Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1977, Síða 6
4 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR
S í úrkomu
RJÚPNAHÆÐ
Úrkoma
S in rainwater Precipitation
mg/m2 mm
1. MYND. Brennisteinn í úrkomu og úrkoma ó Rjúpnahæcí 1358-
Veríráttunni 1958-1962, 1367, 1970 og 1974.
FIG. I. Sulphur in rainwater and precipitation in Rjúpnahaed 1958-1373.
ur þurfa, kemur úr jarðveginum. Þar eru
um 95% hans í lífrænum samböndum,
annaðhvort tengdur kolefni (C-S tengi) eða
sem ester-, fenól- og kólínsúlföt og fituefni
(lípið). Ekki kemur þessi brennisteinn að
beinum notum, heldur verður hann að losna
fyrst úr lífrænu samböndunum og mynda
súlfatjón, SOú". Súlfatjónin er annaðhvort
jónbundin á jarðvegsögnunum eða hún er í
jarðvegslausninni. Þar sem bindikraftur jarð-
vegs vex með hækkandi pH, er það háð
sýrustigi og fjölda annarra anjóna í jarðveg-
inum, hversu mikið af súlfatjónum í jarð-
vegi er jónbundið. Súlfatjónir bindast lausar
en fosfatjónir, en aftur á móti fastar en nítrat-
og klóríðjónir.
Plöntur geta einnig fengið brennistein úr
andrúmsloftinu. Þær taka hann beint úr
loftinu gegnum loftopin í laufblöðunum
1973. Merfaltöl mánada. Tekicf saman eftir mælingatölum í
Monthly averages. From Vedráttan 1958-1962, 1967. 1970 and 1974.
og auk þess bindur jarðvegurinn brennistein
eða hann berst í hann með regni.
Simán og Jansson (1976) hafa athugað
mikilvægi brennisteins í andrúmsloftinu fyrir
næringu plantna. I fyrri hluta tilrauna sinna
ræktuðu þeir plöntur á tveimur stöðum og
var annar þeirra nálægt miðstöðvarhúsi. Með-
an á þeim stóð fengu plönturnar brennistein
aðeins úr andrúmsloftinu. Niðurstöður sýndu
að brennisteinsmagn platnanna, sem voru í
nágrenni miðstöðvarhússins, var um 2,5
sinnum meiri en þeirra, sem voru í tölu-
verðri fjarlægð frá því. I seinni hluta til-
raunanna voru athuguð skipti á brennisteins-
gufum milli jarðvegs plöntukerfisins og
andrúmsloftsins. í ljós kom að við lítinn
brennisteinsáburð kom um helmingur brenni-
steinsins í plöntunum beint úr andrúmsloft-
inu. Við mikinn áburð barst meiri brenni-