Fjölrit RALA - 10.05.1992, Page 27

Fjölrit RALA - 10.05.1992, Page 27
FÓÐURDEILD 5. mynd. Tilraunafé í átgetutilraun á Hesti í Borgarfirði sumarið 1990. (Ljósm. Ólafur Guðmundsson.) Léttbeitt Þungbeitt Beitarálag, kg/tonn/ha 141 643 Át lamba, g þe./kg lífþ./dag 15 11 Át áa, g þe./kg lífþ./dag 18 16 Vöxtur lamba, g/grip/dag 212 173 Vöxtur áa, g/grip/dag 43 -16 Fallþungi, kg 10,6 9,2 3. tafla. Þrif og át sauðfjár á Hesti sumarið 1990. um yfir sumarið og uppskera jafnframt mæld og sýni tekin til meltanleikaá- kvarðana. Einnig var safnað beitar- sýnum með hálsopsám til ákvörðunar á meltanleika. At áa og lamba í tilraun- inni er sýnt í 3. töflu. Jafnhliða rannsóknum þessum hafa far- ið fram athuganir á mismunandi að- ferðum við beitarrannsóknir, þá eink- um notkun merkiefna til mælinga á áti. Reynt hefur verið að gefa ám og lömb- um krómoxíð í sérstökum hylkjum sem skammta ákveðið magn á hverjum degi og gefa því möguleika á að meta átið á þægilegan hátt. Þær tilraunir hafa hins vegar ekki gefið eins góða raun og vænst var því ýmis vandkvæði eru við mælingar á krómoxíði í saur. Hefur sjónum því verið beint í auknum mæli að notkun n-alkana sem merki- efnis. Verið er að þróa aðferðir til mælinga þeirra í tengslum við fiskeld- isrannsóknir fóðurdeildar. Eru tals- verðar vonir bundnar við að sú að- ferð komi til með að nýtast við beit- arrannsóknir. Einn stór kostur við n- alkana aðferðina er að með henni skapast möguleiki á að meta hlutfall ákveðinna plöntutegunda eða -hópa í fóðri með mælingum á saur. Jóhann Þórsson, Selma Huld Eyjólfsdóttir og Ólafur Guðmundsson Meltanleiki fóðurtegunda og nœringarefna hjá bleikju Fremur lítið er vitað um fóðurþörf og fóðurnýtingu bleikju. Við fóðrun á bleikju nota eldismenn yfirleitt hágæða laxafóður og styðjast við fóðurtöflur sem unnar hafa verið fyrir lax og regn- bogasilung. Því er nauðsynlegt að rann- saka hvort hugsanlegt sé að nýta ódýrt hráefni í fóður fyrir bleikju og lækka þar með fóðurkostnað í bleikjueldi. í verkefni þessu er lögð áhersla á að prófa næringargildi ýmissa íslenskra hráefna. Sumarið 1991 voru blandaðar á Rala lOtilraunafóðurblöndur. Þærvoru sam- settar af staðalblöndu og því hráefni sem mæla átti meltanleikann í. Fjórar fóðurblöndur innihéldu fiskimjöl sem verkað var á mismunandi hátt. Hinar innihéldu Ewos-fóðurblöndu, kjötmjöl, lifrarmjöl, rækjumjöl, sojamjöl og und- anrennumjöl. Við mat á meltanleika fóðursins voru notuð merkiefni. Nú er lokið við að safna sýnum og eru þau í efnagreiningu. Fyrirhugað er að velja úr fóðurblönd- ur og prófa á sama hátt meltanleika þeirra hjá laxi. Síðan verða niður- stöður úr meltanleikarannsóknunum bornar saman. Áætlað er að ljúka verk- efninu sumarið 1992. Kristín Halldórsdóttir og Ólqfur Guðmundsson Aðferðir við meltanleika- mœlingar hjá eldisfiski Markmið þessa rannsóknaverkefnis er að setja upp og þróa aðferð til að meta meltanleika fóðurs fyrir eldisfisk. Meltanleikaákvörðunin er gerð með aðstoð merkiefna en það eru efnasam- bönd sem fara ómelt gegnum melting- arfæri fisksins. Kostur aðferðarinnar er sá að ekki er þörf á nákvæmri vit- neskju um át- eða saurmagn fiskanna. Sýnum af fóðri og saur er safnað og þau efnagreind. Út frá breytingum, sem mælast á hlutfalli merkiefna í fóðri og saur, er hægt að reikna út meltanleika fóðursins. Borin voru saman þrjú mismunandi merkiefni, þ.e. alkön, króm og kísill. 25

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.