Fjölrit RALA - 10.05.1992, Page 40

Fjölrit RALA - 10.05.1992, Page 40
JARÐRÆKTARDEILD þess er jarðlægt og þarf helst að byggja ramma undir greinarnar til þess að halda þeim uppi. Jarðarberin voru að mestu ræktuð án plastdúks og gaf danska kvæmið Zephyr að jafnaði mesta uppskeru en önnur uppskerumikil kvæmi eru Toklat og Sivetta frá Hollandi og Glima frá Nor- egi. Bjarni E. Guðleifsson Kartöfluafbrigði Markmið með tilraunum þessum er að finna afbrigði sem henta jafnvel eða betur til ræktunar hér á landi en okkar hefðbundnu afbrigði. Uppskera, stærðardreifing og hundraðshluti þurr- efnis eru mæld. Þeir eiginleikar ákvarða að mestu hæfni afbrigða til suðu en einnig sem hráefni til verksmiðjufram- leiðslu á frönskum kartöflum. Á árunum 1990-1991 voru um 30 af- brigði samanlagt í tilraunum á tilrauna- stöðvunum að Korpu og á Möðruvöll- um. Árið 1990 voru eftirfarandi af- brigði tekin inn: Frá Hollandi:Amazone. Frá Noregi:T-84-3-14, T-84-3-52, T-84-l 1-2, T-84-l 1-39 og T-84-25-26. Öll norsku afbrigðin eru úr nýlegum kynbótum þar sem annað foreldranna er Gullauga. Til þess að hægt sé að mæla með ræktun hér á landi verður afbrigðið að gefa þokkalega uppskeru flest ár með þurrefnisríkum kartöflum. Eftir- farandi afbrigði gáfu góða uppskeru og þurrefnisríka: Á Korpu: Premiere, Ásarkartafla, Ernte- stolz, T-70-22-45 og Gullauga. Á Möðruvöllum: Ásarkartafla, Gull- auga, Lemhi Russet, Premiere og Erntestolz. Sigurgeir Olafsson Stofnrœktun kartöfluútsœðis Rannsóknastofnun landbúnaðarins hóf fyrir nokkrum árum að fjölga þeim veirufríu stofnum af Gullauga og Rauð- um íslenskum sem til voru hjá stofnun- inni. Þegar sjúkdómurinn hringrot var staðfestur á tveimur stofnræktarbæj- um á árunum 1990-1991 ákvað Út- sæðisnefnd að leggja niður stofnrækt- ina í þáverandi mynd og hefja nýja stofnrækt (5. mynd). Vorið 1991 var tveimur ræktendum í Eyjafirði falið að taka við þeim heilbrigðu stofnum af Gullauga og Rauðum íslenskum sem til voru hjá Rala og fjölga á þann veg að sem minnst hætta væri á að þeir sýkt- ust. Samanlagt fengu þeir 278 kg af Gullauga og 78 kg af Rauðum íslensk- um. Haustið 1991 fengu þeir upp rúm 3000 kg af Gullauga og um 1300 kg af Rauðum íslenskum. Ákveðið hefur verið að að taka þriðja ræktandann inn í hina nýju stofnrækt vorið 1992. Sigurgeir Olafsson 38

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.