Fjölrit RALA - 10.05.1992, Page 20

Fjölrit RALA - 10.05.1992, Page 20
EFTIRLITSDEILD Gunnar Sigurðsson fóðurfræðingur, dcildarstjóri framtíðinni. Breytt Starfsemi eftirlitsdeildar hefur verið í föstum skorðum undanfarin ár. Þóroddur Sveinsson kom aftur til starfa á árinu 1990 en fór í ársbyrjun 1991. Því hefur aðeins verið einn maður í fullu starfi við deildina. Starfsmenn plöntusjúkdómarannsókna hafa þó hlaupið í skarðið eftir þörfum. A tímabilinu hefur verið unnið að þróun vítamínmæl- inga fyrir fóðureftirlitið á efnagreiningastofu og stendur sú þróunarvinna enn. Kröfur til Rala um öflun sértekna hafa bitnað hart á eftirlitsdeild og skert svigrúm deildarinnar til að sinna eftirlitinu eins og æskilegt hefði verið. Einnig hefur samdráttur að undanförnu sett mark sitt á starfsemina. Á árinu 1991 hefur verið leitast við að efla efnagreiningar á Rala og verður það vonandi til þess að styðja virkt aðfangaeftirlit í viðskiptaumhverfi mun þýða nýjar áherslur og breytta starfsemi. Gunnar Sigurðsson F óðureftirlit A skrá eftirlitsdeildar eru yfir 400 mis- munandi vöruheiti af fóðri. Alls eru 65 fóðurinnflytjendur skráðir. Nokkur hluti þeirra flytur inn gæludýrafóður. Af áðurtöldum 400 fóðurheitum eru um 60 af gæludýrafóðri. Á bak við hvert fóðurheiti í gæludýrafóðri geta legið frá fjórum og upp í 50 mismun- andi vörutegundir. Á þessu árabili hefur vitneskja um raun- verulegan innflutning á fóðri stöðugt vaxið. Með bættu samstarfi landbún- aðarráðuneytis, sem hefur með hönd- um framkvæmd á undanþágum frá fóð- urgjöldum, og eftirlitsdeildar hefur tek- ist að ná nokkuð góðri yfirsýn. Á 1. mynd er sýnd þróun í fóðurbætis- notkun jórturdýra, svína og alifugla. Þar kemur fram að sá samdráttur sem verið hefur á undanförnum árum virð- ist kominn í jafnvægi. Á sama tíma er nánast öll fóðurblöndugerð fyrir þess- ar búfjártegundir komin inn í landið. Um 85% hráefna í innlendu blöndurnar eru innflutt. Sá takmarkaði innflutn- ingur sem enn er á fóðurblöndum fyrir svín og alifugla er einkum blöndur fyrir yngstu skepnurnar. Á sama tíma hefur innflutningur á gæludýrafóðri aukist jafnt og þétt og var árið 1991 kominn í 756 tonn. Stærstur hluti þessa innflutn- ings kemur frá Bretlandi þar sem BSE- vírus hefur herjað í nautgriparækt. Reynt hefur verið eftir föngum að gera sem raunhæfastar heilbrigðiskröfur til þessa innflutnings. íslendingar hafa ver- ið lausir við marga þá sjúkdóma sem herja á búfé og gæludýr erlendis og er þýðingarmikið að halda því þannig. Frávik í efnasamsetningu heyra nú frek- ar til undantekninga. Með bættum tækjakosti hjá flestum fóðurblöndun- arstöðvum hefur tekist að ná sæmilegu öryggi í því tilliti. Fóðurblöndunar- stöðvar hafa oft átt í vanda með fiski- mjölið þar sem fiskimjölsverksmiðjur fá hráefnið ekki alltaf nægilega ferskt. Víða hafa þó orðið framfarir. Samt koma alltaf upp tilvik, sérstaklega í alifuglarækt, þar sem bændur verða fyrir afurðatjóni sem erfitt er að finna viðhlítandi skýringarámeð þeim mæl- ingum sem tök eru á að gera. Á árinu 1991 var gerð ítarleg úttekt á áföllum í kjúklingaeldi. Tekin voru sýni af kjúklingum og send til sjúkdómsgrein- ingar í Danmörku og fóður var sent til sérefnagreiningar í Þýskalandi. Ekkert kom fram sem skýrt gæti þau áföll sem upp komu. Tillögur danskra fuglasjúk- dómafræðinga voru þær að taka blóð- sýni úr kjúklingum til ítarlegra veiru- rannsókna. Á vegum norrænu ráðherranefndar- ÞUSUND TONN 35 r 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 I JORTURDÝR EZ3 ALIFUGLAR EHB SVIN 1. mynd. Fóðurblöndunotkun árin 1984-1991. 18

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.