Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1969, Síða 5

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1969, Síða 5
ÍSL. LANDBÚN. J. AGR. RES. ICEL. 1969 1: 3-27 Eldi sláturkálfa á blöndu af undanrennumjöli og nýmjólkurmjöli Ólafur Jónsson ráðunautur, Akureyri Yfirlit. Þrjár kálfacldistilraunir voru gerðar á Búfjárræktarstöðinni í I.umii við Akureyri á árunum 1964—1966. Tilraunirnar 1964 og 1965 höfðu það markmið að fá úr því skorið með hve hagkvæmum árangri unnt væri að ala kálfa til allt að 100 daga aldurs á mjólkurmjöli einvörðungu, er gert væri að meiri hluta úr undanrennu. Þannig var árið 1964 notuð mjölblanda úr tveimur hlutum undanrennumjöls og einum hluta nýmjólkurmjöls en 1965 var hlutfallið í blöndunni 25% nýmjólkurmjöls. í hvorri tilraun voru 12 nautkálfar undan tveimur nautum. Þrif kálfanna urðu góð, svo og skrokkþungi þeirra við slátrun. Eldi kálfanna virtist arð- vænlegt miðað við það verð, sem þá fékkst fyrir mjólkurmjölið. Tilraunin 1966 var einnig gerð með 12 kálfa, en þá var kálfunum skipt í tvo flokka, .4 og B, af handahófi. Fékk A-flokkurinn sömu meðferð og kálfarnir í tilrauninni 1965, en B- flokkurinn fékk blöndu af mjólkurmjöli, sem í voru aðeins 11% af nýmjólkurmjöli. Þrif kálfanna í A-flokki voru viðunandi, en í B-flokki drápust allir kálfarnir utan einn á 'iilrauna- skeiðinu. Af þessu má álykta, að kálfaeldi á mjólkurmjöli til rösklega 100 daga aldurs geti lánast prýðilega, ef 25% af blöndunni eru nýmjólkurmjöl. Hvort það má vera eitthvað sninna verður ekki fullyrt, en 11% er of lítið. Enginn öruggur munur virðist hafa orðið á kálfum undan mismunandi nautum. Aldurs- munur kálfanna er svo lítill, að hann virðist engin teljandi áhrif hafa á kjötþungann við slátrun. Greinileg tengsl reyndust vera milli lifandi þunga og brjóstmáls annars vegar en fallþunga hins vegar. Að Iokum virðist svo fóðurlyst kálfanna eigi aðeins hafa áhrif á fall- þungann, heldur einnig á nýtingu fóðursins til kjötframleiðslu. INNGANGUR Til tilraunanna var stofnað af Tilrauna- ráði búfjárræktar vorið 1964, og var mark- nrið þeirra að rannsaka, hvernig gengi að ala íslenzka kálfa í allt að þrjá mánuði frá burði á blöndu úr undanrennu- og ný- mjólkurmjöli einvörðungu, hvaða áhrif þetta hefði á kjötsöfnun og kjötgæði þeirra o. s. frv. Enn fremur skyldi með tilraunum þess- um úr því skorið, hvort unnt mundi á þennan hátt að fá eins mikið eða betra verð fyrir áðurgreindar mjólkurafurðir en þá fékkst fyrir þær á erlendum mörkuðum. Þá mun verð á undanrennumjöli til út- flutnings hafa verið um kr. 6.00 hvert kg, en mjölið var selt bændum innanlands á kr. 8.00 kg, og var þar af leiðandi reiknað með því verði. Nýmjólkurmjölið gaf hins vegar um það leyti kr. 20.00 á kg á er- lendum markaði, en um hliðstætt verð á því innanlands var ekki að ræða, og er það því reiknað á útflutningsverðinu í tilraun- unum. Skipulag tilraunanna var ákveðið af Til- raunaráðinu, en Búfjárræktarstöð S.N.E. í Lundi við Akureyri hafði umsjón með framkvæmd þeirra. Daglegan rekstur tilraunanna annaðist
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.