Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1977, Page 15
ÁHRIF BRENNISTEINSÁBURBAR 13
tilrauninni á Efri-Brunná, nr. 253—69, sjást
í 4. töflu. Aukning brennisteinsmagns gras-
anna við notkun brennisteinsáburðar reynd-
ist marktæk. Samspilið ArxLxS var notað
sem skekkja (6 frítölur).
Heyfengur í tilraununum á Grænavatni og
Efri-Brunná þau ár, sem brennisteinn var
mældur í grasinu, er sýndur í 5. og 6. töflu.
I 7. töflu er uppskera í tilraununum sex á
Vestfjörðum árið 1973 af þeim tilraunalið-
um þar sem brennisteinn var ákvarðaður í
grasinu. I 8. töflu er sýndur heyfengur án
brennisteinsáburðar auk meðalvaxtarauka
vegna brennisteinsáburðar í öllum þeim til-
raunum sem getið er um í 1. töflu. Eru það
meðaltöl allra áranna sem tilraunir þessar
hafa staðið. Meðalvaxtarauka í ýmsum öðr-
um brennisteinstilraunum, þar sem brenni-
steinshlutfállið í grasinu hefur ekki verið
mælt, er að finna í 9- töflu. Staðalvik meðal-
vaxtaraukans er sýnt í töflunum þar sem það
hefur verið reiknað. Er það reiknað út frá
tilraunaskekkju og nær því ekki til breyti-
leikans í raunverulegri uppskerusvörun. Af
töflunni má sjá, að brennisteinssvörunin
hefur verið ákvörðuð með mismikilli ná-
kvæmni og stafar það af misjöfnum reita-
fjölda að baki meðaltalanna auk mismunandi
tilraunaskekkju. Á 3. mynd eru allir til-
raunastaðir sýndir, þar sem gerðar hafa ver-
ið tilraunir með brennisteinsáburð og skýrt
er frá hér og í grein Jóhannesar SiGVALDA-
sonar (1965, 1967). Sýnt er, hvort um
marktækan uppskeruauka er að ræða í sam-
ræmi við það, sem hér fer á eftir.
Marktækur vaxtarauki vegna brennisteins-
áburðar (a = 0,05, einhliða prófun) hefur
fundist að meðaltali öll árin í tilraununum
að Grænavatni og Arnarvatni við Mývatn,
Skjaldfönn, Felli og Neðri-Tungu á Vest-
fjörðum, Miklaholti á Snæfellsnesi, Stóru-
Mástungu í Hreppum og Geitasandi í Rang-
árvallasýslu. Enn fremur má telja, að fengist
hafi ótvíræður vaxtarauki í tilrauninni í Bæ
í Reykhólasveit og í tilrauninni á Hólum í
Hjaltadal árið 1960, þegar vaxtaraukinn var
12,3 hkg/ha. Þar fannst fyrst brennisteins-
skortur í tilraunum hérlendis (Arni JÓNSSON
og Hólmgeir Björnsson, 1964). Einnig var
á Hólum gerð tilraun með blandaðan áburð
sem gaf vaxtarauka umfram jafngildi N, P,
K í einstökum áburðartegundum. Að líkind-
um hefur verið brennisteinn í þessum áburði.
Allar voru þessar tilraunir í fremur grunn-
um, sendnum jarðvegi nema tilraunin í
Miklaholti, sem var í djúpum mýrarjarð-
vegi.
I nokkrum tilraunum má sjá í 5., 6. og 10.
töflu hvernig brennisteinsáburður hefur áhrif
á vöxt frá ári til árs. I 10. töfiu voru valdar
nokkrar tilraunir þar sem áhrif á grasvöxt
geta í fljóm bragði virst breytileg frá ári til
árs (sjá ártöl í 8. og 9. töflu). í sumum þeirra
eru áhrifin þó ekki breytilegri en vænta má
vegna tilraunaskekkjunnar. Ymsir annmarkar
eru á því að prófa hvort breyting á svörun
við áburði getur talist marktæk (frá ári til
árs). Þess vegna ber að taka með nokkrum
fyrirvara eftirfarandi ályktunum, sem fengn-
ar eru með því að bera saman meðalkvaðröt
breytileika í brennisteinssvörun við tiirauna-
skekkju.
I tilraununum við Mývatn er svörun
mikil og við slík skilyrði má vænta
breytilegs vaxtarauka eftir árferði, án þess
að það gefi eindregna vísbendingu um mis-
mikinn brennisteinsskort frá ári til árs. I öðr-
um tilraunum er munur á árum að jafnaði
ekki meiri en vænta má vegna tilraunaskekkj-
unnar einnar. Bendir það til þess að brenni-
steinsskortur sé lítt háður árferði. Mikilvæg-
ustu undantekningarnar eru dlraunirnar á
Felli og í Miklaholti auk tilraunarinnar á
Hólum í Hjaltadal, sem áður gemr. A
Efri-Brunná eru niðurstöður óreglulegar og
tilraunaskekkja mikil og erfitt að draga af