Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1969, Síða 28

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1969, Síða 28
26 ÍSLENZKAR LANDBUNAÐARRANNSÓKNIR þurrmjólk þá, sem við flytjum nú út, á Jjennan hátt. Augljóst virðist, að auðvelt er að ala ís- lenzka kálfa á Jiann hátt, sem gert hefur verið í tilraununum, að minnsta kosti til 3y2 mánaðar alclurs. Kálfar, aldir á þennan hátt, skila mjög vel lögðuðum skrokkum og mjög fallegu og Ijúffengu kjöti. Ekki verður af tilraununum ráðið, að naut Jiau, sem kálfarnir voru undan, hafi gefið mismunandi kálfa til eldis. Þó má vera, að mismunandi líkamsgerð, er rekja megi til nauta, geti haft áhrif á slátur- prósentuna, en ekki verður það ráðið með nokkurri vissu af tilraununum. Aldursmunur kálfanna í tilraununum, en hann er mjög lítill, virðist ekki hafa nein teljandi áhrif á kjötþungann. Hins vegar verður að álykta, að þungi kálfanna nýborinna hafi nokkur áhrif á endanlegan þroska þeirra, |jó að úr Jrví verði varla skor- ið nema gera tilraun með þetta atriði sér- staklega. Svo sem vænta má, eru augljós tengsl milli lifþunga, brjóstvíddar og kropp- þunga, svo og fóðurnotkunar, og líklegt er, að þetta allt hafi nokkur áhrif á, hve vel kálíarnir nýta fóðrið. Það kann þó að vera álitamál, hvort fullt samræmi er á milli fóðurnota og nýtingar annars vegar og kjöt- þungans hins vegar. Sláturprósentan virðist lúta öðrurn for- sendurn en þeim, er hér hafa verið raktar. Með því verðlagi á fóðri og sláturafurð- um, er hér hefur verið notað, virðist all- góður hagfræðilegur grundvöllur fyrir Jjví að ala kálfa til slátrunar á þennan hátt. Ekki er ástæða til að fjölyrða mikið um niðurstöðurnar frá 1966. Þær virðast svara því sæmilega skýrt, að eigi sé hægt að ala kálfa til þriggja mánaða aldurs, eða rösklega Jjað, á blöndu úr nýmjólkur-og undanrennu- mjöli, ef nýmjólkurmjölið er aðeins 11% af blöndunni. Hinu er aftur ósvarað, livar mörkin liggja milli 11—25%. Sennilega eru mörkin ekki heldur skörp, því að alltaf Jrarf eitthvað að vera til að mæta óvænt- um áföllum, og gera rná ráð fyrir, að því meir sem við nálgumst hin líffræðilegu mörk, því viðkvæmari verði kálfarnir fyrir öllum utanaðkomandi áhrifum. Tilraunin leiðir líka í ljós, að mótstöðuafl kálfanna var harla misjafnt. Tveir kálfarnir drápust um þremur vikum eftir, að tilraunin hófst, en einn hélt velli nær allan tímann og ann- ar til loka tilraunarinnar, eða í Jirjá mán- uði. Að þessu athuguðu mundi ég telja var- hugavert að nota öllu minna nýmjólkur- mjöl í blönduna en 25%, eða alls ekki undir 20%, rneðan frekari reynsla er ekki fengin. Að svo miklu leyti sem hægt er að finna tengsl milli þessarar tilraunar og tilraun- anna 1964 og 1965, styrkir hún aðeins þær niðurstöður, er þar fengust. Nokkuð hefur verið dregið í efa, hve mikið gildi tilraunir þessar hefðu, með því að verð þess fóðurs, sem notað hefur verið, er langt undir kostnaðarverði. Þar til er Jiví að svara, að meðan þessi framleiðsla er seld úr landi fyrir brot af kostnaðar- verði og bændum er gefinn kostur á vör- unni til fóðurs á hliðstæðu verði, eiga að sjálfsögðu hverjar þær rannsóknir, er miða að Jjví að nýta vöruna á sem arðbærastan og hagkvæmastan hátt, fullan rétt á sér. Þegar svo markaðsverð þessarar vöru er- lendis verður hagkvæmara en nýting henn- ar til fóðurs innanlands, í þ«ssu tilfelli til kálfaeldis, er að sjálfsögðu alltaf unnt að breyta til. Að lokurn skal svo aðeins á það bent, að kálfaeldi með þessum hætti verður að vera reist á tveimur meginforsendum. I fyrsta lagi, að fullkomin nákvæmni og vandvirkni sé við höfð, og í öðru lagi, að nægur, góður markaður sé fyrir kjöt ali- kálfanna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.