Fjölrit RALA - 10.05.1992, Blaðsíða 45

Fjölrit RALA - 10.05.1992, Blaðsíða 45
JARÐRÆKTARDEILD þEKJA (%) TEGUNDAFJÖLDI 10. mynd. Breytingar á þekju lúpínu, stœrð ógróins yfirborðs og fjölda plöntu- tegunda í lúpínubreiðu á Háamel í Heiðmörk. og voru styrktar af Vísindasjóði árin 1987, 1988 og 1989. Birtar hafa verið greinar með niðurstöðum rannsókn- anna frá Sölvholti en unnið er að loka- uppgjöri gagnanna frá Auðkúluheiði. Tilraunalandið á Auðkúluheiði er mosaþemba með fléttum og runnum sem er útbreitt gróðurlendi á afréttin- um. Gerður var samanburður á jarð- vegi, gróðurfari og plöntuvali sauðfjár milli beitarhólfa. Beitartilraunirnar höfðu þá staðið á heiðinni í tólf ár. Gróðurlendið var mjög tegundaríkt en lítill munur kom fram á tegundafjölda og tegundasamsetningu milli hólfa (5. tafla). I þungbeitta hólfinu hafði þekja mosa og runna rýrnað verulega en nokk- ur aukning virtist hafa orðið þar í þekju grasleitra plantna og ógróins yfirborðs. Munur á gróðurfari og stærð ógróins yfirborðs milli hólfa skýrðist þó mun betur af jarðvegsgerð en beitarálagi á tilraunatímanum. Nokkur munur kom fram í plöntuvali sauðfj árins milli hólfa. I léttbeitta hólfinu sótti það mest í slíðrastör, smjörgras og grávíði en með vaxandi beitarálagi jókst ásókn í stinna- stör, blásveifgras, geldingahnapp, korn- súru og fjalldrapa. Borgþór Magnússon og Sigurður H. Magnússon Vistfrœði alaskalúpínu Undanfarin ár hafa farið fram nokkrar rannsóknir á vistfræði alaskalúpínu á Rala. Þær eru liður í stærra verkefni um nýtingu lúpínu í landgræðslu, skóg- rækt og landbúnaði sem er unnið í samvinnu stofnunarinnar, Landgræðslu ríkisins og Skógræktar ríkisins. Rann- sóknasjóður hefur styrkt verkefnið að stærstum hluta en einnig hefur það notið stuðnings af Landgræðslu- og landverndaráætlun III. Lúpínan lokar yfirleitt á fáum árum landi sem henni er sáð eða plantað í. Hún myndar þéttar breiður og dreifist eingöngu út með sjálfsáningu. Lúpín- an breiðist örast um lítið eða hálfgró- ið land en hún getur einnig breiðst inn á gróið land þar sem gróðursvörður er gisinn. Á friðuðu landi getur lúpínan hindrunarlítið breiðst um ógróna eða lítið gróna mela, moldir, vikra, hraun, skriður og eyrar, hálfgróin holt eða mosaþembur og gisna lyngmóa. Lúpín- an er stórvaxin og gefur af sér mikla uppskeru. í breiðunum fellur því mik- ið til af sinu sem nærir jarðvegslífver- ur og auðgar jarðveginn af lífrænum efnum. Lúpínan er hörð í samkeppni við lágvaxinn gróður, fækkar plöntu- tegundum yfirleitt í landi sem hún fer yfir og verður hún nær einráð í gróð- urfari (10. mynd). Framvinda lúpínu- breiða er breytileg frá einu svæði til annars. Dæmi eru um að lúpínan taki að hörfa af landi eftir 15-20 ár en víða hefur hún viðhaldist mun lengur og ekki látið undan síga. Lúpínan skilur yfirleitt eftir sig graslendi á því landi sem hún hörfar af. Aðgát ber að sýna við notkun og dreifingu lúpínunnar. Eftir að hún hef- ur numið land getur reynst erfitt að hemja útbreiðslu hennar. Óæskilegt er að lúpína sé sett á svæði þar sem hún getur breiðst inn á gróið land eða breytt sérstæðu náttúrufari. Borgþór Magnússon og Sigurður H. Magnússon Frœrœkt af lúpínu Árið 1986 hófust tilraunir með að rækta lúpínu til fræs á véltækum fræökrum og nú hafa flest vandamál í fræræktun verið leyst. Framleidd voru rúm þrjú tonn af fræi árið 1990 og um 3,5 tonn árið 1991. Á vegum Fræverk- unarstöðvarinnar í Gunnarsholti hefur verið sáð í um 400 hektara af lúpínu- fræökrum. Áhersla hefur á síðustu árum beinst að því að reyna nýtingu lúpínunnar í land- búnaði og skógrækt. Tilraunir, sem miða að því að mæla áhrif hennar á vöxt trjáa, eru gerðar og einnig tilraun- ir með að nýta hana til beitar. Jón Guðmundsson Vistfræði ánamaðka í lúpínubreiðum Sumarið 1991 hófust rannsóknir á vist- fræði ánamaðka í lúpínubreiðum. Markmið þeirra er að afla upplýsinga um tegundasamsetningu og framleiðslu ánamaðka eftir mismunandi framvindu- stigum alaskalúpínu og þátt þeirra í niðurbroti lúpínuleifa. Ráðgert er að nýta niðurstöðurnar við mat á sam- spili fánunnar við gróðursamfélagið 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.