Fjölrit RALA - 10.05.1992, Blaðsíða 20

Fjölrit RALA - 10.05.1992, Blaðsíða 20
EFTIRLITSDEILD Gunnar Sigurðsson fóðurfræðingur, dcildarstjóri framtíðinni. Breytt Starfsemi eftirlitsdeildar hefur verið í föstum skorðum undanfarin ár. Þóroddur Sveinsson kom aftur til starfa á árinu 1990 en fór í ársbyrjun 1991. Því hefur aðeins verið einn maður í fullu starfi við deildina. Starfsmenn plöntusjúkdómarannsókna hafa þó hlaupið í skarðið eftir þörfum. A tímabilinu hefur verið unnið að þróun vítamínmæl- inga fyrir fóðureftirlitið á efnagreiningastofu og stendur sú þróunarvinna enn. Kröfur til Rala um öflun sértekna hafa bitnað hart á eftirlitsdeild og skert svigrúm deildarinnar til að sinna eftirlitinu eins og æskilegt hefði verið. Einnig hefur samdráttur að undanförnu sett mark sitt á starfsemina. Á árinu 1991 hefur verið leitast við að efla efnagreiningar á Rala og verður það vonandi til þess að styðja virkt aðfangaeftirlit í viðskiptaumhverfi mun þýða nýjar áherslur og breytta starfsemi. Gunnar Sigurðsson F óðureftirlit A skrá eftirlitsdeildar eru yfir 400 mis- munandi vöruheiti af fóðri. Alls eru 65 fóðurinnflytjendur skráðir. Nokkur hluti þeirra flytur inn gæludýrafóður. Af áðurtöldum 400 fóðurheitum eru um 60 af gæludýrafóðri. Á bak við hvert fóðurheiti í gæludýrafóðri geta legið frá fjórum og upp í 50 mismun- andi vörutegundir. Á þessu árabili hefur vitneskja um raun- verulegan innflutning á fóðri stöðugt vaxið. Með bættu samstarfi landbún- aðarráðuneytis, sem hefur með hönd- um framkvæmd á undanþágum frá fóð- urgjöldum, og eftirlitsdeildar hefur tek- ist að ná nokkuð góðri yfirsýn. Á 1. mynd er sýnd þróun í fóðurbætis- notkun jórturdýra, svína og alifugla. Þar kemur fram að sá samdráttur sem verið hefur á undanförnum árum virð- ist kominn í jafnvægi. Á sama tíma er nánast öll fóðurblöndugerð fyrir þess- ar búfjártegundir komin inn í landið. Um 85% hráefna í innlendu blöndurnar eru innflutt. Sá takmarkaði innflutn- ingur sem enn er á fóðurblöndum fyrir svín og alifugla er einkum blöndur fyrir yngstu skepnurnar. Á sama tíma hefur innflutningur á gæludýrafóðri aukist jafnt og þétt og var árið 1991 kominn í 756 tonn. Stærstur hluti þessa innflutn- ings kemur frá Bretlandi þar sem BSE- vírus hefur herjað í nautgriparækt. Reynt hefur verið eftir föngum að gera sem raunhæfastar heilbrigðiskröfur til þessa innflutnings. íslendingar hafa ver- ið lausir við marga þá sjúkdóma sem herja á búfé og gæludýr erlendis og er þýðingarmikið að halda því þannig. Frávik í efnasamsetningu heyra nú frek- ar til undantekninga. Með bættum tækjakosti hjá flestum fóðurblöndun- arstöðvum hefur tekist að ná sæmilegu öryggi í því tilliti. Fóðurblöndunar- stöðvar hafa oft átt í vanda með fiski- mjölið þar sem fiskimjölsverksmiðjur fá hráefnið ekki alltaf nægilega ferskt. Víða hafa þó orðið framfarir. Samt koma alltaf upp tilvik, sérstaklega í alifuglarækt, þar sem bændur verða fyrir afurðatjóni sem erfitt er að finna viðhlítandi skýringarámeð þeim mæl- ingum sem tök eru á að gera. Á árinu 1991 var gerð ítarleg úttekt á áföllum í kjúklingaeldi. Tekin voru sýni af kjúklingum og send til sjúkdómsgrein- ingar í Danmörku og fóður var sent til sérefnagreiningar í Þýskalandi. Ekkert kom fram sem skýrt gæti þau áföll sem upp komu. Tillögur danskra fuglasjúk- dómafræðinga voru þær að taka blóð- sýni úr kjúklingum til ítarlegra veiru- rannsókna. Á vegum norrænu ráðherranefndar- ÞUSUND TONN 35 r 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 I JORTURDÝR EZ3 ALIFUGLAR EHB SVIN 1. mynd. Fóðurblöndunotkun árin 1984-1991. 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.