Fjölrit RALA - 10.05.1992, Síða 45

Fjölrit RALA - 10.05.1992, Síða 45
JARÐRÆKTARDEILD þEKJA (%) TEGUNDAFJÖLDI 10. mynd. Breytingar á þekju lúpínu, stœrð ógróins yfirborðs og fjölda plöntu- tegunda í lúpínubreiðu á Háamel í Heiðmörk. og voru styrktar af Vísindasjóði árin 1987, 1988 og 1989. Birtar hafa verið greinar með niðurstöðum rannsókn- anna frá Sölvholti en unnið er að loka- uppgjöri gagnanna frá Auðkúluheiði. Tilraunalandið á Auðkúluheiði er mosaþemba með fléttum og runnum sem er útbreitt gróðurlendi á afréttin- um. Gerður var samanburður á jarð- vegi, gróðurfari og plöntuvali sauðfjár milli beitarhólfa. Beitartilraunirnar höfðu þá staðið á heiðinni í tólf ár. Gróðurlendið var mjög tegundaríkt en lítill munur kom fram á tegundafjölda og tegundasamsetningu milli hólfa (5. tafla). I þungbeitta hólfinu hafði þekja mosa og runna rýrnað verulega en nokk- ur aukning virtist hafa orðið þar í þekju grasleitra plantna og ógróins yfirborðs. Munur á gróðurfari og stærð ógróins yfirborðs milli hólfa skýrðist þó mun betur af jarðvegsgerð en beitarálagi á tilraunatímanum. Nokkur munur kom fram í plöntuvali sauðfj árins milli hólfa. I léttbeitta hólfinu sótti það mest í slíðrastör, smjörgras og grávíði en með vaxandi beitarálagi jókst ásókn í stinna- stör, blásveifgras, geldingahnapp, korn- súru og fjalldrapa. Borgþór Magnússon og Sigurður H. Magnússon Vistfrœði alaskalúpínu Undanfarin ár hafa farið fram nokkrar rannsóknir á vistfræði alaskalúpínu á Rala. Þær eru liður í stærra verkefni um nýtingu lúpínu í landgræðslu, skóg- rækt og landbúnaði sem er unnið í samvinnu stofnunarinnar, Landgræðslu ríkisins og Skógræktar ríkisins. Rann- sóknasjóður hefur styrkt verkefnið að stærstum hluta en einnig hefur það notið stuðnings af Landgræðslu- og landverndaráætlun III. Lúpínan lokar yfirleitt á fáum árum landi sem henni er sáð eða plantað í. Hún myndar þéttar breiður og dreifist eingöngu út með sjálfsáningu. Lúpín- an breiðist örast um lítið eða hálfgró- ið land en hún getur einnig breiðst inn á gróið land þar sem gróðursvörður er gisinn. Á friðuðu landi getur lúpínan hindrunarlítið breiðst um ógróna eða lítið gróna mela, moldir, vikra, hraun, skriður og eyrar, hálfgróin holt eða mosaþembur og gisna lyngmóa. Lúpín- an er stórvaxin og gefur af sér mikla uppskeru. í breiðunum fellur því mik- ið til af sinu sem nærir jarðvegslífver- ur og auðgar jarðveginn af lífrænum efnum. Lúpínan er hörð í samkeppni við lágvaxinn gróður, fækkar plöntu- tegundum yfirleitt í landi sem hún fer yfir og verður hún nær einráð í gróð- urfari (10. mynd). Framvinda lúpínu- breiða er breytileg frá einu svæði til annars. Dæmi eru um að lúpínan taki að hörfa af landi eftir 15-20 ár en víða hefur hún viðhaldist mun lengur og ekki látið undan síga. Lúpínan skilur yfirleitt eftir sig graslendi á því landi sem hún hörfar af. Aðgát ber að sýna við notkun og dreifingu lúpínunnar. Eftir að hún hef- ur numið land getur reynst erfitt að hemja útbreiðslu hennar. Óæskilegt er að lúpína sé sett á svæði þar sem hún getur breiðst inn á gróið land eða breytt sérstæðu náttúrufari. Borgþór Magnússon og Sigurður H. Magnússon Frœrœkt af lúpínu Árið 1986 hófust tilraunir með að rækta lúpínu til fræs á véltækum fræökrum og nú hafa flest vandamál í fræræktun verið leyst. Framleidd voru rúm þrjú tonn af fræi árið 1990 og um 3,5 tonn árið 1991. Á vegum Fræverk- unarstöðvarinnar í Gunnarsholti hefur verið sáð í um 400 hektara af lúpínu- fræökrum. Áhersla hefur á síðustu árum beinst að því að reyna nýtingu lúpínunnar í land- búnaði og skógrækt. Tilraunir, sem miða að því að mæla áhrif hennar á vöxt trjáa, eru gerðar og einnig tilraun- ir með að nýta hana til beitar. Jón Guðmundsson Vistfræði ánamaðka í lúpínubreiðum Sumarið 1991 hófust rannsóknir á vist- fræði ánamaðka í lúpínubreiðum. Markmið þeirra er að afla upplýsinga um tegundasamsetningu og framleiðslu ánamaðka eftir mismunandi framvindu- stigum alaskalúpínu og þátt þeirra í niðurbroti lúpínuleifa. Ráðgert er að nýta niðurstöðurnar við mat á sam- spili fánunnar við gróðursamfélagið 43

x

Fjölrit RALA

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.