Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1969, Page 5

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1969, Page 5
ÍSL. LANDBÚN. J. AGR. RES. ICEL. 1969 1: 3-27 Eldi sláturkálfa á blöndu af undanrennumjöli og nýmjólkurmjöli Ólafur Jónsson ráðunautur, Akureyri Yfirlit. Þrjár kálfacldistilraunir voru gerðar á Búfjárræktarstöðinni í I.umii við Akureyri á árunum 1964—1966. Tilraunirnar 1964 og 1965 höfðu það markmið að fá úr því skorið með hve hagkvæmum árangri unnt væri að ala kálfa til allt að 100 daga aldurs á mjólkurmjöli einvörðungu, er gert væri að meiri hluta úr undanrennu. Þannig var árið 1964 notuð mjölblanda úr tveimur hlutum undanrennumjöls og einum hluta nýmjólkurmjöls en 1965 var hlutfallið í blöndunni 25% nýmjólkurmjöls. í hvorri tilraun voru 12 nautkálfar undan tveimur nautum. Þrif kálfanna urðu góð, svo og skrokkþungi þeirra við slátrun. Eldi kálfanna virtist arð- vænlegt miðað við það verð, sem þá fékkst fyrir mjólkurmjölið. Tilraunin 1966 var einnig gerð með 12 kálfa, en þá var kálfunum skipt í tvo flokka, .4 og B, af handahófi. Fékk A-flokkurinn sömu meðferð og kálfarnir í tilrauninni 1965, en B- flokkurinn fékk blöndu af mjólkurmjöli, sem í voru aðeins 11% af nýmjólkurmjöli. Þrif kálfanna í A-flokki voru viðunandi, en í B-flokki drápust allir kálfarnir utan einn á 'iilrauna- skeiðinu. Af þessu má álykta, að kálfaeldi á mjólkurmjöli til rösklega 100 daga aldurs geti lánast prýðilega, ef 25% af blöndunni eru nýmjólkurmjöl. Hvort það má vera eitthvað sninna verður ekki fullyrt, en 11% er of lítið. Enginn öruggur munur virðist hafa orðið á kálfum undan mismunandi nautum. Aldurs- munur kálfanna er svo lítill, að hann virðist engin teljandi áhrif hafa á kjötþungann við slátrun. Greinileg tengsl reyndust vera milli lifandi þunga og brjóstmáls annars vegar en fallþunga hins vegar. Að Iokum virðist svo fóðurlyst kálfanna eigi aðeins hafa áhrif á fall- þungann, heldur einnig á nýtingu fóðursins til kjötframleiðslu. INNGANGUR Til tilraunanna var stofnað af Tilrauna- ráði búfjárræktar vorið 1964, og var mark- nrið þeirra að rannsaka, hvernig gengi að ala íslenzka kálfa í allt að þrjá mánuði frá burði á blöndu úr undanrennu- og ný- mjólkurmjöli einvörðungu, hvaða áhrif þetta hefði á kjötsöfnun og kjötgæði þeirra o. s. frv. Enn fremur skyldi með tilraunum þess- um úr því skorið, hvort unnt mundi á þennan hátt að fá eins mikið eða betra verð fyrir áðurgreindar mjólkurafurðir en þá fékkst fyrir þær á erlendum mörkuðum. Þá mun verð á undanrennumjöli til út- flutnings hafa verið um kr. 6.00 hvert kg, en mjölið var selt bændum innanlands á kr. 8.00 kg, og var þar af leiðandi reiknað með því verði. Nýmjólkurmjölið gaf hins vegar um það leyti kr. 20.00 á kg á er- lendum markaði, en um hliðstætt verð á því innanlands var ekki að ræða, og er það því reiknað á útflutningsverðinu í tilraun- unum. Skipulag tilraunanna var ákveðið af Til- raunaráðinu, en Búfjárræktarstöð S.N.E. í Lundi við Akureyri hafði umsjón með framkvæmd þeirra. Daglegan rekstur tilraunanna annaðist

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.