Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1977, Page 15

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1977, Page 15
ÁHRIF BRENNISTEINSÁBURBAR 13 tilrauninni á Efri-Brunná, nr. 253—69, sjást í 4. töflu. Aukning brennisteinsmagns gras- anna við notkun brennisteinsáburðar reynd- ist marktæk. Samspilið ArxLxS var notað sem skekkja (6 frítölur). Heyfengur í tilraununum á Grænavatni og Efri-Brunná þau ár, sem brennisteinn var mældur í grasinu, er sýndur í 5. og 6. töflu. I 7. töflu er uppskera í tilraununum sex á Vestfjörðum árið 1973 af þeim tilraunalið- um þar sem brennisteinn var ákvarðaður í grasinu. I 8. töflu er sýndur heyfengur án brennisteinsáburðar auk meðalvaxtarauka vegna brennisteinsáburðar í öllum þeim til- raunum sem getið er um í 1. töflu. Eru það meðaltöl allra áranna sem tilraunir þessar hafa staðið. Meðalvaxtarauka í ýmsum öðr- um brennisteinstilraunum, þar sem brenni- steinshlutfállið í grasinu hefur ekki verið mælt, er að finna í 9- töflu. Staðalvik meðal- vaxtaraukans er sýnt í töflunum þar sem það hefur verið reiknað. Er það reiknað út frá tilraunaskekkju og nær því ekki til breyti- leikans í raunverulegri uppskerusvörun. Af töflunni má sjá, að brennisteinssvörunin hefur verið ákvörðuð með mismikilli ná- kvæmni og stafar það af misjöfnum reita- fjölda að baki meðaltalanna auk mismunandi tilraunaskekkju. Á 3. mynd eru allir til- raunastaðir sýndir, þar sem gerðar hafa ver- ið tilraunir með brennisteinsáburð og skýrt er frá hér og í grein Jóhannesar SiGVALDA- sonar (1965, 1967). Sýnt er, hvort um marktækan uppskeruauka er að ræða í sam- ræmi við það, sem hér fer á eftir. Marktækur vaxtarauki vegna brennisteins- áburðar (a = 0,05, einhliða prófun) hefur fundist að meðaltali öll árin í tilraununum að Grænavatni og Arnarvatni við Mývatn, Skjaldfönn, Felli og Neðri-Tungu á Vest- fjörðum, Miklaholti á Snæfellsnesi, Stóru- Mástungu í Hreppum og Geitasandi í Rang- árvallasýslu. Enn fremur má telja, að fengist hafi ótvíræður vaxtarauki í tilrauninni í Bæ í Reykhólasveit og í tilrauninni á Hólum í Hjaltadal árið 1960, þegar vaxtaraukinn var 12,3 hkg/ha. Þar fannst fyrst brennisteins- skortur í tilraunum hérlendis (Arni JÓNSSON og Hólmgeir Björnsson, 1964). Einnig var á Hólum gerð tilraun með blandaðan áburð sem gaf vaxtarauka umfram jafngildi N, P, K í einstökum áburðartegundum. Að líkind- um hefur verið brennisteinn í þessum áburði. Allar voru þessar tilraunir í fremur grunn- um, sendnum jarðvegi nema tilraunin í Miklaholti, sem var í djúpum mýrarjarð- vegi. I nokkrum tilraunum má sjá í 5., 6. og 10. töflu hvernig brennisteinsáburður hefur áhrif á vöxt frá ári til árs. I 10. töfiu voru valdar nokkrar tilraunir þar sem áhrif á grasvöxt geta í fljóm bragði virst breytileg frá ári til árs (sjá ártöl í 8. og 9. töflu). í sumum þeirra eru áhrifin þó ekki breytilegri en vænta má vegna tilraunaskekkjunnar. Ymsir annmarkar eru á því að prófa hvort breyting á svörun við áburði getur talist marktæk (frá ári til árs). Þess vegna ber að taka með nokkrum fyrirvara eftirfarandi ályktunum, sem fengn- ar eru með því að bera saman meðalkvaðröt breytileika í brennisteinssvörun við tiirauna- skekkju. I tilraununum við Mývatn er svörun mikil og við slík skilyrði má vænta breytilegs vaxtarauka eftir árferði, án þess að það gefi eindregna vísbendingu um mis- mikinn brennisteinsskort frá ári til árs. I öðr- um tilraunum er munur á árum að jafnaði ekki meiri en vænta má vegna tilraunaskekkj- unnar einnar. Bendir það til þess að brenni- steinsskortur sé lítt háður árferði. Mikilvæg- ustu undantekningarnar eru dlraunirnar á Felli og í Miklaholti auk tilraunarinnar á Hólum í Hjaltadal, sem áður gemr. A Efri-Brunná eru niðurstöður óreglulegar og tilraunaskekkja mikil og erfitt að draga af
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.