Fjölrit RALA - 10.05.1992, Blaðsíða 61

Fjölrit RALA - 10.05.1992, Blaðsíða 61
TILRAUNASTOÐVAR Sérsvið tilraunastöðvarinnar á Möðruvöllum eru fóðrunartilraunir með ungneyti, kalrannsóknir og frærannsóknir. Að auki er unnið að margvíslegum öðrum verkefnum í samvinnu við bændur og utanaðkomandi sérfræðinga. Sumarið 1991 voru gerðar gróðurathuganir og uppskerumælingar í kúahögum á þremur bæjum við Eyjafjörð. Er þetta upphafið að rannsóknum á sumarbeit mjólkurkúa þar sem skoðað verður m.a. hvort hægt sé að nýta betur beitina og þar með draga úr kjarnfóðurgjöf með beit. I jarðrækt voru allmargar tilraunir gerðar og margar í samvinnu við aðila utan stöðvarinnar. Þannig er t.d. um athugun á upphafi vorsprettu í túnum og tilraun með loftun og kölkun túna í Baldursheimi í Arnarneshreppi. Ennfremur hefur verið sáð blöndu af vallarfoxgrasi og rauðsmára í tún á Möðruvöllum og í Hvammi og Holtseli í Eyjafjarðarsveit. Þá var sáð fjölæru rýgresi, vallarfoxgrasi og rauðsmára í samvinnu við Samnordisk Planteforedling. Ráðgert er að fylgjast með endingu tegundanna og uppskeru. Hefðbundnum tilraunum með grænfóður og samanburð á stofnum byggs, vetrarkorns og kartaflna var haldið áfram, svo og áburðartilraunum. Bætt var við tilraunum þar sem borinn er á hluti af N-áburðinum á túnin síðsumars eða að haustinu. Sumarið 1991 var girt af rúmlega tveggja hektara svæði til skógræktar og var þar plantað út sex kvæmum af alaskaösp, alls um 900 plöntum, auk 12 kvæma af síberíuöl. Að lokum má nefna að sáð var lúpínu með sáðvél á allstórt melasvæði á Möðruvöllum og verður fylgst með viðgangi hennar þar. Annarra verkefna er getið sérstaklega undir fóðurdeild og jarðræktardeild. Þóroddur Sveinsson Kristinn Jónsson jarðræktarfræðingur, tilraunastjóri Erna Sigurðardóttir rannsóknarmaður Leitast hefur verið við að afla tekna til rekstrar með því að selja korn, fræ og heyið sem fékkst af því landi sem tilraunirnar eru á. Gerðar eru veðurathuganir tvisvar á dag, kvölds og morgna, og hefur svo verið frá árinu 1927. Tilraunastarfsemin hefur verið nærri því óbreytt fráfyrri árum. Aburðartilraunir allareru langtíma- tilraunir sem starfsfólkið hefur að mestu leyti séð um. Megintilgangurinn með þeim er að fylgjast með langtímaáhrifum tilbúins áburðar á jarðveg, sprettu og umhverfi. Þrjár þessara tilrauna eru hjá bændum á Suðurlandi: á Eystra-Hrauni í V-Skafta- fellssýslu og í Stóru-Hildsey og Skógum í Rangár- vallasýslu. Elstu áburðartilraunirnar, sem ennþá eru unnar, eru frá árunum 1945, 1949 og 1950. SÁMSSTAÐIR Á árunum 1990 og 1991 var starfsemi tilraunastöðvarinnar með líkum hætti og verið hefur nú um mörg undanfarin ár. Viðhald á mannvirkjum hefur verið ófullnægjandi. Það land, sem tilheyrir tilraunastöðinni og er ræktað, hefur verið nýtt með þessum hætti: Nokkur hluti túnanna, um 40 ha, hefur verið leigður bændum til slægna. Ræktað hefur verið korn á fimm hekturum. Sjö hektarar voru fræakrar og hitt er nýtt undir tilraunir og heyjað er kringum þær. 3. mynd. Kornakur á Sámsstöðum haustið 1991. (Ljósm. Óskar Björgvinsson.) 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.