þjóðar (S3) og í norðurhluta og há- lendari héruðum Suður- og Mið-Sví- þjóðar (S2). Tiltölulega fáir stofnar eru prófaðir við mjög ólík skilyrði, t.d. eru norðlægustu stofnarnir ekki próf- aðirí suðurhéruðum Noregs, Svíþjóð- ar og Finlands og suðlægir stofnar í fáum tilraunum á Islandi. Hólmgeir Björnsson Aðferð sennilegustu frávika (REML) Aðferð sennilegustu gilda (maximum likelihood) er oft beitt við útleiðslu á tölfræðilegum aðferðum. Oft fást þó bjagaðir metlar með þessari aðferð. Meðal aðferða, sem hafa náð mikilli útbreiðslu, er aðferð sennilegustu frá- vika (residual maximum likelihood) við mat á dreifni og dreifniliðum og jafn- framt við mat á hrifum tilraunaliða og aðhvarfi í gögnum með samsettum hendingar- eða skekkjuliðum, t.d. í tilraunum með ófullkomnum blokkum og í rannsóknum á afkvæmahópum bú- fjár. Forrit til uppgjörs með aðferð senni- legustu frávika hefur verið til á Rala í allmörg ár. Haustið 1991 fékk stofnun- in nýja útgáfu af forritinu Genstat þar sem aðferðina er að finna. Uppgjör með aðferð sennilegustu frávika í Genstat gefur ýmist sambærilegar eða betri niðurstöður en fást með forriti Harveys sem hefur verið mikið notað í búfjártilraunum. Tilraunir með ófull- komnum blokkum hafa lítið verið not- aðar vegna þess hve fyrirhafnarsamt er að gera þær upp. I þeim er tilraunalið- um skipað í blokkir með færri reitum en nemur fjölda liða. Ekki fæst því samanburður milli allra liða innan hverrar blokkar og einfalt meðaltal er ekki besta mat nema blokkamunur sé enginn umfram þann sem skýrist af tilraunaskekkju innanblokka. Liði, sem ekki eru í sömu blokk, er unnt að bera saman óbeint með því að nýta saman- burð við aðra liði, en einnig má nýta beint samanburð milli blokka ef blokka- munur er ekki mjög mikill. Er það t.d. gert með aðferð sennilegustu frávika og með henni má nýta samanburð, bæði innan og milli blokka, jafnvel þótt einhver hluti tilraunarinnar hafi misfarist. I stærstu tilraununum með samanburð á kynbótaefniviði af byggi árin 1988- 1991 var hverri endurtekningu skipt í nokkrar smáblokkir. Ekki var að jafn- aði unnt að hafa fullkomið jafnvægi í skiptingu í blokkir. Verður það til þess að hin ýmsu pör stofna eru borin saman með mismunandi nákvæmni en ekki munar svo miklu að það geti talist verulegur galli. Sá hagur, sem er að smáblokkum umfram tilraun með full- komnum blokkum, er settur fram sem afköst í prósentum. Eru þau metin sem öfugt hlutfall milli dreifninnar á skekkju samkvæmt þessum tveim aðferðum. Ef afköstin eru um 100% (eða minni) er rétt að halda sig við að gera tilraunina upp sem tilraun með fullkomnum blokkum. Séu afköstin t.d. 133,3% hef- ur þessi högun reita hins vegar skilað jafnmiklum árangri til að auka ná- kvæmni niðurstöðunnar og ef tilraun- in hefði verið stækkuð úr þrem í fjórar endurtekningar en með mun minni til- kostnaði. A Voðmúlastöðum lækkar staðalskekkja mismunar meðaltala árið 1990 við það úr 2,06 í 1,79. í 1. töflu sjást afköst tilrauna með ófullkomnum blokkum borið saman við uppgjör með fullkomnum blokk- um. I tilraununum voru þrjár endur- tekningar og einskorðast matið við uppgjör á uppskeru korns, hkg/ha. Af- köst tilraunanna hafa aukist í fjórum tilfellum af átta með skipun stofna í ófullkomnar blokkir. Þessi högun veitir því verulega tryggingu fyrir að tilraun- ir skili árangri ef hætta er á að tilrauna- land sé ójafnt. Á Geitasandi er þurrkur helsta ástæða mikils breytileika og árið 1991 má tilraunin teljast stórskemmd af þurrki og því var til lítils unnið þótt afköstin hafi verið áttfölduð! Hólmgeir Björnsson Ár Fjöldi Fjöldi Meðalupp- Staðalsk. Afköst stofna reita skera mismunar, % í blokk viðmiðunar- fullkomnar stofna blokkir Geitasandur 1988 36 6 20,8 2,21 90 1989 27 4-5 12,4 1,47 140 1990 36 6 18,5 3,01 153 1991 15 5 9,8 5,12 818 Voðmúlastaðir 1988 36 6 21,0 2,31 90 1989 32 5-6 11,5 0,78 96 1990 36 6 21,5 2,06 132 1991 18 4-5 45,9 2,62 89 1. tafla. Tilraunir með samanburð á stojnum af byggi á Geitasandi og Voðmúlastöðum 1988-1991. 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.