Fjölrit RALA - 10.05.1992, Page 31

Fjölrit RALA - 10.05.1992, Page 31
FÆÐUDEILD % Dl-A Y/'/Á Dl-B H-K-ti Dl-C 1. mynd. Áhrif gœðaflokka dilkakjöts á fitu og prótein í úrbeinuðum frampörtum. ur: hálfúrbeinuð og fitusnyrt læri, fitu- hreinsaðar lundir, hryggvöðvi með fiturönd, vinnslukjöt úr hrygg, úrbein- aður frampartur, og úrbeinuð slög. Verð var fundið út frá verðhlutfalli gæðaflokka og stórstykkja, nýtingu þeirra við úrbeiningu, fituhlutfalli, kostnaði við úrbeiningu og pökkun svo og eftirspurn. Miðað var við um 20% álagningu í heildsölu. Ef miðað er við að verðforsendur haldist og hægt verði að selja vörurnar er ekki nauðsynlegt að lækka verð á stórum og feitum skrokkum. Hér er um álitleg- an kost að ræða sem vert er að slátur- leyfishafar og úrvinnslustöðvar sam- einist um að koma í framkvæmd. Guðjón Þorkelsson, Ragnheiður Héðinsdóttir og Oli Þór Hilmarsson er úttekt á núverandi gæðamati og verð- lagningarkerfi fyrir nautgripakjöt. Gert er ráð fyrir að safna upplýsingum um fimm hundruð gripi svo að hægt verði að fá góða mynd af nautgripakjöti hérlendis. Athuguð verða áhrif gæða- flokka á kjötmagn, fitumagn og verð- mæti. Einnig verða skoðuð áhrif upp- runa, fóðrunar, árstíma, vöðvafylling- ar, skrokkþunga og úrbeiningar á verð- mæti kjötsins. Loks verður íslenska kjötmatskerfið og verðhlutföll flokka borin saman við önnur kerfi. Verkefn- ið hófst vorið 1991 og er áætlað að það taki tvö ár. Seinna verkefnið var rannsókn á efna- samsetningu og eiginleikum hinna ýmsu vinnsluflokka nautgripakjöts. Hér á landi eru vinnsluflokkarnir þrír: gúllas, hakk og pylsuefni. Könnuð voru áhrif gæðaflokka á efnasamsetninguna. Alls voru efnagreind um 170 sýni úr vinnslu- flokkunum þremur úr níu gæðaflokk- um frá tveimur kjötvinnslum. Verkefn- ið var unnið sem sérverkefni við náms- braut í matvælafræði við Háskóla ís- lands. Prótein, fita, vatn, aska og magn amínósýrunnar hydroxýprólín voru mæld í hverju sýni (2. mynd). Hydr- oxýprólín er mælikvarði á magn sina og himna. Með því að draga það frá heildarpróteinmagni má fá mælikvarða á magn vöðvapróteina og um leið vinnslugildi sýnisins. Upplýsingarnar nýtast kjötvinnslum við val á hráefni, en reikna má með að fljótlega verði settar reglur um magn magurs kjöts, fitu og bandvefs í unnum kjötvörum. Guðjón Þorkelsson, Oli Þór Hilmarsson og Rósa Jónsdóttir Nautgripakjöt Á árinu 1991 hófst verkefni í samstarfi við Landssamband kúabænda, slátur- leyfishafa og yfirkjötmatið um nýtingu á nautgripakjöti. Tilgangur verkefnis- ins var að fá góðar upplýsingar um verðmæti nautgripakjöts og athuga leiðir til að auka það. Unnið var að tveimur verkefnum. Fyrra verkefnið VÖÐVAPRÖTEIN FITA IM un—i—+ Y/A un-i ÚrtrHI un-ii un-ii-f 2. mynd. Áhrif gœðaflokka ungneytakjöts á hlutfall vöðvapróteina og fitu í pylsuefni. 29

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.